Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 10
Árið 1980 rakst ég á frétt í Vísi, frá árunum nálægt 1954, þar sem sagt var frá því að vart hefði orðið við reimleika á Gamla-Garði, í herbergi þar sem læknanemi hjó. Tíu árm síðar, haustið 1990, skaut þessari frétt upp í huga mér þegar ég var sjálfur kominn inn á Garð, ekki gamla, heldur þann sem reistur var við lok seinna stríðs. Sá garður er til aðgreiningar kallaður Nýi-Garður þó senn f'ylli hann íímmtugasta árið. Keistur Gamli-Garöur Gamli-Garður var fyrsta húsið sem reist var á lóð háskólans, líklega 1934- 35. Húsinu hefur verið haldið í sama formi alla tíð og er líkt og háskólabygg- ingin sjálf nokkurs konar vemdaður forn- gripur. En sennilega gengur misjafnlega að aðlaga slíka minjavernd daglegri notkun húsanna því oft rekast á hags- munir friðunar og daglegs lífs. Það sýnir reynslan af friðun húsa sem búið er í. Besta dæmið er Bessastaðastofa. I kjallara Gamla-Garðs var lengi rekið mötuneyti og þar voru haldin böll og samkomur sem þá voru viðburður í menningarlífi Reykjavfkur á árunum fram að 1940. En sama ár hernámu Bretar ísland og gerðu Gamla-Garð að sjúkrahúsi sem þar var rekið allt til stríðsloka. Þetta rifjaðist upp fyrir mér og einnig fréttin um reimleikann, sem ég drap á áðan, þegar ég kom hingað. Byggður Nýi-Garður Þegar Ijóst varð að Gami-Garður yrði í hershöndum til stríðsloka hófst bygging Nýja-Garðs sunnan til á lóð háskólans. Húsið er þrjár hæðir og kjallari og ber vitni um þá bjartsýni sem ríkti á árum Nýsköpunar við lok striðsins. I húsinu eru 64 herbergi ætluð einstaklingum auk þriggja par-herbergja sem voru eins konar vísir að hjónagörðum. Ef vel er að gáð má einhvers staðar ftnna í Flæð- armáli Faxa, frá þessum ámm, frétt um það að hreppsnefnd Keflavíkur hefði gefið andvirði eins herbergis hér á Nýja- Garði, sem beri nafn kauptúnsins. Það herbergi er hér uppi á þriðju hæð, þar sem útsynningurinn er stríðastur og regnið leniur rúðurnar í rysjóttum veðr- um. Þó er herbergið í nokkru hléi, því það er ekki áveðurs. Líkt er og Keflavík staðsett innan til á Rosmhvalanesi þar sem skjól er fyrir úthafinu. Herbergið ber því nafn með rentu. Reyndar bera öll herbergi á Nýja-Garði nöfn staða, landa og karlmanna, innlendra og útlendra, sem vinir og aðdáendur gáfu fé til. Þekking á bókasöfnum mikilvœg Á Garði eru menn í sjálfsábyrgð, stunda nám sem kostar þá bæði fé og fyrirhöfn. Á náminu grundvallast dvöl þeirra. Fyrir mig er skammt í byggingar háskólans og er að því mikið hagræði. Lesaðstaða er opin alla daga ársins nema á stórhátíðum. I greinum sem teljast til hugvísinda, s.s. ísagnfræði og þjóðfræði, er tímasókn ekki mikil. Aðalvinnan er tengd ritgerðum og samningu þeirra. Talsvert af vinnu minni fer t.d. fram á bókasöfnum og þar kemur bókfræðileg þekking að góðum notum. Þá þekkingu hafði ég öðlast löngu áður en ég kom hingað. Eg reyni að sækja flesta fyrir- lestra því að þeir eru oft gagnlegir og skemmtilegir. Þegar nemandi í sagnfræði hefur valið sér efni í ritgerð, sem hann á að skila til kennara, rissar hann upp kaflaskiptingu og efnisatriði ritgerðarinnar, kannar um leið hvað til er af heimildum á bókasafni og safnar þeim á þar til gerða seðla eða spjöld af stærðinni A-4. Hér er okkur ráðlagt að nota þessi spjöld og reyndar var það eina atriðið sem ég hafði ekki lileinkað mér þegar ég kom hingað inn. En strax og ég var búinn í aðferðafræði hætti ég að burðast með spjöldin enda