Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 13

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 13
 Þessi mynd af hópnuni frá Gex var tekin við kirkjuna á Bessastöðuni eftir heimsóknina til forseta íslands. fTTfl IV 'i5. _ 0/ \ ■ -J heitir Clemence Flandin og er fjórtán ára gömul. A ferðalaginu hér rækti hún hlutverk sitt með stakri prýði og mælti fyrir munn félaga sinna við ýmis tækifæri. M.a. fékk hún það hlutverk að afhenda frú Vigdísi gjöf frá hópnum á Bessastöðum. 1 mót- töku í hinu nýja ráðhúsi Reykjavíkur ræddi borgarstjórinn. Markús Orn Antonsson. við hópinn og lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að halda sambandi við Gex, því hann væri þess fullviss að þessi tvö sveitarfélög gætu unnið sameiginlega að ýmsum verk- efnum. Óhætt er að segja, að Clemence hefur tekið “Islandsbakteríuna”. Þegar fólk spyr hana hvað hafi helst heillað hana á Islandi, þá svarar hún: Ég heillaðist af öllu á Islandi, ég elska Island. Hún mun koma afturtil Islands þetta haust og mun aftur hitta forseta landsins. Clemence hefureinnig verið kjörin heiðursforseti í félagsskapnum Vinir Islands í Ölpunum en hlutverk hans er að vinna að frekari nemenda- samskiptum í framtíðinni. Tíu ára samskipti. Við megum ekki gleyma þvf að fyrstu nemendasam- skiptin milli Frakklands og lslands voru á milli Keflavíkur og Hem. Það var árið 1985 að Frangois Scheefer kom til Kel'lavíkur með það í huga að koma á unglingasamskipum milli landanna. I Ketlavík kynntist hann Þór Stefánssyni frönskukennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þór kom Fraan?ois í samband við Hildi Harðardóttur sem var enskukennari við Holtaskóla. I sameiningu komu þau hugmyndum Franfois lljótt í framkvæmd. Arið eftir undirrituðu skólastjórarnir Sigurður Þorkelsson og Jacques Sockeel yfirlýsingu um samskipti milli skólanna. 1 mars 1987 heimsóttu síðan nemendur frá Hem Keflavík og við það tækifæri undir- rituðu ráðamenn bæjanna samning um samskipti Hem og KeHavfkur. Nú í september kemur tíundi hóp- urinn frá Hent í heimsókn til Kefla- víkur og þessi samskipti eru sífellt að verða viðameiri og æ fleiri nentendur og kennarar taka þátt í því. I júlí 1990 flutti Frangois frá Hem til bæjarins Gex í Ölpunum og tók þar við starfi aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Jóhönnu af Örk. Þar eru um 1200 nemendur. Kennarar í Hem héldu áfram með samskiptin við Holtaskóla í Keflavík en Frangois kom strax á fót sambandi við Garðabæ og nú einnig Reykjavík. Á þremur síðustu árum hafa um 120 nemendur frá Gex heim- sótt Islands og um 100 hafa komið frá Garðabæ til Gex. Af Frangois er annars það að frétta, að árið 1988 lenti hann í slæmu bíl- slysi sem hann hefur enn ekki náð sér fullkomlega af og hefur hann orðið að fara sér hægt á undanförnum árum. Samt er áhuginn á Islandi jafn lifandi sem fyrr. Þá stendur gifting fyrir dyrum hjá honum og heitkonu hans , Jacqueline. Vinir hans í KefJavfk eru ávallt í huga hans og hann sendir bestu kveðjur hingað heim. HH. Munið orkureikningana Einda 1 gi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. _átið orkureikninginn hafa forgang imn q§\ Hitaveita Suðurnesja | —1 FAXI 109

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.