Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 17

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 17
síðan virkan þátt í móttökunum þeg- ar að þeim kom. Einnig sendi Ellerl Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík, bréf til vinabæjanna þar sem hann sagði frá fyrirhugaðri heimsókn og bað urn að kórinn yrði aðstoðaður eftir því sem aðstæður leyfðu. Við komumst fljótlega í sambönd við hina ýmsu kóra og söngfélög í vinabæjunum og hófust þá miklar bréfa- og faxskriftir og kom fljótt í ljós ntikill áhugi heimamanna fyrir samstarfi. Þegar upp var staðið, þá var dagskráin á hverjum stað skipu- lögð í samvinnu við þessa aðila sem höfðu náið samstarf við sveitar- stjórnirnar. Þegar leið á undirbún- ingstímann, þá vaknaði sú hugmynd, að heimsækja í leiðinni nýjan vinabæ Njarðvíkur, bæinn Pandrup á Jót- landi. Þar sem hann er ekki t' nema hálftíma fjarlægð frá Hjörring og þar sent þar er mikið og líflegt tónlistar- líf, þá settum við okkur í samband við Pandrupbæ. Við þau samskipti nutum við fyrst og fremst aðstoðar Gyltá Guðmundssonar skólastjóra Grunnskóla Njarðvíkur en hann er þar öllum hnútum kunnugur. Pandrupbúar tóku hugmynd okkar af miklurn áhuga og var heimsókn þangað bætt við dagskrána. Var greinilegt á öllu, að væntanlegrar heimsóknar karlakórsins var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Það var í upphafi hugmyndin að reyna að fá um eitthundrað manns með í þessa afmælisferð. Fyrirætl- unin skapaði nýjan og aukinn kraft með kórnum og olli nokkurri fjölgun félaganna. Söngstjórinn, Sigvaldi Snær Kaldalóns þjálfaði mannskap- inn stíft og við söngskrána bættust ýmis norræn lög sem ætla mátti að féllu vcl í kramið hjá frændum okkar. Undirleikari var sent fyrr Ragn- heiður Skúladóttir og Hh'f Káradóttir hafði á hendi raddþjálfun. Síðan var ákveðið að hún skyldi einnig fara með kórum sem einsöngvari. A vortónleikum kórsins voru alls 43 söngvarar í kórnum og lókust þeir mjög vel og voru gott veganesti fyrir ferðina. Því miður áttu ekki allir kór- félagarnir heimangengt. AIIs varð hópurinn um áttatíu manns, þaraf 33 kórfélagar. Aðrir voru makar, ætt- ingjar og kunningjar kórfélaga. Fyrir ferðina hittist hópurinn nokkrum sinnum og m.a. fórum við ölI að sjá kvikmyndina Karlakórinn Hekla. Þar segir einmitt frá söng- ferðalagi karlakórs til Þýskalands og er lfásögnin öll hin spaugilegasta og gott innlegg f undirbúninginn. Trollhattan Við löðgurn af stað frá Kefiavík fimmtudaginn 3. júnf með flugvél frá Flugleiðum og var Gautaborg fyrsti áfangastaðurinn. A flugvellinum í Gautaborg tóku á móti okkur áður- nefndur Gunnar Bogren ásamt félög- um í söngkórnum Harmoni í Troll- í skoðunarferð um sveitir Pandrup. Fólk var í síuu fínasta pússi, því hópsins beið mikil veisla í Saltum. Á niyndinni eru frá vinstri talið, fararstjórinn Helgi Hólm, Ásta Árnadóttir, Margrét Skarphéðinsdóttir, Lúlla Nikulásdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Sigríður Rósinkarsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir og Jenný Jósefsdóttir. Ljósm. Páll Hilmarsson. liði vel þá daga sem við gistum þar. Umhverfið er skógi vaxið og var upplagt til að stunda gönguferðir þar um kring. Vegna smæðar hótelsins gistu nokkrir úr hópnum á Hótel Svania, fyrsta flokks hóteli í næsta nágrenni Strax fyrsta kvöldið voru fyrstu tónleikarnir haldnir og fóru þeir fram í garði einum í hjarta bæjarins. Heitir garðurinn Maria Alberts Park og var í honum mikið og gott svið fyrir hvers kyns uppákomur. Var þó nokkur fjöldi áheyrenda mættur á staðinn og var gerður góður rómur að söng kórsins. Um kvöldið bauð Trollháttanbær til kvöldverðar á Strömsberg og voru það Gunnar Bogren og Folke Rydell formaður Harmoni sem voru fulltrúar bæjarins það kvöldið. Einnig mættu fleiri fél- agar frá Hamoni. Voru gestirnir frá Keflavík allir leystir út með gjöfum að afloknum ágætum málsverði. Undir borðum hljómaði kröftugur fjöldasöngur. Næsta dag bauð bæjarstjórnin okkur í skoðunarferð um bæinn og nágrenni hans. Var það mjög fróðleg stund, þvf ekið var vítt og brcitt um bæinn og fengu menn allgóða mynd af þessum myndarlega og fallega bæ. Sérstaka athygli vöktu að sjálfsögðu skipastigarnir í Gautelfi, en þeir eru fremur öðru það sem einkennir Trollháttan. Elsti stiginn er frá sautjándu öld og enn í dag er verið að bæta við. Uppbygging stiganna hefur í nær fjögurhundruð ár sett svip á bæinn, t.d. voru í byrjun 18. aldarum fimmþúsund hermenn að vinna við stækkun skurðsins og á næstu árum er gert ráð fyrir að um eitthundrað ntanns fái vinnu við enn eina stækk- unina. Við fylgdumst með þegar nokkrir sæfarar sigldu bátum sínum hattan. Tóku þeir hlýlega á móti okkur og gaf það fyrirheit um góða daga í Svíþjóð. Það tekur um klukku- tíma að aka frá Gautaborg til Troll- háttan og á leiðinni vorum við frædd um það sem fyrir augu bar ásamt því sem við fengum að heyra sænskar tónlistarperlur. Var greinilegt á öllu, að Gunnar hafi búið sig vel undir komu okkar. í Trollháttan gistu flestir á hóteli sem heitir Stömsberg og er staðsett ofan við bakka Gautelfar þaðan sem er sérlega fallegt útsýni yfir bæinn. Það er sænska ferðafélagið sem rekur þetta gistihús sem er samband af hóteli og farfuglaheimili. Elsti hluti hótelsins er í gömlum herragarði og er staðurinn allur hinn vinalegasti. Var ekki annað að sjá en að öllum Leiðsögumaðurinn síkáti - Ólafur Erlingsson. Ljósm. Páll Hilmarsson. FAXI 113

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.