Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 16

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 16
Afmaelisheimsókn Karlakórs Keflavíkur - til vinabæja á Norburlöndunum ✓ Aþessu ári heldur Karlakór Keflavíkur upp á fjörutíu ára afmæli sitt en kórinn var stofn- aður 3. desember 1953. Kórfélagar munu minnast þeirra tímamóta á ýmsan hátt, en eitt af því fyrsta sem þeir gerbu var ab fara í tónleikaferb um Norburlöndin. Undirritabur tók þátt í ab skipu- leggja ferbina og var einnig leibsögumabur Undirbúningurinn Stjórn kórsins tók snemma á árinu 1992 þá ákvörðun að minnast af- mælisins með því að fara í tón- leikaferð um Norðurlöndin, þar sem helstu viðkomustaðirnir yrðu vina- bæir Kellavíkur í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þórður Guðmundsson, formaður, og Asgeir Gunnarsson varamaður í stjórn önnuðust manna mest undirbúninginn af hálfu kórsins. Fljótlega var ákveðið að ferðalagið skyldi hefjast þann 3. júní í Trollhattan og að því myndi Ijúka í Kaupmannahöfn 14. júní. Var ákveðið að halda sem flesta tónleika í ferðinni og miðaðist undirbún- ingurinn við það. Samband við vinabœina Fljótlega eftirað ferðin hafði verið ákveðin var haft samband við ýmsa góða kunningja í vinabæjunum, s.s. Gunnar Bogren í Trollháttan, Helge Andersen í Kristiansand og Karsten Villadsen í Hjörring en þessir menn Á fcrðalaginu voru um 1400 kílómetrar að baki lagðir. Allan tímann var jafn létt yfír fólkinu og þessi mynd sýnir. I.jósni. Þórður Guðmundsson. hafa lengi unnið að vinabæja- tengslum. Þeir létu þau boð út ganga í bæjum sínum, að Karlakór Kcl'la- víkur hefði hug á að koma í heim- sókn. Þarf ekki að orðlengja það, að eftir það stóðu okkur flestar dyr opn- ar. Veiltu þeir allan tímann rnikla aðstoð og þeir Gunnar og Helge tóku Hér er ferðahópurinn samankominn við safn Sonju Heine-Onstad. Það vantar nokkra á myndina, en þeir voru allir að taka mynd á sínar vélar! Þessa ágictu mynd tók l’áll Hilmarsson. 112 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.