Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1990, Síða 2

Faxi - 01.09.1990, Síða 2
 &c *5, !,»»»> LoodO" V- ' j£, CAr> SPARISJÓÐURINN f KEFLAVÍK ómissandi ferðafélagi. þjónusta •5 Afgreiðum gjaldeyri samdægurs Seðlar í öllum helstu myntum Ferðatékkar í 6 myntum, dollurum, pundum, þýkum mörkum, pesetum, frönskum frönkum og hollenskum gyllinum. Gjaldeyrir til námsmanna erlendis Innlendir gjaldeyris- reikningar Persónuleg og fjölþætt þjónusta okkar sparar þér sporin. FJ\J>CI 6. tölublað 50. árgangur Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114. Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri og Vilhjálmur Þórhallsson. Varamenn: Birgir Guðnason og Hjálmar Stefánsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. ÁLVER OG UMHVERFISMÁL Að undanförnu hefur áhugi þjóðainnar beinst i ríkum mæli að stóriðju- og þá sérstaklega að áliðnaði. Eðlilega er hér um að ræða málefni sem skipta miklu máli, því eitt álver af þeirri stærð sem verið er að ræða um, getur skapað þúsundum manna atvinnu. Margfeldisáhrif eru mikil eins og menn geta séð í hendi sér, því bæði þarf að stofna til mikilla virkjana- framkvæmda sem skapa munu mikla vinnu um margra ára skeið og síð- an munu m.a. þjónustufyrirtæki og verslanir njóta viðskipta við hið nýja álver. Vegna ýmis konar ytri aðstæðna er í dag langlíklegast að nýju álveri verði valinn staður á Vatnsleysuströnd þar sem heitir Keilisnes. Fari svo, þá munu íbúar Suðurnesjasvæðisins fá margslungið viðfangsefni við að glíma næsta áratuginn eða svo. Magt mun breytast í samfélagi okkar, það verður aðeins spurning, hversu mikið við viljum reyna að hafa áhrif á þær breytingar. Nú eru liðnir hart nær þrír áratugir frá því álverið í Straumsvík var reist, álver sem enn i dag er einn stærsti vinnustaður landsins, ef ekki sá stærsti. Það er því öllum hollt að skoða með raunsæi, hvaða áhrif svona stór vinnustaður getur haft. Sjálfsagt er sú mynd enn rík í hugum margra, að í álveri standi menn með uppbrettar ermar við að ausa rauð- glóandi málmum fram og til baka. Þetta er liðin tíð. Það er miklu lík- legra, að tæknivæðing verði í fyrirrúmi á flestum sviðum og að manns- höndin komi þar í flestum tilfellum hvergi nærri. Með þetta í huga má því t.d. ætla, að mikil þörf verði á tæknimenntuðu fólki, eftir að álverið tekur til starfa. Sá þáttur sem menn hafa haft hvað mestar áhyggjur af í sambandi við álver eru umhverfisáhrif. Það sama má um það segja og tæknivæðing- una- viðhorf manna til umhverfisins hefur heldur verið að breytast til batnaðar, þannig að menn geta leyft sér að halda, að mengunarvörnum verði nú gert hærra undir höfði en fram að þessu. Það mun þó koma í ljós, að í þessum málum sem og í flestum öðrum, að ekkert er sjálfgefið og því verða menn að vera stöðugt á varðbergi, hvað þessa hluti snertir. H.H. Ekki spyrja „Hvað varstu lengi á leiðinni ?“ Ekki segja „Ég var ekki ...nema... Segjum frekar „Ég óká löglegum hraða, og eins og ég vil að aðrir geri!“ u UMFERÐAR RÁÐ 166 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.