Faxi - 01.09.1990, Page 12
MUNIÐ
ORKU'
REIKNINGANA
Eindagi orkureikninga er
15. hvers mánaðar.
Látið orkureikninginn
hafa forgang
Hitaveita
Suðurnesja
11 BÖKASAFN NJARÐVÍKUR
Grunnskólanum — Sími 11015
Skóla- og ◦lmennin< assafn
11 1 1 w 1 II III Almenn útlán: jAvvVA III
1. sept. — 31. maí mánudaga kl. 16-20
þriðjudaga kl. 15-19
miðvikudaga kl. 15—19
fimmtudaga kl. 19-22
laugardaga (fö o fápL kl. 13-15
sinnar. En hún átti skýringu á boði
sínu og framlagi. ,,Sá sem horfir á
barnið sitt svelta, er ekki að láta
smámuni koma sér úr jafnvægi.
Kona sem veit ekki, hvaðan næsti
málsverður kemur fyrir börnin
sín, er ekki að hafa áhyggjur af
drottnunarvaldi tískuhannaða í
heimsborgum. Henni er sama,
hvort kjóllinn frá í fyrra dugar
enn, eða hvort einvaldar skipa
fyrir um að færa faldinn upp eða
niður. Þegar þjáningin er mikil og
þungbær, opnast augu fyrir því,
hvað er stórt og hvað er smátt.
Þegar þjáningin ræður um mat, er
hin smáa, sem fyllir alltof oft huga
ykkar, ríku þjóðanna, einskisvirði
og ástæðulaust að láta það ræna
sig svefni."
Margur mun vafalaust læra af
því, að svona er talað til hans og
taka tillit til þess, þegar verið er að
æsa sig upp út af smámunum eða
gera smáskýjahnoðra á annars
sólríkum hamingjuhimni aö óveð-
ursþrumu. En það er líka hægt aö
gleyma þessu og láta svo sem
engu skipti og vera jafnblindur á
skírskotunina og áður.
En þá kemur grenndin aftur til
sögunnar, þessi sem bendir okkur
á, að allir eru nágrannar. Það var
ógnþrungið að kynnast fátækt-
inni í Brasilíu, þegar viö vorum
þar í vetur. En ég ætla ekki að fara
frekar út í þá sálma núna. Hitt vil
ég benda á, að einnig kemur fram
í Morgunblaðinu í dag, að eyðing
regnskóganna er enn geigvæn-
legri en ætlað hafði verið. Og var
nú nóg vitað fyrir. Skyldi einhver
ætla, að lítt skipti það okkur máli,
norður undir heimskautsbaug,
hvað gerist suður við miðlínu. En
það er nú öðru nær. Regnskógarn-
ir eru eins og risastór lungu, sem
framleiða súrefni fyrir alla jarðar-
búa. Eyðist þeir, fer súrefniö í
ótrúlegum mæli líka, svo að erfitt
getur orðið um andardráttinn hér
líka. Og fyrir hver tíu tré, sem eru
felld, er aðeins eitt gróðursett.
Og það hefur líka áhrif á okkur,
hvernig horfst er í augu við fram-
tíðina, þar sem erfiðleikar eru
ekki aðeins við túngarðinn, held-
ur innan veggja líka. Hugsum um
það, að síðan 1980 hefur framlag
til heilsugæslu í 37 fátækustu
löndum heims dregist saman um
helming og til menntunar um
fjórðung. Það þarf ekki að leggja
út af því, hver áhrif þetta hefur í
för með sér. Né heldur hitt, að
þegar alltaf sígur meir og meir á
ógæfuhliðina, er stutt í það, að
báturinn sökkvi og dragi þá fleiri
með sér.
Það er hægt að halda svona
Jengi áfram til að benda á það, að
enginn einn er utan áhrifasviðs
annars, og þá skipta fjarlægðir
ekki öllu. En þess gerist ekki þörf.
Aðeins á þingi sem þessu, að fara
um það nokkrum orðum, sem
engum dylst.
En vitanlega er von. Ekki að-
eins í því að deila þjáningu með
þeim, sem mikið líða, svo aö okk-
ur haldist betur á áttum. Og ekki
aðeins með því að planta trjám í
stað þeirra, sem eyðast. Vonin er
fólgin í því, sem kirkjan bendir á.
Það var ekki aðeins í upphafi, sem
skapari gekk fram og gaf allt með
sér. Hann er enn að verki. Og
kirkjan bendir á það og aldrei sem
á sunnudaginn var, hvítasunnu-
dag, að náð hans er slík, að hún
mótar viðhorf, en leggur ekki að-
eins orö á vör. Kirkjan bendir til
herra síns, sem gekk um kring og
gjöröi gott á jarðvistardögum sín-
um, svo að við sjáum í fótsporum
hans tákn þess, að enn er hægt að
tengja himin og jörð, svo að hið
skapaða njóti. Og kirkjan er
kvödd til þess að kalla svo hátt, að
enginn sofni á verðinum. Brýna
svo sterkt, að enginn tapi áttum.
Ekki aöeins vegna einhvers í fjar-
lægðinni, heldur vegna sjálf sín.
Og kirkjan veit, að fátt er sterkara
en þessi hvöt, sem lætur okkur
miða við okkur sjálf og fáu er erf-
iðara að breyta. Jesús horfist þá
líka í augu við þetta, þegar hann
segir okkur að elska náunga okk-
ar — eins og okkur sjálf —. Það
megna fáir að gleyma eigin þörf-
um, enda eru þá dýrlingar mættir
eða englar. En sá sem sér svar viö
eigin þörfum í framlaginu til ann-
arra er á þeirri braut, sem skapar-
inn markaði, er hann leiddi hina
fyrstu foreldra fram og kvaddi þá
til ábyrgðar. Ekki aðeins á sér og
niðjum sínum, heldur á öllu hinu
skapaða.
Von framtíðar er því enn sem
fyrr fólgin í einstaklingum, enda
er hver og einn kallaður sem slík-
ur. En mátturinn vex og eykst í
samstöðunni. Á hvítasunnunni
fyrstu heyrði hver og einn postul-
ana tala á því máli, sem þeir
skildu. Kirkjan þarf enn að tala
það mál, sem allir skilja, svo að
enginn sofni á verðinum. Ég sé
því í hreyfingu sem ykkar sterkan
og mikinn bandamann, þar sem
vakandi menn og konur bindast
samtökum um árangur í vernd
þeirrar sköpunar, sem okkur er
ekki aðeins seld í hendur til
ábyrgðar, heldur eigum allt undir
um framtíð okkar og niðja okkar.
Megi því verða góður árangur
af starfi ykkar hér á þessu þingi og
daga alla. Guð blessi alla þá, sem
heyra hróp veraldar og leitast við
að lina þjáningar og leiða fátæka
til nægta.
Ólafur Skúlason.
176 FAXI