Faxi - 01.05.1990, Qupperneq 23
Skólaslit á Suðnraesium
GERÐASKÓLI
9. bekkur grunnskóians í Garði árið 1990 með skólastjóra sínum Eiríki
Hermannssyni. Myndin er tekin við dyr kirkjunnar á Utskálum. Eins og
fram kom í ræðu skólastjóra, þá er þetta fyrsti hópurinn sem Iýkur
grunnskólanámi 9. bekkjar frá skólanum. Ljósmynd HH.
Nemendur 9. bekkjaskólanna á Suðumesjum stóðu í vetur fyrir sameig-
inlegum dansleik í Festi í Grindavík. Nokkur hagnaður varð af skemmt-
uninni og var samþykkt að hann rynni til að styrkja starfsemi Vímu-
lausrar æsku. Á myndinni sést þegar fulltrúi samtakanna tekur við ávis-
un úr hendi fulltrúa nemenda.
Ég vil byrja á að bjóða ykkur öll
hjartanlega veikomin til skólaslita
1990. Skólaslit eru hátíðleg stund
í mínum huga. Þau eru uppgjör á
vetrarstarfi. Þá staldra menn við,
ná áttum og leggja drög að næsta
áfanga. Flestir koma aftur til
starfa að hausti endurnærðir eftir
gott sumarfrí, en aðrir leita á önn-
ur mið. Þeirra bíða ný störf að
hausti í öðrum skólum eða annars
staðar úti í þjóðfélaginu. Þeir eign-
ast hugsanlega nýja vini, ný
áhugamál og takast á við nýjar
skyldur. En víkjum fyrst að yfir-
standandi skólaári.
Gerðaskóli var stofnaður árið
1872 eins og flestum ykkar er ef-
laust kunnugt. Þessi skólaslit eru
því eitthundruðustu og átjándu í
röðinni. Hann er því næstelsti
barnaskóli á landinu. Á þessu
skólaári voru 215 nemendur í
skólanum í 13 bekkjardeildum.
Kennarar voru 15, þar af einn
stundakennari og 3 leiðbeinend-
ur. Skóladagar voru alls 163.
Hlutverk skólans er að breytast
í þjóðfélagi okkar. Skólinn hefur
alltaf haft fræðsluhlutverki að
gegna og hann hefur uppeldis-
hlutverk. Uppeldishlutverk er að
verða æ stærri þáttur í starfi skól-
ans og nú er ekki langt í að við
bætist gæsluhlutverk.
Skóladagur mun lengjast upp í
allt að 35 stundum á viku fyrir öll
börn á næstu árum. Með aukinni
atvinnuþátttöku kvenna hefur
þetta orðið eitt af forgangsverk-
efnum í skólakerfinu hjá öllum
stjórnmálaöflun á Alþingi. Leng-
ing skóladags og samfelldur
skóladagur. Þetta kallar á margar
breytingar, breytingu á vinnu-
samningum kennara, breytingar á
skólahúsnæði, skólamötuneyti og
fjölbreytta aðstöðu fyrir nemend-
ur.
Það var ekki laust við að undr-
unar gætti hjá nágrönnum okkar
í Sandgerði og Keflavík þegar það
spurðist að við í Gerðaskóla
stefndum að því að taka upp
kennslu í 9. bekk á því skólaári
sem nú er að ljúka, ef bætt yrði úr
brýnasta húsnæðisvandanum.
Sumum fannst þetta í of mikið
ráðist og létu okkur heyra það, en
aðrir óskuðu okkur góðs gengis.
Ég ætla ekki að fjölyrða um
ástæðurnar sem lágu að baki því
að við vildum fá 9. bekk, en ég
kemst þó varla hjá því að nefna fá-
einar. Sú veigamesta er einfald-
lega sú að nemendur eiga rétt á
því að fá að Ijúka grunnskólanum
á skólasvæði sínu. Önnur ástæða
er kennslufræðilegs eðlis nefni-
lega það að skólinn verður að
ljúka því verki sem hann hóf til
þess að hægt sé að leggja raun-
verulegt mat á skólastarfið. í
þriðja lagi þótti mörgum sem
árangur barna úr Gerðahreppi á
lokaprófi grunnskóla væri ekki í
samræmi við þaðsem eðlilegt gat
talist að mati kennara skólans.
Fleiri ástæður mætti tína til hér en
ég læt þetta duga. Viðbótarhús-
næði fékkst í sundlaugarhúsinu.
Það hefur reynst okkur mjög vel
og gengur undir nafninu Selið.
Dagurinn í dag er því stór dagur
í sögu Gerðaskóla vegna þess að
nú útskrifum við nemendur í
fyrsta sinn með grunnskólapróf.
Sumir hafa látið þau orð falla að
nú sé unnt að dæma um það hvort
ákvörðunin um 9. bekk var rétt
eða ekki. Það væri mikil einföld-
un að ætla sér að dæma heilan
skóla, góðan eða vondan eftir
starf eins vetrar eða eftir árangri
eins bekkjar. Það er of rýr grund-
völlur fyrir mati.
Meira að segja samræmd próf
eða ætti ég kannski að kalla þau
alræmd próf, eru enginn mæli-
kvarði á gæði skólastarfs og ber
að varast að draga of miklar álykt-
anir út frá þeim einum. Það má
því ekki draga of djarflegar álykt-
anir af prófgengi þessa bekkjar
nema í þeim tilgangi að bera
árangur hans saman við árangur
þessara sömu barna sl. vor, þegar
þau luku 8. bekk. Það verður að
segjast að árangur nemendanna
er í góðu samræmi við árangur
þeirra í 8. bekk.
I öðru lagi hefur það komið í ljós
að árangur beklqarins er mjög í
samræmi við meðaltals árangur
grunnskólanemend af landinu í
heild.
í þriðja lagi er árangur þessara
nemenda á grunnskólaprófi mun
betri heldur en árangur nemenda
úr Gerðahreppi á grunnskólaprófi
undanfarin fjögur ár, en það eru
þau ár sem ég hef tölur yfir.
Góðir nemendur og gestir. Ég
vil beina orðum mínum fyrst til
þess hóps sem nú yfirgefur skól-
ann okkar. Ég óska ykkur velfarn-
aðar á komandi árum. Ég vona að
það veganesti sem þið fáið héðan
komi ykkur sem best að gagni.
Það hefur langoftast verið
ánægjulegt að fylgjast með ykkur
og vinna með ykkur. Við höfum
gengið saman gegnum súrt og
sætt í nokkurn tíma og vonandi
eigið þið eftir að minnast skólans
ykkar með hlýhug þegar aldurinn
færist yfir. Það hVílir töluverð
ábyrgð á ykkur því að þið eruð
brautryðjendur. Farið í friði og
guð veri með ykkur. Að lokum vil
ég þakka öllum fyrir komuna og
segi skóla slitið.
FAXI 151