Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 4
s IGrófinni nr. 12 c í Kefla- vík er til lnisa Vélsmiðja Sigurjóns Þórðarsonar. A dögunum leit tíðindamaður Faxa |jar við til að forvitnast um reksturinn. Þegar við komum á staðinn var verið að brýna sagarblöð í nokkrum sérsmíðuðum slípivélum og það vakti athygli okkar, hvað bæði vélar og húsnæðið var lireint og snyrtilegt. Við tókum Sigurjón tali og fengum hjá honum eftirfarandi upplýs- ingar. Vélsmiðjuna stofnuðu Sigurjón og Guðfinna Arngrímsdóttir kona hans árið 1982 í bílskúrnum heima hjá þeim að Hraunsvegi 6 f Njarðvík. Arið 1987 var smiðjan síðan fiutt í núverandi húsnæði. Sigurjón sem er sonur hins kunna Kefivíkings, Þórð- ar Péturssonar í Jökli, lærði renni- smíði hjá þeim bræðrum Brynjari og Höskuldi í vélsmiðjunni Oðni og lauk hann því námi árið 1961. Hann starfaði næstu sex árin í Oðni, var síðan í tvö og hálft ár á þungavinnu- vélaverkstæði hjá Varnarliðinu, var í sex ár frá árinu 1970 í slökkviliðinu á Kefiavíkurllugvelli og síðan í ein fimm ár í Fríhöfinni á Kefiavíkur- flugvelli. A þessu má sjá, að Sigur- jón hefur búið yfir fjölþættri reynslu, þegar hann tók sig til og stofnaði vélsmiðju. Við þetta má síðan bæta, að ásamt þeim Sigurði Sigurðssyni og Olafi Jónssyni, stofnaði Sigurjón hænsnabúið Nesbú á Vatnsleysu- strönd. Á fáum árum varð það eilt af myndarlegri búum Iandsins og er það reyndar enn. Ásamt þeim hjónunum starfa nú tveir fastir starfsmenn við vélsmiðj- una og eru það þeir Friðrik Jónsson og Hlynur Þór sem er sonur þeirra hjóna. Þegar mikið liggur við hefur Sigurjón möguleika á að leita til ann- arra iðnaðarmanna og einnig hleypur Vilhjálmur, bróðir Guðfmnu, undir bagga þegar þess er þörf. Sigurjón sér um hina verklegu þætti í rekstr- inum en Guðfinna annast bókhaldið og bréfaskriftir, innheimtur og upp- gjör. Var á Sigurjóni að heyra að hann var mjög ánægður með þclta fyrirkomulag. Helstu viðfangsefni Vélsmiðju Sigurjóns eru viðgerðir og nýsmíði fyrir iðnfyrirtæki og einstaklinga. Mikilvægur þátlur í starfseminni er slípun og brýnsla bitverkfæra. Það vekur athygli að viðskiptavinir vél- smiðjunnar hvað þann þáttinn áhrærir eru mjög margir af Reykja- víkursvæðinu og frá ýmsum stöðum á landinu. Hefur vélsmiðjan mann í Reykjavík á sfnum snærum í hluta- starfi sem milligöngumann í þeim viðskiptum. Undirstaðan að þessum viðskiptum eru tengsl Sigurjóns við danska fyrirtækið Unimerco í Hern- ing á Jótlandi, en það er eitt hið stærsta í Evrópu á þessu sviði. Hefur Sigurjón farið á nokkur námskeið þar og einnig hefur hann fiutt inn nokkuð af sérsmíðuðum vélum og bitverk- færum frá fyrirtækinu. Það hefur víst ekki farið fram hjá mörgum, að komin er smábátahöfn í Grófina og við leitum fregna hjá Sig- urjóni um það, hvort smábátaeig- endur hefðu verið að koma í við- skipti til hans. Sagði hann að þeir væru svona aðeins byrjaðir að koma til að láta vinna ýmis smærri verk. Var hann bjartsýnn á frekari upp- byggingu hafnarinnar þarna í næsta nágrenni við iðnaðarsvðið í Grófinni. Afkoma vélsmiðjunnar hefur verið ágæt í gegnum árin. Sagði Sigurjón það gott að hafa ekki öll egg í sömu körfu. Þannig háttaði til með slípi- og brýnsluvinnu vélsmiðjunnar, að við- skiptavinirnir kæmu úr einum fimm áttum. Það væru trésmíðaverkstæði, fiskvinnslufyrirtæki, járnsmíði, plötusmíði og prentsmiðjur. Þvf væri það, að þótt illa áraði þá væri það varla hjá þessum öllúm greinum samtímis. Uppbygging vélsmiðjunn- ar hefði að mestu farið fram í þrennu lagi. Fyrstu árin hefðu farið í að koma upp vélakosti, húsið hefði verið byggl á árunum 1984-1987 og á árunum 1990-199) hefði verið tekin önnur törn í vélvæðingu. Að lokum spurðum við Sigurjón um framtíðaráætlanir fyrirtækisins og kvaðst hann leggja áherslu á að hafa reksturinn sveigjanlegan og að auka tengslin við viðskiptavini vél- smiðjunnar vftt og breitt um landið. HIl. Viðtalstímar bæjarstjóra eru sem hér segir: Alla virka daga nema þriðjudaga kl. 9:00-11:00 Viötalstími forseta bæjarstjórnar: kl. 9-11 á þriðjudögum Bæjarstjórínn í Keflavík 100 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.