Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1990, Side 32

Faxi - 01.05.1990, Side 32
Mökum ráðstefnugesta var dagstund boðið í útsýnis- og kynnisferð. Jón Borgarsson var leiðsögumaður hópsins sem hér sést I heimsókn hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svart- sengi. Þar tók Ingólfur Aðal- steinsson, forstjóri HS, á móti hópnum og fræddi hann um starfsemi fyrirtæk- isins. þau áhrif sem sameiginlegt evr- ópskt markaðssvæði gæti haft á byggingaiðnað á íslandi. Athugun á löggjöf á íslandi og innan EBE hefur leitt í ljós, að breytingar eru óhjákvæmilegar í flestum grein- um atvinnulífsins. Má t.d. nefna ýmsar reglur um eiginleika vöru svo og ýmis sérstök verndar- ákvæði gegn samkeppni. Megin- reglan innan EBE er sú, að ef vara fullnægir skilyrðum í framleiðslu- landi, þá skal það sama gilda í öðr- um ríkjum bandalagsins. Björn taldi, að ef halda ætti uppi þeim lífskjörum á íslandi sem talin eru nauðsynleg, þá væri ekki hægt að standa utan við þær breytingar sem eiga sér stað í Evrópu. Þá taldi hann að íslenskir byggingar- menn hefðu meira að vinna en tapa við þessar væntanlegu breyt- ingar. Þórleifur Jónsson lýsti því starfi sem fram færi innan landssam- bandsins varðandi aðlögun ís- lenskra laga og reglna gagnvart EBE. Ljóst væri, að það þyrfti að semja um samkeppnisaðstöðu þá sem íslensk fyrirtæki ættu að njóta í framtíðinni. Væru þar mörg mál sem snerta iðnaðar- menn, s.s. stofnun fyrirtækja o.fl. Reiknað væri með, að stofnaðir verði vinnuhópar til að fjalla um þau mál er mestu varða fyrir byggingariðnaðinn. Að erindunum loknum fóru fram fjörugar og gagnlegar um- ræður. í lok aðalfundarins voru samþykktar margar ályktanir um mál sem efst eru á baugi hjá bygg- ingamönnum. Fundarmenn fóru í boði Aðal- verktaka í skoðunarferð á Kefla- víkurflugvöll til að skoða vinnu- svæði þeirra. Einnig buðu Aðal- verktakar fundarmönnum til há- degisverðar í Glaumbergi. Þá bauð Dverghamar sf. fundar- mönnum til móttöku. Að aðal- fundi loknum var haldið lokahóf í Glaumbergi og hlýddu menn m.a. á dagskrána ,,Á vængjum söngs- ins” og var gerður góður rómur að. Fundurinn þótti takast vel í M JL V JL. argcir Jónsson er flestum lesendum Faxa að góðu kunnur. Hann var einn af stofnendum Málfundafélagsins Faxa þann 10. október 1939 og hefur verið ötull í starfi þess œ síðan. Margeir hefur nú tilkynnt að hann muni draga sig í hlé í Faxa. Víst er um það, að hans verður sárt saknað á fundum, en eftir mun lifa minningin um Ufsglaðan og gjöfulan félaga. Faxi hcfur þá ánœgju að birta hér mynd sem tekin var af Margeiri og Astu Guðmundsdóttur konu hans. Myndin var tekið á árshátíð Rotary þann 18. nóvember sl. Þann dag áttu þessi ágœtu hjón 50 ára brúðkaupsafmœli. Við sendum þeim okkar bestu árnaðaróskir. HH 160 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.