Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 6

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 6
- aldarminning Guðni Guðni Magnússon málarameist- ari var fæddur í Narfakoti í Innri Njarðvík 21.nóvember 1904 og voru foreldrar hans hjónin Stein- unn Ólafsdóttir og Magnús Páls- son útvegsbóndi er þar bjuggu þá. Magnús var fæddur að Minni Borg undir Eyjafjöllum 1863 en Stein- unn í Rófu í Leiru 1862. Systkini Guðna voru Kristinn málarameist- ari í Hafnarfirði f. 25.2.1983, d. 28.12.1981, Sigurbjörn f. 4.1.1898, d.22.2.1918 en hann fórst með vél- bátnum Nirði og Árnheiður f.2.9.1900 d.18.10.1993. Guðni lést 15.9.1996. Guðni var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jóna Jóns- dótttir frá Stapakoti f.18.12.1904, d.18.7.1969. Börn þeirra, Vignir f. 30.8.1931, d. 26.8.1998 og Jón Birg- ir f.14.7.1939. Seinni kona Guðna var Hansína Kristjánsdóttir ættuð af Snæfellsnesi f. 8.5.1911, d. 5.11.1997. Börn þeirra Eiríkur f.3.4.1945, Steinunn f.4.6.1949 og Árnheiður Stefanía f.3.12.1951, Ellert Eiríksson stjúpsonur Guðna, sonur Hansínu frá fyrra hjóna- bandi f. 1.5.1938. Mestan hluta sinnar starfsævi stundaði Guðni málarastörf í Keflavík. Hann tók virkan þátt í félags-og fræðslumálum svo sem á málari vettvangi iðnaðarmanna, bindind- ismanna, samvinnuhreyfingar og sveitastjórnar, auk Rotary og Mál- fundafélagsins Faxa en hann var einn af stofnendum þess. Hlaut hann margvíslegar viðrukenningar fyrir störf sín, var t.d. heiðursfé- lagi í Iðnaðarmannafélagi Suður- nesja og Málarameistarafélagi Reykjavíkur. I Rotaiy hlaut hann Paul Harris orðuna og árið 1982 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að félagsmálum. Hann safnaði ýmsum fróðleik um sögu Suðurnesja og skrifaði margar greinar einkum í Faxa. Eftir hann liggur og bókin Iðnaðarmannatal Suðurnesja. Ragnar Guðleifsson fyrsti bæj- arstjóri okkar Keflavíkinga var mikill vinur föður okkar og segir í grein sem hann skrifaði um hann 70 ára m.a. svo hafa örlög valdið að við Guðni höfum orðið sam- ferða margan spölinn á lífsleið- inni. Fyrst lágu leiðir okkar saman í Barnaskólanum í Keflavík, þar vakti hann athygli mína með prúð- mennsku, ástundun á námi og miklum námshæfileikum. Við vor- um einn vetur saman í efri deild en þá voru deildir skólans aðeins tvær og ef námið gekk þolanlega voru nemendur 2 vetur í hvorri deild. Ég var einu ári yngri en Guðni og var því fyrra ár mitt með honum í deildinni. Mér er það alltaf minnisstætt hve ég dáðist að kunnáttu hans í reikningi, er hann reiknaði brotabrotin á töflunni og skeikaði hvergi, sama var að segja um aðrar námsgreinar. Þá skulum við minnast þess nú þegar aldrei er gert nóg fyrir börnin hve mikið hann og þau börnin úr Njarðvík- unum þurftu að leggja á sig til þess að fá að njóta þessarar kennslu. Á hverjum skóladegi og hvernig sem viðraði urðu þau að ganga um 5 km hvora leið. Þegar Guðni svo flutti til Keflavíkur urð- um við nábúar, voru hús okkar svo að segja sitt hvoru megin við Suð- urgötuna. Félagshyggjumaður var Guðni alla tíð, hann gekk í Verka- lýðs-og sjómannafélag Keflavíkur eftir að hann flutti til Keflavíkur og þegar Verkalýðs-og sjómannafé- lagið bauð fram til hreppsnefndar- kosningar var Guðni þar fjórði maður á listanum. Félagið kom að 2 mönnum, Guðni