Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1990, Side 18

Faxi - 01.02.1990, Side 18
HUGLEIÐING UM STÓRU-VOGASKÓLA Mér þykir ástæða til að fagna því sérstaklega hversu afgerandi at- hygli Faxi vekur á skólahaldi á Suðurnesjum, með greinaflokki í undanfarandi tölublöðum. Það kemur í Ijós að á Suðurnesj- um hafa menn verið býsna fljótir að átta sig á mikilvægi menntunar almennings. Hér hafa menn nefni- lega einhverja elstu skóla lands- ins. Skólahald hefst t.d. í Vatns- leysustrandarhreppi haustið 1872. Enn í dag er mikil gróska í skóla- málum á Suðurnesjum, eins og sjá má á þessari umfjöllun Faxa. Má þar til viðbótar geta sérstaks fé- lags skólastjórnenda á svæðinu sem nefnist „Skósuð ", Á þeim vettvangi hittast skólastjórnendur og bera saman bækur sínar á reglulegum fundum. Hafa mörg góð mál fengið farsæla lausn á fundum félagsins, önnur eru í gangi og vonandi verður sá félags- skapur uppspretta enn fleiri góðra mála í framtíðinni. Veit ég til þess að „Skósuð" hefur vakið verð- skuldaða athygli og jafnvel orðið öðrum fyrirmynd. Húsnœði og starfsfólk Stóru-Vogaskóla í þessari grein er mér ætlað að fjalla um skólahald dagsins i dag í Vatnsleysustrandarhreppi, en aðr- ir hafa gert fortíðinni skil. Skólinn hefur yfir að ráða ný- legu skólahúsi, hlýlegu og fallegu. Bergsveinn Auðunsson. í því eru 6 almennar kennslustof- ur, auk lausrar stofu á hlaðinu. Sund- og leikfimikennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Y-Njarðvík. Skólahúsið var hannað fyrir 70—90 nemendur fyrir rúmum áratug. I dag eru nemendur um 140 í 10 bekkjardeildum og er því Ijóst að brýn þörf er á að stækka húsið. Kennarar eru 11. Formaður skólanefndar er Hreiðar Guð- mundsson. Skólastjóri er Berg- sveinn Auðunsson. Yfirkennari er Jón Ingi Baldvinsson og formaður foreldra og kennarafélagsins er Hildur Runólfsdóttir. Félagslíf Félagslíf nemenda er að mestu í hefðbundnu formi. Dansskemmt- anir eru með vissu millibili allan veturinn. Opin hús öðru hverju svo og bekkjarkvöld. Eldri nem- endur fara í 3ja daga skíðaferð í febrúar eða mars ár hvert og 3ja daga vorferð í maí. Yngri nemend- ur fara í skemmri ferðir. Þá er komin hefð á að 6. bekkur fari í vikutíma að hausti í skólabúðir að Reykjaskóla í Hrútafirði. Hápunkt- ur félagslífsins er árshátíðin, sem haldin er í lok síðustu viku fyrir páskaleyfi. Þá er tjaldað því besta sem til er af skemmtiatriðum. Haldið í Glaðheima, sem er sam- komuhús í Vogum og almenningi gefinn kostur á að sjá fjölbreytta dagskrá. Sem dæmi má nefna, að eitt árið var lögð áhersla á land- nám og þjóðsögur sem áttu að hafa gerst í hreppnum. Má þar nefna söguna af Marbendli. Einnig var þáttur af Jóni sterka Daníels- syni frá Stóru-Vogum, landnám Steinunnar gömlu o.s.frv. o.s.frv. Var gerður góður rómur að þessu framtaki. Að lokinni dagskrá var stiginn dans fram á nótt. Mikilvœgustu framtíðarverkefni skól- ans Svo sem að framan greinir er mjög mikilvægt að skólinn fái verulega aukið húsnæði sem allra fyrst. Er þegar hafin undirbún- ingsvinna að þeim framkvæmd- um. Sem dæmi má nefna að engar sérstofur eru í skólanum, nema ef nefna má „kálfinn" á hlaðinu, sem notaður er fyrir handavinnu- kennslu. Þá þarf að stórefla bókasafn skólans, en skólasafn á að vera eitt af meginhjálpartækjunum í grunnskólastarfi, svo þörfin er brýn. Einnig þarf að gefa nemend- um kost á að læra á tölvur, en að- staða til þess er ekki fyrir hendi í skólanum í dag. Skólanum tekst að mestu leyti að kenna samkvæmt viðmiðunar- stundaskrá Menntamálaráðuneyt- isins, ef frá er talin heimilisfræði- kennsla. Þetta stendur til bóta í haust, en þá er áætlað að hefja kennslu í þeirri grein. En til þess þarf að gera breytjngar á húsnæði og kaupa tæki og áhöld, en fjár- munir til þess eru á fjárhagsáætl- un þessa árs. Ágætlega menntað- ur heimilisfræðikennari er í hópi fastra kennara skólans. SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM Lokaorð Hvað er góður skóli? Þegar stórt er spurt, verður oft lítið um svör. Ekki veit ég til þess að nokkur hafi algilt svar við þessari spurningu. Þó held ég að menn geti verið sammála um, að til þess að hægt sé að tala um góðan skóla, þarf a.m.k. þetta þrennt að vera fyrir hendi: 1) Hæfir, vel menntaðir kennarar, sem vel er búið að. 2) Hentugt, hlýlegt og vel búið húsnæði og leikvellir, sem verka örvandi á vellíðan og skapandi hugsun nemenda og kennara. 3) Ánægðir og námfúsir nemend- ur, sem búa við félagslega já- kvætt og örvandi umhverfi, bæði í skóla og utan hans. Að mínu mati hefur engum tek- ist betur í fáum setningum að orða kjarna heillavænlegrar mennta- stefnu, en Stephani G. Stephans- syni í þessari vísu sinni: l>itt er menntcu) a/1 og önd cigirdu frum ad bjóda, hvassan skilning, haga hönd, hjartad sunna oggóda. Maður búinn þessum hæfileik- um ætti að vera takmark hverrar skólagöngu. Ef því takmarki væri náð, þyrfti enginn að kvíða fram- tíðinni. Bergsveinn Auðunsson 50 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.