Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 24

Faxi - 01.02.1990, Blaðsíða 24
i elfMhúshorn id Hellusoðín ýsa í umslagí ÖRN GARÐARSSON Uppskrift fyrir 4. Vinnutími 10. mín. Eldun 5 mín. 7—800 g. ýsa skorin í þunnar sneiðar. 1 stk. velhreinsaður blaðlaukur í sneiðum. 1 stk. lítil gulrót í strimlum. '/2 stk. fennekel í strimlum. 1 stk. engiferrót í strimlum. 1 bl. baunaspírur. salt og pipar. 4 msk. tamarisósa. 1 msk. ólífuolía. 4 sn. sítróna. '/2 dl. þurrt hvítvín (má sleppa). eða mysu í staðinn. Áhöld: 4 bl. álpappír uþb. A4 stærð. pensill. skurðarbretti. hnífur mjög beittur. salatskál. Aðferð: Álpappírinn er smurður með ólifuolíunni, kryddað með salti og pipar. Grænmetinu er öllu blandað saman og skolað vel í köldu vatni. Þerrað aðeins, skipt niður í fjóra parta og sett jafnt á hvert blað. Fiskinum raðað yfir, kryddað með salti, pipar, tamari- sósu og sólblómafræum, dassað með vökvanum (ekki nauðsyn- legt ef grænmetið er vel rakt. Ál- pappírnum er síðan lokað vel, þannig að ekkert geti lekið út úr umslaginu. Rafmagns panna eða hella er hituð vel og umslagið lagt á, þannig að fiskhliðin snúi upp. Látið sjóða svona í ca 2—3 mín. það fer eftir þykkt á grænmeti og fiski, látið síðan standa í 5 mín. Framreitt: Til dæmis með grófu brauði, soðnum kartöflum, en ætti ekki að þurfa ef grænmetismagnið er nógu mikið. Athugasemd: Ágætt er að útbúa þennan rétt deginum áður en eldað er. Hægt er að nota allflest grænmeti í þennan rétt t.d. sveppi, sellery, Iauk o.fl., svo og hrísgrjón. ^°eignast Hnnnnhrpnnnn nkknr f>r \rinsfF'lt Happaþrennan okkar er vinsœlt og skemmtilegt happdrœtti. Miðinn kostar ekki mikið, en getur gefið mikið í aðra hönd. Sölustaöir í Keflavík: Aðalstöðin Básinn Brautarnesti Verslunin Hornið Nonni og Bubbi Ný-ung M»LiJOn HAPPDRÆni HASKOLA ISLANDS. UMBOÐSMAÐUR: HELGI HOLM ■ 56 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.