Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1990, Side 33

Faxi - 01.05.1990, Side 33
Sími 14930 — Hafnargötu 79 alla staöi. Voru menn mjög ánægðir með allar aðstæður hér í Keflavík. Allmargir gistu hér á hótelunum á meðan á fundinum stóð. Það var Meistarafélag bygging- armanna á Suðurnesjum sem annaðist undirbúning fyrir þenn- an aðalfund. Formaður félagsins, Ólafur Erlingsson, varð fyrir svör- um, þegar Faxi spurðist fyrir um, hvað hefði ráðið því, að aðalfund- urinn var haldinn hér. Þessi fundur er það stór, að það hefur ekki verið hægt að halda hann annars staðar en í Reykjavík og á Akureyri. Að vísu var hann haldinn á Laugarvatni eitt skipti, því þá var hægt að nota skólana til að gista í og einnig héldum við fund í Grindavík fyrir nokkrum árum, því þá var verið að taka nýj- ar verbúðir í notkun. Með tilkomu hótelanna hérnaog þeirra fundar- sala sem hér eru, þá hefur aðstaða öll gerbreyst til að taka á móti svona miklum fjölda. Með mökum og starfsliði, þá erum við að tala um 150 manns. Mér finnst því full ástæða til að benda á þá mögu- leika sem staðurinn býður upp á varðandi funda- og ráðstefnuhald. Við spurðum Ólaf, hvað hann teldi mikilsverðasta árang- urinn af þessum aðalfundi sam- takanna. Hann vildi fyrst og fremst minnast á það starf sem unnið væri á vegum samtakanna við að bæta gæði vinnunnar. Gæðaeftirlit og jafnframt ábyrgð iðnaðarmanna á verkum sínum, væri stórmál sem mikil áhersla væri lögð á, sagði Ólafur að lok- um. HH. Þátttakendum á ráðstefn- unni var boðið að skoða framkvæmdir á vegum ís- lenskra Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli. Frá fundi í KK-salnum. Ólaf- ur Erlingsson, formaður Meistarafélags Bygginga- manna á Suðurnesjum í ræðustól. FAXI 161

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.