Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1990, Qupperneq 22

Faxi - 01.05.1990, Qupperneq 22
sem gerðar hafa verið um hús- næðisþörf skólans næstu 20 árin er illmögulegt með þetta í huga að koma allri starfseminni fyrir við Sunnubrautina og því höfum við lagt til að skólanum verði fundinn nýr staður og gerðar áætlanir um byggingu nýs skóla sem byggður yrði í áföngum. Nauðsynlegt er að sveitarfélögin móti sem fyrst sam- eiginlega stefnu í þessu máli og knýi síðan á ríkisvaldið um sam- þykki. Til þess að þessi draumur geti ræst er nauðsynlegt að finna húsinu við Sunnubraut nýtt hlut- verk. Sú hugmynd hefur komið fram að e.t.v. megi gera það að safnhúsi og menningarmiðstöð en bygging slíks húss er nú ofar- lega á baugi. Um síðustu áramót varð sú breyting á rekstriskólans að nú er hann alfarið rekinn af ríkinu en áður skiptist rekstrarkostnaður jafnt á milli ríkis og sveitarfélaga. Um leið varð breyting á skóla- nefnd. Áður var hún skipuð full- trúum sveitarfélaganna eingöngu en nú sitja í henni þrír fulltrúar sveitarfélaganna, einn fulltrúi menntamálaráðherra, tveir frá starfsmönnum og einn fulltrúi nemenda. Starfssvið nefndarinn- ar er nánast það sama og áður og samvinna góð eins og reyndar hefur verið frá upphafi. Eg verð að viðurkenna að ég efast um að þessi breyting hafi verið af hinu góða fyrir skólann. Fram til þessa hafa sveitarfélögin verið mjög samstíga um stuðning við skólann og í raun yfirleitt dregið ríkið áfram enda hafa ráða- menn hér heima gert sér grein fyrir mikilvægi skólans fyrir svæðið. Við sjáum þess þegar merki að baráttan fyrir nægu rekstrarfé verður mun erfiðari en áður og rekstrarlegu sjálfstæði skólans er að vissu marki ógnað. Við erum því um þessar mundir í nokkurs konar varnarbaráttu sem með sameiginíegu átaki verður að snúa í sókn. Skólinn á því láni að fagna að hafa innanborðs gott og áhuga- samt starfsfólk ogá undanförnum árum hefur verið stöðugleiki í starfsmannahaldi og góður andi innan veggja skólans. Þetta er lyk- ilatriði varðandi markvissa upp- byggingu á skólastarfinu. Nú er í gangi mjög áhugaverð vinna og um ræða um innra starf framhalds- skólanna sem ég vænti mikils af. I þeim miklu og öru þjóðfélags- breytingum sem við lifum í má skólinn ekki staðna ef hann á að standa undir nafni. Hann verður að geta aðlagað sig þessum breyt- ingum sem kostur er og ætíð vera undir það búinn að taka upp ný vinnubrögð og bjóða upp á nýtt námsefni og leiðir þegar þörf kref- ur en að vel athuguðu máli. Ákveðin íhaldssemi er líka nauð- synleg og því miður held ég að skólayfirvöld á íslandi hafi á stundum verið full fljót á sér og framkvæmt breytingar eingöngu breytinganna vegna. Ágæta samkoma, ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri. Ég vil að lokum þakka skólameistara, kennurum og öðrum starfsmönn- um skólans og ekki síSt samstarfs- mönnum í skólanefrid fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnum árum sem ég vona að hafi verið skólanum til framdráttar. Ágætu útskriftarnemendur. Um leið og ég óska ykkur hjartanlega til hamingju með þann áfanga sem þið nú hafið lokið við, vona ég að þið sem nú hverfið á braut eigið góðar minningar úr skólan- um, og að námið hér nýtist vel í frekara námi og starfi; Ég óska ykkur alls hins besta í ókominni framtíð. Guðmundur Björnsson, formaður skólanefndar. BIIAKRINGLAN Gunnlaugur Dan afhenti nemum í siglingafræði skírtdni. Talið f.v. Georg Þorkelsson, Leifur Guðjónsson, Hðmar Helgason, Jón Guðmundsson og Margrét Gunnarsdóttir mætti fyrir hönd Heiðars sonar síns, sem kominn var á sjó. GRUNNSKOLI GRINDAVIKUR Margrét Gísladóttir, fráfarandi formaður skólanefndar, flutti ávarp á skólaslitunum. Ljósm. Bæjarbót. Að venju voru skólaslit Grunn- skólans í Grindavík þann 15. maí. Við skólaslitin kom fram að til- tölulega litlar breytingar eru fyrir- sjáanlegar á kennaraliði skólans fyrir næsta skólaár. Of lítill stöð- ugleiki í kennaraliði skólans hefur gert skólastarfi erfitt fyrir undan- farin ár. Sá mikli húsnæðisskortur sem staðið hefur í vegi fyrir eðlilegu skólastarfi virðist senn á enda. Mikil samstaða meðal bæjar- stjórnarmanna og íbúa Grindavík- ur virðist ríkja um nauðsyn þess að hafnar verði framkvæmdir við skólann fljótlega og þeim jafnvel lokið á næstu þremur árum. Um er að ræða byggingu sem verður 1500—1700 m2 að stærð. Nemendur voru rúmlega 400 í vetur og kennarar 24. Grunn- skólaprófi luku 34 nemendur, bestum árangri náði Guðjón Ás- mundsson. Bestur árangri yfir skólann náði Ágústa S. Guðjóns- dóttir í 7. bekk. Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur. Lions- klúbbur Grindavíkur og Kvenfé- lag Grindavíkur veittu Katrínu Jónsdóttur, Sesselju Pétursdóttur og Róbert Sigurjónssyni viður- kenningu fyrir góðan árangur í handmenntum. íþróttabikar UMFG hlutu Sigurrós Ragnars- dóttir og Guðjón Ásmundsson. Viðurkenningu úr Sæmundar- stjóði hlutu Ágústa S. Guðjóns- dóttir og Inga Magnúsdóttir. Fyrir góðan árangur í dönsku Sigurrós Ragnarsdóttir og fyrir ensku- kunnáttu fékk Tryggvi Kristjáns- son viðurkenningu frá Peniston vinarbæ Grindavíkur á Englandi. Skákmeistarar skólans urðu, í yngri deild Ómar Hermannsson og Tryggvi Kristjánsson í eldri. Fyrir góðan árangur í siglinga- fræði hlaut Heiðar H. Eiríksson viðurkenningu. Við skólaslitin færði Kjartan Ad- ólfsson skólanum bókagjöf, fyrir hönd síns árgangs, til minningar um látinn skólabróður Braga Guð- mundsson. Ávarpog kveðjur fyrir hönd 9. bekkinga flutti Fjóla Ben- ónísdóttir. Margrét Gísladóttir, for- maður skólanefndar, þakkaði starfsfólki skólans og nemendum vel unnin störf og hvatti til frekari uppbyggingar skólans. Við skóla- slitin vantaði hóp nemenda úr 8. og 9. bekk sem voru á skólaferða- lagi í Hirtshals í Danmörku vinar- bæ Grindavíkur. Annar stór hópur nemenda úr 7. bekk er á förum til Englands og heimsækir þar Penis- ton vinarbæ Grindavíkur í Eng- landi. 150 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.