Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 9

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 9
má fylgja með, honum til afbötunar, að þetta fyrsta hótel bæjarins, var örugglega sniðið að þörfum því eins og ljósmyndir sýna var þar hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Skv. úttekt var húsið um 54 fermetrar að grunnfleti, með lol'ti og kjallara undir hluta þess. Sóknarpresturinn á Utskálum vitj- aði húss hjá Ólafi síðla árs 1885. Þá voru búandi í húsinu Ólafur, Odd- björg Signður kona hans Magnús- dóttir frá Höskuldarkoti og Vigdís Sæmundsdóttir vinnukona. Engra gesla er gelið á hótelinu, enda var þess kannski ekki að vænta. Það mun raunar snemma hafa komið í ljós að lítill rekstrargrundvöllur var fyrir gistihús í Keflavík. Einhver greiða- sala var þar þó og hafa Oddbjörg og vinnukonan líklega gengið um beina. Ólafur var þó ekki að baki dottinn því hann leigði veitingastofuna lil alls konar fundarhalda og skemmt- ana. Þannig segir frá því að um skeið haft fundir stúkunnar Vonarinnar verið haldnir á hótelinu, og þótti hart því veitingastofan var vitaskuld eitt helsta vígi Bakkusar í Keflavík á þeim árum. Ólafur veitingamaður álti raunar sök á mikilli tilvistarkreppu templara í bænum árið 1886. Gáleysisleg um- mæli hans um að hann hefði viður- væri silt af því að selja templurum veitingar llugu þá vængjalaus um þorpið og leiddu til frumvarps æðsta- templars um að heimsóknir stúku- manna á hótelið yrðu bannaðar, að viðlögðum sektum. Aðrir templarar treystu sér ekki til að taka svo djúpt í árinni, en mælst var til þess að félag- ar stilltu komum sínum í þetta must- eri lastanna í hóf lil að gefa sögu- smettum bæjarins ekki höggstað á sér. Ennfremur var hótelið um skeið dubbað upp sem barnaskóli, og kenndi Magnús Bjarnason guðfræð- ingur og síðar prófastur á Kirkju- bæjarklaustri keflvískum ungdómi þar ýniis guðrækileg vers og samsett- ar þríliður og fleira hollt og upp- byggilegt. Með því að Ólafur og Oddbjörg spunnu hvorki gull né silki af hótel- rekstrinum einurn saman mátti veit- ingamaðurinn til að leita tjölskyld- unni farborða með öðrum hætti (þá hafði þeim hjónum fæðst sonurinn Magnús, sfðar útvegsbóndi í Hösk- uldarkoti). Ólafur var formaður á fjögra manna fari og hélt því til fiskveiða; hinn 29. mars árið 1887 gerði mikið hvassviðri er Ólafur var í róðri og fórst hann þar ásamt tveimur háset- um en fjórða manni var bjargað. Oddbjörg fékk leyfi sýslumanns til að halda greiðasölu áfram en árið 1888 var hótelið selt á uppboði. Varð Ingvar Ingvarsson í Junkaragerði hæstbjóðandi og hreppti þannig hótelið fyrir 1.565 krónur. Oddbjörg Ólaf'ur Þorlcifsson og hélt til Ameríku að þessu búnu og mun hafa andast þar, en Magnús sonur þeirra Ólafs ólst hér upp og varð umsvifamikill útgerðarmaður. Leiguíljiíöir og verslun á hótelinu Ingvar í Junkaragerði var líklega lítt hneigður til veitingareksturs. Hótelið fékk því enn nýtt hlutverk og varð nú skjól þeirra fjölskyldna í þorpinu sem ekki áttu eigið þak yfir höfuðið. Ingvar leigði hótelið sem sé út, og bjtiggu jafnan 2-3 fjölskyldur þar samtímis. Hefur þar efalítið verið þröngt unt og ekki komið margir fer- metrar