Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1990, Page 15

Faxi - 01.05.1990, Page 15
A SUÐURNESJUM Faxi hóf á síðasta ári að rifjaupp sögu barnafræðslunnar á Suðurnesjum, þó fyrst og fremst með því að segja sögu grunnskólanna. Jafnframt hafa á sama tímabirst nokkrar greinar um almennt skólastaif og þá þróun sem á sér stað í skóiamálum í dag. Að þessu sinni hefjum við frásögn af ungiingafræðslunni með viðkmu í Gagnfræðaskólanum í Keflavík. Sá skóli hefur gegnt merkilegu hlutverki í fræðslumálum svæðisins. I hann sóttu nemendur úr flest- um byggðarlögum Suðurnesja, þótt mjög algengt hafi verið að nemendur af Suðurnesjum sæktu menntun sína til hinna mörgu heimavistarskóla sem þá voru víða um iand. Þessi drög sem hér birtast úr sögu Gagnfræðaskólans í Keflavfk eru samin af Ingvari Guðmundssyni, yfirkennara skólans, og kunnum við honum og samstarfsfólki hans bestu þakkir fyrir. Saga Gagnfræðaskólans ! Keflavík og Holtaskóla Með fræðslulögunum 1946 varð veruleg breyting á skólakerfinu í landinu. Fjölda unglinga, sem hug höfðu á einhverju framhaldsnámi var nú gefinn kostur á að hefja undirbúning að frekara námi í sinni heimabyggð. Áður en þessi nýju fræðslulög gengu í gildi voru möguleikar unglinga til frekara náms eftir barnaskóla fremur tak- markaðir. Það voru þá helst hér- aðsskólarnir, en þeir veittu nem- endum sínum góða undirbúnings- menntun til framhaldsnáms, en kostnaður vegna heimavistar var þó nokkur. Þótt héraðsskólum hafi einkum verið ætlað það hlut- verk að taka við nemendum úr dreifbýlinu voru þeir ekki síður vel sóttir af unglingum úr kaup- stöðum og kauptúnum eða frá hinu svo nefnda þéttbýlissvæði. í upphafi þessarar söguritunar er rétt að athuga hverjar urðu helstu breytingarnar á skólakerf- inu með tilkomu þeirra breytinga á fræðslulögunum 1946 sem áður var getið. a) börn voru ekki skólaskyld í barnaskóla lengur en til 13 ára aldurs. Lokapróf barnafræðsl- unnar nefndist barnapróf og var það landspróf í tveimur greinum, þ.e. íslensku og stærðfræði. Víða í dreifbýlinu lauk þó skyldunámi við 14 ára aldur og lokapróf úr barnaskól- um í þeim skólahverfum lauk með prófi er nefndist fullnaðar- próf. b) Skólakerfinu var skipt niður í fjögur áframhaldandi stig: barnafræðslustig frá 7 til 13 ára, gagnfræðaskólastig frá 13 til 17 ára, mennta- og sérskóla- stig og háskólastig. c) Skólaskyldir voru allir nem- endur tvö fyrstu ár gagnfræða- stigsins, þ.e. tvö ár eftir að þeir höfðu tekið próf úr barnaskóla. d) lög þessi áttu að koma til fram- kvæmda á árunum 1947 til 1953. Unglingapróf. Eins og fram kemur hér að framan var gagn- fræðastigið fjögur ár og voru tvö fyrri árin fræðsluskylda, er lauk með unglinaprófi sem var lands- próf í íslensku og reikningi. Skóli sem náði aðeins yfir tvö fyrri ár gagnfræðastigsins nefndist ungl- ingaskóli. Unglingaskólar voru víða reknir í tengslum við barna- skólana og var svo einnig hér á fyrstu árunum eftir að nýju fræðslulögin voru sett. Miðskólapróf. Landspróf mið- skóla var lokapróf úr þriðja bekk gagnfræðaskóla bóknámsdeildar. Landspróf miðskóla veitti nem- endum rétt til inngöngu í mennta- skóla og kennaraskóla. Landspróf voru þau próf nefnd, þar sem nemendur glímdu við sömu prófverkefnin hvar sem var á landinu, líkt og með sam- ræmdu prófin í dag. Gagnfræðapróf var lokapróf gagnfræðaskólans og var talið góður undirbúningur undir ýmiss konar framhaldsnám í sérskólum og fyrir ýmis störf, sem kröfðust góðrar almennar menntunar. Margir gagnfræðaskólar komu einnig á framhaldsdeildum fyrir nemendur sína svo þeir gætu lengur stundað námið í sinni heimabyggð og þannig dregið verulega úr námskostnaði. Þegar fræðslulögin voru sett 1947 var það ákvæði sett í lögin, að þau ættu að koma til fram- FAXI 143

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.