Faxi - 01.05.1990, Blaðsíða 24
GRUNNSKÓLI NJARÐVÍKUR
Grunnskóla Njarðvíkur var slit-
ið í 48. sinn í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju 31.maí sl.
í vetur voru 486 nemendur í
skólanum. Óvenju fáir nemendur
útskrifuðust nú eða aðeins 33
nemendur.
Árangur nemenda var góður á
Iiðnu skólaári.
Einn nemandi í 9. bekk sem út-
skrifaðist á þessu vori skar sig úr
með frábæran árangur. Hann heit-
ir Jón Valgeirsson í 9.G. Jón var
með 10 í einkunn í öllum greinum
nema tveim, en í þeim var hann
með 9.
Bókabúð Keflavíkur veitti verð-
laun fyrir hæstu einkunn á sam-
ræmdu prófi í íslensku. Danska
sendiráðið veitti verðlaun fyrir
hæstu einkunn í dönsku í 9. bekk
og Lionsklúbbur Njarðvíkur veitti
verðlaun fyrir hæstu einkunn í
stærðfræði á grunnskólaprófi. Jón
Valgeirsson fékk öll verðlaunin!
Þá veitti Bókabúð Keflavíkur
verðlaun fyrir bestan árangur í ís-
lensku í 6. bekk. Verðlaunin hlaut
Sólveig María Magnúsdóttir í 6.G.
Foreldra- og kennarafélag skól-
ans veitti þrjár viðurkenningar
fyrir félagsstörf. Viðurkenning-
arnar hlutu: Jón Valgeirsson 9.G,
Lilja Valþórsdóttir 9.G og Magnús
Ragnarsson 9.E.
Þá veitti Kvenfélag Njarðvíkur
viðurkenningar fyrir góðan
árangur í mynd- og handmennt.
Þær komu í hlut Tómasar Guð-
mundssonar 8.K og Ingimundar
Ásgeirssonar 8.K.
Bæjarstjórn Njarðvíkur gaf
skólanum töivu ásamt öllum bún-
aði til minningar um Bjarna F.
Halldórsson fyrrv. skólastjóra.
Hann lést 6. des. 1989. Bjarni F.
Halldórsson var skólastjóri við
Grunnskóla Njarðvíkur 1973—
1983.
Stór hópur nemenda er útskrif-
Hér sjást þau Gylfi Guðmundsson, skólastjóri, og Sigríður Ingibjörns-
dóttir, yfirkennari, með þeim nemendum í Njarðvík er útskrifuðst frá
skóianum að þessu sinni.
Að venju fóru skólaslit Grunnskóla Njarðvíkur fram í Njarðvíkurkirkju. Skapar það mjög hátíðlegan ramma
um þessa merkisathöfn. Hér er skólastjórinn, Gylfi Guðmundsson, að flytja skólaslitaræðu. Ásamt nemend-
um, kennurum ogforeldrum mættu margir gestir og má fremst á myndinni þekkja þáStefán Jónsson, bæjar-
ritara, og Odd Einarsson, hæjarstjóra.
0
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
aðist vorið 1985 var viðstaddur
skólaslit. Fulltrúi þeirra, Haraldur
Helgason, flutti ávarp og minntist
sérstaklega Bjama F. Halldórs-
sonar. Hópurinn færði skólanum
myndarlega peningaupphæð til
tækjakaupa til minningr um
Bjarna heitinn Halldórsson.
Jón Valgeirsson, formaður nem-
endaráðs, flutti ávarp og kvaddi
skóiann fyrir hönd 9. bekkjar.
Loks flutti skólastjóri, Gylfi Guð-
mundsson, skólaslitaræðu. Hann
kom víða við, sagði frá starfsleikn-
inámi sem flestir kennarar taka
þátt í. Þá ræddi Gyifi um húsnæð-
isvandamál skólans. Taldi hann
nauðsynlegt að nýkjörin bæjar-
stjórn héldi áfram að byggja við
skólann. Einkum lagði hann
áherslu á að byggður yrði sam-
komusalur hið fyrsta.
Þá lýsti Gylfi áhyggjum sínum
vegna of iítils fjármagns sem hann
taldi að bæjarfél. veitti til rekstrar
skólans. Taldi hann nauðsynlegt
að bæjarstjórn bætti hér um á
næstunni svo Grunnskóli Njarð-'
víkur gæti staðiðsig í samanburði
við aðra skóla á svæðinu.
Gylfi tók fram að þrátt fyrir
þessi orð hefði skólinn og starfs-
fólk hans ætíð mætt hlýju og
skilningi frá bæjarstjórn á hverj-
um tíma.
Loks þakkaði Gylfi nemendum
og starfsfólki öllu gott samstarf á
liðnu skólaári ogsleit 48. starfsári
skólans.