Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1990, Síða 25

Faxi - 01.02.1990, Síða 25
Höfnin Keflavík-Njarðvík Nú hefur veriö ákveðið, að hið nýja fyrirtæki er reka mun hafn- irnar í Keflavík og Njarðvík muni bera nafnið Höfnin Kefla- vík-Njarðvík. Nú þegar hefur verkefnum fjölgað hjá fyrirtæk- inu, því hinn nýi togari Grindvík- inga, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 mun landa afla sínum þar. Vel heppnuð vöruþróun Á vegum Iðntæknistofnunar íslands er nýlokið umfangsmiklu vöruþróunarátaki sem í tóku þátt 24 iðnfyrirtæki og er sagt frá ár- angri í þessu átaki í ritinu Púls- inn, 1. tbl. 4. árg. Það geta víst flestir verið ritstjóra Faxa sam- mála um það, að fátt er fyrir- tækjum nauðsynlegra, en að vera stöðugt að þróa þá vöru sem framleidd er. Á þetta í raun jafnt við um hvaðeina sem menn eru að fást við í atvinnulíf- inu. Vörur, þjónusta, kennsla, sala — svo eitthvað sé nefnt — árangur skilar sér ekki til lengdar nema framþróun eigi sér stað. Fyrrnefnt átak hefur staðið yfir í tvö ár og hefur miklu fjármagni verið varið til þessa verkefnis, eða um 120 milljónum króna. Þeir sem staðið hafa að þessu verki, auk fyrirtækjanna, eru Iðn- tæknistofnun íslands, Félag ísl. iðnrekenda, Landsamband iðn- aðarmanna og Landsamband iðnverkafólks. Meðal þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í vöruþróunarátakinu var Rammi hf. í Njarðvík. í Púls- inum er birt viðtal við Einar Guð- berg hjá Ramma og fer það hér á eftir. „Hver hefur árangurinn orðið af þátttöku í Vöruþróunarátak- inu? — I gegnum öll þau ár sem við höfum starfað að framleiðslu á gluggum og hurðum hefur allt- af verið leitast við að endurbæta vöruna. Því miður hefur þó oft skort bæði tíma og fjármuni til vöruþróunar eins og vilji hefur staðið til. Þetta var aðal hvatinn að þátttöku í Vöruþróunarátakinu fyrir tveimur árum síðan. Við vissum þá hvert stefndi í fram- leiðslunni og vildum halda for- ystu okkar. Samstarfið viö lön- tæknistofnun hefur verið með miklum ágætum og skilað okkur því sem við vildum. Núna erum við komnir með vöru sem okkur hefur alltaf langað til að fram- leiða. Hvaða vara var það? — Á þessum tveimur árum hefur þróunin tekið nokkrar nýjar stefnur. Ný gerð glugga- og hurðajárna, s.k. kombyjárn hent- uðu framleiðslu okkar vel og tók- um við því ákvörðun um að framleiða glugga með þeim. Kombyjárnin valda því að hægt er að breyta opnunarmöguleik- um glugganna með lítilli fyrir- höfn og litlum tilkostnaði, þannig að hægt er að breyta topp- hengdum glugga í hliðarhengd- an glugga eða veltiglugga. Eins hefur orðið þróun á framleiðslu á prófílum. Við höfum náð því markmiði að fá framleiðslu okkar viðurkennda eins og með gæða- stimpli IGH (íslensk glugga- og hurðaframleiðsla) og NTR (viður- kennd gagnvörn). Hvaða lærdóm hafið þið dregið af verkefninu? — Framleiðsluferlið er nú ann- að en áður var, viðurinn er þurrk- aður, gagnvarinn, yfirborðsmeð- höndlaður og glugginn er jafnvel glerjaður og járnaður áður en hann fer frá okkur. Við erum nú vel undirbúin fyrir áframhaldandi vöruþróun. Markmið okkar verð- ur áfram að bæta gæði vörunnar verulega og halda sama verði og verið hefur. r r JUnlm Gisli Grétar Björnsson verkstjóri og Einar Guðberg, framkvæmdastjóri Ramma hf. Jón Kr. Gíslason útnefndur íþrótta- maður Suðurnesja 1989 íþróttabandalögin á Suður- nesjum, ÍBK og ÍS, útnefndu á dögunum íþróttamann ársins fyrir 1989. Kosningu innan stjórna bandalaganna lyktaði þannig, að í þriðja sæti varð Sig- urður H. Bergmann júdómaður, í öðru sæti varð Karen Sævars- dóttir golfleikari, en íþróttamað- ur Suðurnesja 1989 var kjörinn Jón Kr. Gíslason körfuknattleiks- maður. Það var Ragnar Örn Pét- ursson, formaður ÍBK, sem til- kynnti um þessi úrslit í hófi í Glaumbergi. Kvað hann Jón vel að þessum titli kominn. Jón þjálfaði og lék með meistara- flokki ÍBK og undir hans stjórn varð liðið íslandsmeistari í fyrsta skipti. Einnig þjálfaði hann meistaraflokk kvenna sem sigr- aði bæði í deild og bikar 1989. Heimsmet hjá Geir Á alþjóðlegu sundmóti fatl- aðra sem fram fór í Malmö í Sví- þjóð í byrjun febrúar setti Geir Sverrisson tvö heimsmet í sama sundinu. Geir keppti í nokkrum greinum og náði frábærum ár- angri. Hann varð annar í 100 metra skriðsundi og fjórði í 50 metra skriðsundi. En það var í 100 metra bringusundi þar sem Geir skaraði fram úr sínum keppinautum. Keppt var í 25 metra laug. Geir fékk í millitíma á 50 metrum 35,13 sek. og var það heimsmet. I mark kom hann síðan vel á undan öðrum kepp- endum á tímanum 1.14,38 mín. Það er Þórunn Magnúsdóttir sem er þjálfari Geirs og setja þau nú stefnuna á heimsmeist- aramótið sem verður í júní í sumar. Til hamingju, Geir. Einnig má reikna með því, að þegar Ólafur Jónsson GK 404 kemur úr lengingu, þá muni hann einnig landa í Kefla- vík-Njarðvík, því þar er nægilegt dýpi fyrir hin stærri skip. Björg Færseth heiðruð við útskrift Ung stúlka frá Keflavík, Björg Færseth, hefur undanfarin ár numið viðskiptafræði við Háskól- ann í Tulsa í Bandaríkjunum. Björg lauk prófi með láði á síð- asta ári og var henni þá veitt viðurkenning frá skólanum fyrir sinn góða árangur. Háskólinn í Tulsa er einkaskóli sem er vel þekktur um gjörvöll Bandaríkin, einkum fyrir gott námsefni i hugvísindum á fyrstu stigum há- skólanáms. Einnig þykir skólinn framsækinn, hvað snertir nám í tæknigreinum. Faxi vill óska Björgu til hamingju með þennan góða árangur, en hún er einmitt um þessar mundir að leita sér að starfi hérlendis. FAXI 57

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.