Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1989, Síða 8

Faxi - 01.10.1989, Síða 8
AFMÆLI TVEGGJA FAXAFÉLAGA Keflavík 27. maí 1939 og varð hann því fimmtugur fyrr á þessu ári. Hann er eins og flestir jafnaldrar hans hér um slóðir kominn af sjó- mannsættum og var afi hans sævík- ingurinn Stjáni blái, Kristján Sveins- son, en minnismerki um hann var einmitt afhjúpað við höfnina sl. vor. A uppvaxtarárum Karls komst hann í kynni við líf og störf verkafólks og setti það mark sitt á hann og hefur fylgt honum æ síðan. Hann lærði til kennara í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1960. Hann hóf strax kennslu sama haust við barnaskólann í Keflavík og kenndi þar fram til ársins 1976. Karl hóf snemma afskipti af verkalýðsmálum og jafnframt stjórnmálum. Hann var kosinn ritari Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis árið 1966 og síðan formaður árið 1970 og það er hann enn. Hann hefur á þessum árum ávallt lagt mikla vinnu af höndum á skrifstofu félagsins, jafn- framt því að taka þátt í verkalýðs- málum á landsvísu. Einnig hefur hann tekið þátt í þeim störfum á al- þjóðlegum vettvangi. Frá árinu 1975 hefur hann verið varaformað- ur Verkamannasambandsins utan eins tímabils. Sem slíkur hefur hann verið mjög virkur þátttakandi í öll- um kjarasamningum verkalýðs- hreyfingarinnar. Fræðslumál innan verkalýðs- hreyfingarinnar hafa löngum verið meðal mestu áhugamála Karls. Eftir hann liggja mikil störf innan félags- málaskóla ASÍ og nú á síðari árum hefur hann átt hvað mestan þátt í að koma á starfsmenntun til handa fiskvinnslufólki. Sem fyrr sagði, þá tók Karl ungur að aldri þátt í stjórnmálum og þá undir merki jafnaðarstefnunnar. Tvítugur að aldri átti hann sæti í stjórnum SUJ og Alþýðuflokksins. Árin 1970—1982 sat hann í bæjar- stjórn Keflavíkur, en á árinu 1978 var hann kosinn á Alþing fyrir Reykjaneskjördæmi og hefur hann setið á þingi síðan. Á Alþingi hefur Karl ekki verið einn af þeim þing- mönnum sem láta sig hverfa í fjöld- ann, heldur hefur hann ötullega lát- ið að sér kveða. Karl Steinar gerðist félagi í Mál- fundafélaginu Faxa árið 1972. Þrátt fyrir ærið annríki við ýmis önnur störf hefur hann ekki slegið slöku við mætingar í Faxa. Hefur hann ávallt haft mikið til málanna að leggja. Karl er kvæntur Þórdísi Þor- móðsdóttur og eiga þau hjónin fjög- ur börn. Þau heita Kalla Björk, Edda Rós, Guðný Hrund og Margeir Stein- ar. Faxafélagar senda Karli Steinari og fjölskyldu hans síðbúnar en hug- heilar heillaóskir á þessum tíma- mótum í lífi hans. K istján A. Jónsson fæddist í Keflavík 6. júlí 1939 og hann varð því einnig fimmtugur nú í sumar. Hann ólst upp við sjávarsíðuna og kynntist því sjómennsku og útgerð frá fyrstu hendi. Hann kaus þó að halda menntaveginn og lauk prófi frá Kennaraskólanum árið 1960 ásamt Karli Steinari. Réðist hann strax til kennslu að barnaskólanum í Keflavík og hefur starfað þar síðan. Árið 1979 varð hann yfirkennari við skólann og einnig var hann settur skólastjóri árin 1986—88. Þrátt fyrir að Kristján hafi helgað kennslunni starfskrafta sína, þá hef- ur hann ávallt borið sterkar taugar til sjávarins. Lengi hefur hann stundað uppsetningu og viðhald veiðarfæra í hjáverkum og sjó- mennsku á sumrin. Kristján hefur tekið mikinn þátt í störfum sóknarnefndar Keflavíkur og hefur hann setið þar í stjórn frá árinu 1967. Þar hefur hann verið fjárhaldsmaður í mörg ár. Kristján gekk í Málfundafélagið Faxa árið 1979. Fljótlega var hann kosinn í blaðstjórn og hefur lengst af verið aðstoðarritstjóri. Auk þess að hafa skrifað margar greinar af ýmsu tagi í blaðið, þá hefur hann haft yfirumsjón með prófarkar- lestri. Því mikilvæga verkefni hefur hann skilað með mikilli prýði. Krist- ján er kvæntur Helgu Sigríði Péturs- dóttur og eigaþau hjónin tvær dæt- ur, Guðfinnu Osk og Ólöfu Björgu. Faxi sendir Kristjáni og fjölskyldu hans bestu heillaóskir á þessum merku tímamótum. 50 ára afmælisfundur Faxa Fimmtudaginn 10. október sl. var haldinn hátíðarfundur í Mál- fundafélaginu Faxa. Þar var minnst 50 ára starfa félagsins og af því tilefni varöllum núlifandi heið- ursfélögum boðið til fundarins sem var haldinn í húsakynnum Iðnsveinafélagsins að Tjarnargötu 7. Á meðfylgjandi mynd sést for- maður Faxa, Guðfinnur Sigurvins- son, bæjarstjóri, setja fundinn. Eft- irtaldir heiðursfélagar mættu til fundarins ásamt eiginkonum sín- um: Valtýr Guðjónsson, Jón Tóm- asson og Egill Þorfinnsson. Einnig var mætt Lóa Þorkelsdóttir, ekkja Hallgríms Th. Björnssonar. 228 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.