Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 22

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 22
Stefnir í spennandi úrslitakeppni í körfuknatt- leiknum agaðan sóknarleik. KR hefur náð bestum árangri í vetur. Þeir leggja mjög mikla áherslu á varnarleik, þannig að þeim tekst oft að stjórna gangi leikjanna. Verða hin liðin því að finna leiðir til að yfirstíga þann hjalla. UMFN var tvímælalaust besta lið landsins á síðasta áratug. í vetur hefur liðið aðeins misst flugið, en síðustu leikir þess lofa góðu um gengi þess í úrslitakeppninni. ÍBK vann Islandsmeistaratitilinn á síð- asta vetri eftir að hafa verið með betri liðum í mörg ár. Þegar liðinu tekst vel upp, þá leikur það hraðan og skemmtilegan leik. Það er örugg, að þeir láta ekki bikarinn baráttu- laust af hendi. Mikilvœgustu leikmennirnir Þrátt fyrir það, að öll þessi lið hafi fengið erlenda leikmenn í sínar rað- ir, þá gefa aðrir leikmenn þeim ekk- ert eftir. Ég ætla að leyfa mér að nefna þá leikmenn liðanna sem eru að mínu mati mikilvegustu leik- mennirnir: UMFN: Teitur Orlygsson og Patrick Releford. UMFG: Guðmundur Bragason. KR: Páll Kolbeinsson og Anatolií Kouvton. ÍBK: Guðjón Skúlason, Magnús Guðfinnsson og Sandy Anderson. * Ahorfendur fjölmennið Það er óhætt að hvetja allt áhuga- fólk um íþróttir að sækja leikina í úr- slitakeppninni. Þar mun örugglega sjást sá besti körfubolti sem boðið er upp á hér á landi. Athugið einnig, að því fleiri áhorfendur, því skemmti- legri leikir. Góða skemmtun. HH. Guðmundur Bragarson, miðherjinn knái úr Grindavík. Guðmundur hefur verið með bestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar í vetur. Nú þegar aðeins örfáir leikir eru eftir í úrvalsdeildinni, þá er Ijóst að þrjú lið af Suðurnesjum verða í loka- baráttunni. ÍBK og UMFG eru efst í öðrum riðlinum og UMFN og KR í hinum. Úrslitakeppnin fer þannig fram, að efsta liðið úr öðrum riðlinum keppir við liðið sem varð númer tvö í hinum riðlinum. Það er leikið heima og að heiman. Efsta liðið í riðli fær heimaleik fyrst. Það liðið sem vinnur tvo leiki í þessari viður- eign fer áfram í úrslitin. í úrslitunum sjálfum þarf lið að vinna þrjá leiki til þess að teljast sigurvegari. Það er því Ijóst, að við munum sjá á næst- unni fjöldann allan af fjörugum og spennandi leikjum. Úrslitakeppnin mun hefjast 24. eða 25. mars n.k. Liðin skoðuð Það bendir allt til þess, að í undan- úrslitum leiki ÍBK gegn UMFN og því UMFG gegn KR. Af þessum lið- um hefur UMFG verið einna slakast í vetur, en liðið er feiknasterkt á heimavelli og er mikið stemningslið. Það er því ekki hægt að útiloka Grindvíkinga, þegar spáð er um úr- slit. Bakverðir liðsins eru þó veikur hlekkur, þeir leika enn ekki nógu Byggöasafn Suðurnesja Opið á föstudögum kl. 14—17. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.