í hlut hvers og eins miðað við það sem sagt var hér að framan um fermetramál hússins. Þar við bættist, að verslun var ájarðhæðinni. Af bréfabók sýslumannsins frá árunuin fyrir aldamót er að sjá, sem Ingvar hafi átli í ógnarbasli með þessa skjólstæðinga sína. Með reglu- bundnu millibili berst sýslumanni bréf frá honum þar sem þess er óskað að yftrvaldið teygi sinn langa arm suður lil Keflavíkur og beri út á götu eða hvert sem þóknast kann ýmsa leigutaka sem svikist haft um að borga uppsetta húsaleigu. Ekki fer sögum af því hvort kaupmenn, sem fengu að hafa dúk sinn og disk í skjóli Ingvars á Hafnargötu 16 voru jafn pöróttir. ... svo />ú verðir aftur ung ... Guðfinnur nokkur Jónsson hefur eignast Hótelið af Ingvari undir aldarlok og hinn 5. apríl árið 1897 seldi hann það l lelga Asbjörnssyni, sem um skeið var nteð einhverja verslunarmynd í Keflavfk en varð síðar meir óðalsbóndi í Innri- Njarðvík. Helgi seldi Guðmundi Helga Þorvarðarsyni verslunarmanni húsið og Guðmundur Stefáni M. Bergmann myndasmið. I tíð Stefáns hafði Vilhjálmur Chr. Hákonarson búð í hótelinu, var hún á jarðhæð en íbúð Stefáns á efri hæð. Það segir annars mikla sögu um viðgang þorpsins að „fótógrafer" Oddbjörg Magniisdóttir þætti ástæða til að setja sig þar niður. En Stefán mun hafa haft yfrið nóg að gera við að „taka af" Suðurnesja- menn. í gamanbrag um Kellavík og þoipsbúa sem Jón Guðmundsson orli segir svo um Stefán og starfsemi hans; Pá lield ég mcetli minnast á myndasmiðinn, þrí verkið gengur lionum lijá, liann eriðinn. Og efþérfinnst cllin þung, á þig bindast, srn þú rerðir aftur ting, áttu að myndast. Fjölmargir lögðu því leið sína á fund myndasmiðsins og létu festa sig á gler í von um að varðveita þannig æskuna einhvers staðar. En sú von varð brátt að engu; á einurn klukku- tíma urðu minningarnar þær arna eyðileggingunni að bráð og það góð- fræga hótel Ólafs snikkara var allt í einu horfið. Til ólukku kom sem sagt upp eldur í húsinu um miðjan apríl 1912 og fuðraði það upp og brann til ösku að sögn á einni klukkustund. Mest allt myndaplötusafn Stefáns fór þar for- görðum ásamt vörubirgðum verslun- ar Vilhjálms. Vilhjálmur var að vísu tryggður hjá tryggingarfélaginu „Norge" svo einu gilti þótt fáeinar kaffibaunir, kandísmolar og vefnaðarstrangar yrðu eldinum að bráð, það mátti al- tént bæta með tryggingum. Og vá- tryggingafélagið „Nye Danske" bætti Stefáni aftur hústapið. En hvorugt þessara virtu vátrygginga- félaga megnaði þó að bæta Suður- nesjamönnunt æskumissinn vegna plötubrunans og þaðan af síður allar þær minningar sem hlaðist höfðu upp í hótelinu í gegnum árin. Eldtungurnar strokuðu þennan apríldag 1912 ekki aðeins út einstakt hús, heldur hótel, veitingahús, skóla, fundarstað, leiguíbúðir, verslanir og ljósmyndastofu og til viðbótar fjöl- margar endurminningar fólksins sem þar bjó eða sleit gólffjölum af öðrum ástæðum; góðar eða slæmar eftir atvikum. Það tjón verður seinl eða ekki bætt. Bjarni Guðmarsson Hentugar tækifærisgjafir SJÓNAUKAR Einfaldir/tvölfaldir. Verö frá kr. 2.273,- MYNDAVÉLAR Verð frá kr. 3.390,- ADALSTÖÐIN sæ BENSÍNAFGREIÐSLA FAXI 105

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.