var því vara- maður og mætti oft á hrepps- nefndarfundi. Þegar Málfundafé- lagið Faxi var stofnað lagði Guðni þar drýgstan skerf til. Hann var ávallt hinn rökvísi ræðumaður, víð- lesinn og fróður vel. Guðni var sannur samvinnumaður. Um langt árabil unnum við saman í stjórn Kaupfélags Suðurnesja en þarf var hann formaður frá stofnun til ársins 1950. Víða liggja leiðir Guðna í félags- málum Keflavíkur. Hann hefur lengi verið sterk stoð í bindindis- hreyfingunni hér í Keflavík. Til fjölda ára forystumaður í Iðnaðar- mannasamtökum hér um slóðir. Og ekki megum við gleyma að þakka honum skerf hans að útgáfu Faxa. Hann hefur verið gjaldkeri blaðsins um langan tíma, þá skrif- aði hann margar fróðlegar greinar í blaðið s.s. sögu bindindishreyf- ingarinnar á Suðurnesjum auk margra greina um málefni líðandi stundar á undaförnum árum. Hann hefur þarna lagt skerf að drögum til byggðasögu Keflavíkur og Njarðvíkur ef hún verður ein- hvern tíma skrifuð. Guðni var rit- fær vel og það sem meira máli skipti er að treysta má heimildum hans og frásögn, þá hefur Guðni átt sæti í ýmsum nefndum fyrir bæjarfélagið, og vil ég þá sérstak- lega nefna bygginganefnd, skóla- Þvottadagar fyrir raf- og vélvæðingu Gert í tilefni þess, að 21. nóvember 2004 voru 100 ár liðin frá fœðingu Guðna Magnússonar s g man fyrst eftir Guðna Magnussyni um 1930, þegar hann er enn ungur maður að hefja búskap með fyrri konu sinni, Jónu Jónsdóttur, á loftinu í Akri, hjá foreldrum mín- um, en þar bjuggu þau til ársins 1935, er þau fluttust til Keflavíkur. Á uppvaxtarárum Guðna var lífið nokkuð frumstætt, að mati ungs fólks í dag, svo frumstætt raunar, að það trúir því vart. Ég var eitt sinn að segja ungum dóttursyni mín- um frá því, þeg-ar ég var lítil, og hvað hefði vantað af því, sem hann íeldi sjálfsagt. Þegar ég lauk máli mínu, horfði hann á mig góða stund og sagði svo: „En það rugl!“ Mig langar að „spóla aðeins til baka“ og rifja upp og segja ykkur frá einum stórþvottadegi á æskuheimili Guðna í Garðbæ í Innri-Njarðvík. Lýsingin getur allt eins átt við um öll býli þorpsins, en á þeim tíma voru engar þvottavél- ar eða þurrkarar, ekkert rafmagn, ekkert renn- andi vatn í húsum og engin skolplögn frá hús- um - ailt vatn þurfti að sækja í brunna og allt skolp að bera út. í Garðbæ var hlóðaþvottahús, sem enginn strompur var á - aðeins gat upp úr þakinu, svo reykurinn frá hlóðunum gæti leitað út, en kæfði ekki þá, sem inni voru. Þegar til stóð að þvo stórþvott í Garðbæ, sem oftast var gert tvisvar í mánuði, var dagskráin þessi: Eitthvert Garðbæjarsystkinanna fór með poka út á Háabala til að gá, hvort ekki hefði rekið einhvern góð-an eldivið, til að spara kolin, sem alltaf þóttu dýr. Stundum rak góða drum- ba, en þá var það karlmanns-verk að koma þeim heim og saga þá síðan og höggva í eldinn. Á þessum árum var rekafjörunni skipt á milli bæja. Máttu íbúar hvers bæjar hirða það, sem rak á það svæði, sem bænum var úthlutað. Hái- bali er neðan Steypustöðvarinnar, og átti Garð- bær rekarétt þar. Nú hefur orðið þarna mikil breyting á, með upp-fyllingu, og þessi kennileiti eru grafin og gleymd. Allt þetta svæði er nú nefnt Fitjar, en áður skiptist það í Seylu, Fitjar, Granda, Háabala og Bolafót. 6 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.