Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 21

Faxi - 01.06.1993, Blaðsíða 21
Svæðisskrifstofa málefna fatl- aðra á Reykjanesi tók formlega í notkun nýja Hæfíngar og þjón- ustuniiðstöð 28. maí sl. Starfsemin er til ltúsa að Hafnargötu 90 Ketta- vík. Starfsemin miðar að því að efla möguleika fatlaðra til virkrar starfs- þátttöku í samfélaginu rneð því að bjóða upp á ijölbreytta þjónustu. Markmiðið er að efla starfshæfni hvers og eins. OII verkefnin eru mið- uð við getu einstaklingsins. Bæði er um að ræða vinnuverkefni og þjálf- unarverkefni. Vinnuþjálfunin felur í sér að verk- efnin eru fengin frá ýmsunt fyrir- lækjum og félagasamtökum. Verk- efnin eru einföld og fela oftast í sér pökkun, röðun og flokkun svo eitt- hvað sé nefnt. Verkefnin eru síðan aðlöguð að hverjum einstaklingi fyrir sig. Nú þegar hefur Hæftngar- stöðin hafi samstarf við nokkurfyrir- tæki á Suðurnesjum svo sem Igulker- averksmiðjuna, Kaffitár, Járn og Skip, Verkalýðs- og sjómannafélag Kellavíkur og Þroskahjálp á Suður- nesjum. Samstarfíð við þessa aðila hefur gengið mjög vel og þjónustuþegun- um líkar vel við þau verkefni sem unnið hefur verið við og ráðið vel við þau. Á Hæfingarstöðinni er einnig verið að þróa eigin framleiðslu sem felur í sér endurvinnslu á dagblaða- pappfr. Ferlið gengur út á að rífa nið- ur pappír í smáar einingar, pappírinn er síðan látinn liggja í bleyti í nokkra daga. Á þvf tímabili er hræit af og til í pappírnum og verður þá til massi. Að lokum er massinn settur í mjólk- urfernur þar sem hann þomar og verður að kubb. Tilgangurinn með þessu öllu saman er sá að kubbar þessir henta vel sent brennsluefni í arinofna og er ætlunin að markaðs- setja þessa vöru hér á Suðurnesjum. Með eigin framleiðslu er viðhaldið þeirri færni sem verið er að þjálfa upp í vinnuverkefnunum. Þjálfunarverkefnin eru margvísleg og hafa það markmið að gera ein- staklinginn hæfan til þess að taka þátt í ýmiskonar vinnuverkefnum, allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Geil er ráð fyrir að Hæfmgarstöðin geti verið áfangi á leið fatlaðra til atvinnu á almennum vinnumarkaði. Hæfíng af þessu tagi gerir mörgum fötluðum kleift að mæta þeim kröf- um sem gerðar eru á almennum vinnumarkaði. Þar sem um breiðan hóp fatlaðra er að ræða er Ijóst að ekki munu allir geta farið á vinnu- markaðinn. I þeim tilfellum gefur Á þessari mynd eru frá vinstri Þormar H. Ingimundarson, Hannes Svein- laugsson, Erla Guðjónsdóttir starfsleiðheinandi, Sesselja Áðalsteinsdóttir starfsleiðbeinandi, Reynir Gunnþórsson, Oli Árni Villijálmsson starlsleið- heinandi og Keynir Ingi Reynisson. Alls eru starfsmenn Hæfingarstöðvarinnar 6 í 5 1/2 stöðugildum. Ljósm. HH/Faxi. Starfsfólk og skjólþegar Hælingarstöðvarinnar við vinnu í sinni björtu og þægilegu vinnustofu. Frá vinstri eru Ingibjörg þorsteinsdóttir starfs- leiðbeinandi, Guðni Steinn Sveinlaugsson, Guðrún Kósalind Jóliannsdóttir og Guðnin Halla Jónsdóttir. Hæfingarstöðin þjónustuþegum tæki- færi til þess að fást við viðfangsefni utan heimilis í samræmi við getu og áhuga. Nú þegar eru 11 fatlaðir í þjónustu á Hæfingarstöðinni og eru þeir bú- settir víðsvegar um Suðurnes. Gert er ráð fyrir að allt að 18 þjónustu- þegar geti verið í hæfingu á hverjum tíma, flestir í hálfsdagstilboði. Þeir aðilar sem standa að Hæf- ingarstöðinni þ.e.a.s. Svæðisskrifsst. um málefni fatlaðra eru mjög ánægð- ir með viðtökurnar sem starfsemin hefur fengið. Miðað við þann tíma sem liðinn er lofar framtíðin góðu. I sömu húsakynnum og Hæfingar- stöðin er einnig starfrækt þjónustu- miðstöð. Þar er Suðurnesjaútibú Svæðisskrifstofu og sérfræðingar skrifstofunnar hafa þar fasta viðveru. Þjónusta sem þarna er boðið upp er margvísleg. Upplýsingamiðlun s.s. móttaka og afgreiðsla umsókna unt fjárhagsaðstoð vegna fatlaðra barna, námskostnaðar og ýmiskonar ráð- gjöf önnur sem tengist fötluðum og aðstandendum þeirra. Ósk (okkar) er að samstarfið við Suðumesjabúa verði fötluðum íbú- um svæðissins til heilla um ókomna tíð. Orðsending til húsbyggjenda Frá Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu eöa rafveitu í haust og vetur, þurfa aö sækja um tengingu sem fyrst og eigi síðar en 15. október n.k. Hús verða ekki tengd nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í skurðstæðinu. með umsókninni skal fylgja afstöðumynd. Ef frost er í jörðu þarf húseigandi að greiða aukakostnað sem af því leiðir að leggja heimæðar við slíkar aðstæður. Hitaveita Suðurnesja FAXI 117 L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.