Faxi - 01.10.1989, Síða 30
MINNING
Guðmunda Eggertsdóttir
frá Kothúsum í Garði
Fædd 1. febrúar 1902 Dáin 16. október 1989
Guðmunda Eggertsdóttir var
fædd 1. febrúar 1902 að Kothúsum
í Garði. Hún var dóttir hjónanna
Guðríðar Árnadóttur, fædd að
Lunansholti og alin upp á Bjalla í
Landsveit í Rangárvallasýslu og
Eggert Gíslasonar, fæddur í Odda-
sókn í Rangárvallasýslu, alinn upp
í Stokkseyrarsókn í Árnessýslu.
Það má geta þess að Eggert Gísla-
son var formaður á báti fyrir séra
Jens Pálsson á Útskálum þá 25 ára
gamall. Guðmunda Eggertsdóttir
giftist Vigfúsi Pétri Ásmundssyni
1922 í Hafnarfirði. Pétur, eins og
við kölluðum hann, var fæddur á
Húsavík 21. janúar 1900. Guð-
munda og Pétur áttu sitt fyrsta
barn árið 1923 í Hafnarfirði, Guð-
ríði, fædd 25. maí 1923. Árið 1927
flytur Guðmunda og Pétur suður í
Garð og fá þau inni hjá Guðrúnu
Eggertsdóttur og Jóni Þorkelssyni
í Kothúsum í Garði. Pétur hafði
skipstjórnarréttindi. Það mun hafa
verið í kringum 1930 að Pétur
verður skipstjóri á fiskibáti fyrir
Friðrik Magnússon. Friðrik var
bróðir Sveins Magnússonar kaup-
manns í Gerðum. Þá fá Guðmunda
og Pétur leigt á loftinu suðaustan
megin í Gerðahúsinu og bjuggu
þar stuttan tíma. Þaðan fóru þau
að Krókvöllum til Gísla Eggerts-
sonar og Hrefnu Þorsteinsdóttur.
Svo fóru þau að Holti í Garði. Árið
1941 byggði Pétur hús í næsta ná-
grenni við okkur hjónin og nefndu
það Höfn. Þá eru þau Guðmunda
og Pétur komin í Höfn. Ég hugsa
að þar hafi þeim liðið best. Pétur
var baráttumaður fyrir bættum
kjörum verkamanna og sjó-
manna, hann var framámaður í
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Gerðahrepps í mörg ár. Guð-
munda stóð fast við hliðina á Pétri
að þeirri hugsjón.
Guðmunda var félagslynd, hún
var mikið í leiklist og lék sjálf í
leikritum hér i Garði, hún söng í
Útskálakirkju nokkur ár. Hún var
ein af stofnendum Slysavarnarfé-
lags kvenna hér í Garði. Guð-
munda var frekar fáskiptin hún
var ekki að trana sér fram en hún
var tryggur vinur þeirra sem hún
vildi þekkja. Guðmunda var fyrst
og fremst húsmóðir og stundaði
hannyrðir. Hún var söngelsk, átti
orgel og spilaði á það heima. Hún
var mikið fyrir blóm og ræktaði
blómagarð fyrir framan húsið sitt.
Við sáum hana í garðinum við að
hlúa að blómunum sinum, blóma-
knúpparnir sprungu út og brostu
til hennar. Pétur sagði einu sinni
við mig: Ef grasið vex í götunni á
milli okkar þá er eitthvað að. Nú
hefur grasið gróið í götunni.
Þessi góðu hjón eru komin á bak
við móðuna miklu. Við minnumst
þeirra með hlýhug og þakklæti.
Þannig er lífið, menn fara og
koma, nýir vegir eru lagðir með
nýju fólki, gömlu göturnar gróa
upp. Við vottum Guðríði Péturs-
dóttur og öðrum ættingjum okkar
dýpstu samúð.
Guðmunda Eggertsdóttir var
jörðuð frá Útskálakirkju 21. októ-
ber 1989.
Blessuð sé minning hennar.
Gardi, 29.10.89
Málfríöur og Njáll
á hverju flóði til þess að halda skip-
inu stöðugu. Björgunarskipið Goð-
inn beið í innsiglingunni og var
dráttartaug frá því fest í Mariane.
Búið var að grafa rennu í fjöruna,
stjórnborðmegin, og var ætlunin að
draga skipið ofan í hana á öðru akk-
erinu um leið og það léttist.
Þegar leið að háflóði var reynt að
draga skipið niður í rennuna en þá
gáfu akkerisfestingar í fjörunni sig.
Lofti var dælt í tanka og vélarrúm
en með litlum árangri. Ekki tókst að
stjórna loftflæði, annarsvegar í
tanka og hinsvegar í vélarrúm,
þ.e.a.s. að byggja upp mismunandi
þrýsting á hvorum stað fyrir sig.
Notað,var aðeins eitt kerfi og leitaði
loftið alltaf í efri tanka en ekki vél-
arrúmið. Vatnsdælur voru ekki
heldur í fullkomnu lagi.
lló tíma fyrir háflóðið var fyrirséð
að björgun tækist ekki í þetta skipti
og var aðgerðum hætt.
Á flóðinu færðist skipið um 2.50
m afturábak og um 13 m á bak-
borða.
Önnur tilraun undirbúin
V'egna tímaskorts var útilokað að
gera aðra tilraun strax á morgun-
flóðinu næsta dag og því lögð
áhersla á að undirbúa allt sem best
fyrir kvöldflóðið.
Bakborðsakkerið var fest upp í
fjörukambinn ef björgun mistækist
og þyrfti að draga skipið aftur upp í
grjótið. Hitt akkerið var fest tryggi-
lega stjórnborðsmegin, utan við áð-
urnefnda rennu, en það hafði losn-
að daginn áður. Dælubúnaður var
yfirfarinn og gerðar voru breytingar
á loftkerfinu sem allt valt á. Tvær
litlar pressur voru um borð sem áttu
að dæla lofti í tankana en í landi var
stór pressa og frá henni 2" lögn
sem tengd var vélarrúminu þannig
að í stað eins útbúnaðar í fyrstu
tilraun voru nú tvö aðskilin loftkerfi.
Á flot
Á aðfallinu seinni part föstudags-
ins 7. apríl var undirbúningi lokið.
Gefin var skipun um loftdælingu í
vélarrúmið til þess að létta skipið að
aftan. Goðinn hélt við með um 10
tonna átaki til þess að halda því á
réttum stað og frá grjóti aftan við.
Smátt og smátt fundu mennirnir um
borð að skipið varð kvikara í sjón-
um og var þá byrjað að dæla lofti í
tankana framan við miðju. Þeim
tókst að losna við um 180 tonn af sjó
úr vélarrúminu með loftdælingunni
sem þýddi 3ja m mismun á yfirborði
sjávar innan og utan við skipið.
Rennan stjórnborðsmegin nýttist
aldrei enda óþörf þegar til kom.
Kl. 18.27, nákvæmlega, eða 40
mín. fyrir flóð losnaði skipið alveg
og átti þá eftir um 150 tonna flot
miðað við mestu flóðhæð þetta
kvöld. Fagnaðaróp heyrðust frá
þreyttum mönnunum á þilfarinu,
þegar Mariane Danielsen flaut, aft-
urþung og höll á bakborða, frá
grjótinu og út á frían sjó.
Lyngholtsmenn höfðu reiknað
rétt.
Sesselja Gudmundsdóllir,
Brekkugötu 14,
190 Vogum.
250 FAXI