eru þau svo dýr að þau geta ekki aðrir keypt en þeir sem vinna hjá sveitar- félögum og stofnunum. Baráttan við heimildirnar Hvergi er betra að stunda fræðistörf en hér á Garði. Innan seilingar eru tvö stór bókasöfn auk Þjóðminjasafns og aðeins er bæjarleið á næstu söfn, t.d. á Lands- bókasafn. Mest nota ég Háskóla- bókasafn. Nokkurt kapphlaup er þar um sæti og er því betra að koma þar strax og opnaðer, kl. 9. Sagnfræðingurgeturekki unnið án bókasafns. Það verður honum sem annað heimili. Þar safnar hann heimildum sínum og skráir stundum verk sín. Best finnst mér þó að semja ritgerðimar hér úti á Garði. Kyrrðin er nefnilega oft góð til þess. En við brennur að ég þurfi að hlaupa út í bókasafn og slá upp í bók um citthvcn efni á meðan ég sem texta ritgerðarinnar, en hugmyndum lýstur niður í hugann, stafimir ryðjast fram á pappírinn undan blýantinum um leið og ég tek mið af heimildunum sem ég vinn eftir. Heimildirnar sljórna þó ekki ferðinni við ritsmíðina en ég fylgi þeim og túlka þær jafnóðum. En höfund- ur er þó venjulega búinn að fá talsverða innsýn inn í efnið við söfnun heimilda á undan en öll almenn og yfirgripsmikil þekkking er honum um leið nauðsynleg. Jafnframt fylgir höfundur drögum af kaflaskiptingu sem hann setti í upphafi. En ritgerðin tekur eigi að síður breytingum á meðan hún er skrifuð. Oft skrifa ég eins og ég eigi líftð að leysa en stundum stansar blýanturinn og strok- leðrið þurrkar út heilu setningarnar. „Nei, þetta er ekki gott, tvítekin orð duga ekki. Eru tíðir réttar í frásögninni? Er þetta nógu skáldlegt?" Því líkt og annað eins þýtur um huga manns þegar ritgerð verðurtil. Maðurbrýtur heilann um text- ann um leið og hinni gullvægu reglu Ara fróða er fylgt: Heldur skal hafa það sem sannara reynist. En um leið sættir maður orð og sannleika. Þurfi ég að skreppa frá í miðri frásögn velti ég textanum fyrir mér á meðan. I matartímum, í strætó, í baði, á ólíklegustu stöðum leitar efnið á hugann. Þá er ágætt að hafa blað og blýant í vasanum en oftast man ég það sem upp í hugann kernur og rissa það niður við heimkomuna. Þegar lokið er við að semja ritgerðina býr höfundur til skrá ylir tilvísanir til heimilda sem hann hefur númerað inn í textann jafnóðum og hann hefur teygt frásögnina áfram. Skráin birtist síðan aftan við ritgerðina eða neðanmáls með hinni. Loks er samin skrá yftr heimildir auk efnisyfírlits og forsíðu sem fylgja þarföllum ritgerðum. Þar sem ég hef fengist við ritstörf í nærri fjórðung aldar og mér eru fræðistörf nánast í blóð borin veittist það létt verk að vinna við ritgerðarsmíð eftir þeim reglum sem hér eru kenndar í aðferðafræði. Eg var kunnugur þeim og hafði unnið eftir þeim um árabil. Til dæmis þegar ég samdi Sjóslysaannál Keflavíkur á árunum 1979-1981. Enda var ógjörningur að vinna annálinn á annan liátt. Þótt námið hér liafi verið auðvelt Iiggur að baki því mikil vinna. Raunar margföld vinna. Venjulega hefja nemendur hér fræðistörf eftir próf héðan en sérstaða mín lá hins vegar í því að ég hafði stundað þau árum saman áðuren ég kom hingað. I rauninni er það styrkur minn en til eru þeir menn sem telja það veikleika. Hvað finnst þér lesandi góður? 23. ágúst 1993 Skúli Magnússon. Mikilvæg símanúmer Brunaútkall 12222 Sjúkrabifreiö sími 12221 Lögregla sími 15500 Heilsugæslan sími 20500 Símsvari Hitasveitu Suðurnesja 13536 Bilanatilkynning sími 13536 ' -v j í -v u—■ (g) 53

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.