Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 10
son kom í stjórnina fyrir Ólaf og Óskar
Þórhallsson tók við formennskunni. Undir
liðnum önnur mál flutti Karvel Ögmunds-
son svohljóðandi tillögu: „Fundurinn sam-
þykkir að kjósa þriggja manna nefnd til
þess að ákveða hvort hagkvæmara væri
að breyta félagsforminu í hlutafélag.“
Þessi tillaga fékk aðeins tvö atkvæði. í lok
fundar þökkuðu Guðjón Ólafsson framkv-
stjóri og fleiri Ólafi góð og farsæl störf fyr-
ir félagið. Þann 18. maí kom stjórnin sam-
an til þess að ræða bréf frá Guðmundi
Guðmundssyni, sem var í forsvari fyrir
dánarbú með 1 atkvæði, þar sem hann
gerði kröfu um að allur arður af eignum
félagsins verði látin renna til stofnfjáreig-
enda. Afslætti ætti aðeins að taka frá
rekstri. Stjórnin var sammála um að slíkt
væri brot á 7. gr. laga félagsins.
Stofnun hlutafélags undirbúin
Á aðalfundi fyrir árið 1993 var meðal
annars tilkynnt, að Guðjón Ólafsson fram-
kvstjóri tæki sæti í stjórn Olíufélagsins hf.
í stað Karvels Ögmundssonar og Ólafur B.
Ólafsson í varastjórn í stað Ólafs Björns-
sonar. Ólafur Björnsson og Óskar Þórhalls-
son urðu áfram í stjórn OSH. Samningar
stóðu yfir um að endurnýja samninginn
um reksturinn í Helguvík sem hafði geng-
ið mjög vel. Guðmundur Guðmundsson
mætti á fundinn með lögfræðing og þeir
kröfðust þess að hætt yrði að nota arð af
eignum félagsins til þess að veita afslætti
af viðskiptum, hann ætti allur að ganga til
stofnfjáreigenda. Arður af eign í Olíufé-
laginu hf. hafði lengst af verið 10% auk
jöfnunarhlutabréfa 10-15%. Góður arður
var líka af rekstri OSH. Kröfu Guðmundar
var alfarið hafnað og samþykkt að greiða
afslætti af olíuviðskiptum með sama hætti
og gert hafði verið og miða vexti af stofn-
fjársjóðum við vexti Sparisjóðsins í Kefla-
víkur. Reikningarnir voru samþykktir með
öllum atkvæðum gegn atkvæði Guðmund-
ar. Á fundinum urðu talsverðar umræður
um félagsformið. Aðalfundur fyrir árið
1994 var haldinn á Glóðinni 24. apríl 1995.
Þar kom fram að sala á olíu hefði aldrei
verið meiri síðan hætt var að nota olíu til
húshitunar eða 16.148. lítrar. Nokkurt tap
varð þó á rekstri OSK. Þrátt fyrir það var
kr. 15.5 milljónum varið í afslætti og 10%
vexti af stofnsjóð. í skýrslu formanns kom
fram að stærstu olíunotendur væru farnir
að óska eftir tilboðum í viðskipti sín. Við
þetta gæti samlagið ekki keppt. Viðskipti
við ÍAV höfðu verið veruleg en þau voru
farin beint til Olíufélagsins hf. OSH fékk
áfram samninginn um vörsluna í Helgu-
vík. Þar gekk vel sem fyrr. Guðmumdur
Guðmundsson gerði miklar athugasemdir
en þeim var alfarið hafnað og hann
greiddi einn atkvæði á móti reikningun-
um. Ný skrifstofa hafði verið innréttuð
fyrir Útvegsmannafélagið og einnig fund-
arsalur sem þeir höfðu aðgang að. Tankar
félagsins voru hreinsaðir og málaðir. í
upphafi aðalfundar fyrir árið 1995 var
Þorsteins Jóhannessonar minnst, hann
hafði látist á árinu. Þorsteinn hafði verið í
OSK næstum frá upphafi og verið virkur
félagi, var um langt skeið í varastjórn.
Fram kom að Guðmundur Guðmundsson
hefði höfðað mál gegn OSK. Vildi m.a. láta
ógilda tvo síðustu aðalfundi, hann tapaði
málinu að mestu leyti. Stjórnin hafði
áfrýjað málinu til Hæstaréttar, vildi að öll-
um málatilbúnaði Guðmundar yrði hafn-
að. Reikningar voru samþykktir með sama
hætti og áður, Guðmundur Guðmundsson
einn á móti. Undir liðnum önnur mál bar
Stefán Arnarson fram svohljóðandi til-
lögu: „Fundurinn samþykkir að kjósa
Guðmundur Guðmunds-
son mætti á fundinn með
lögfræðing og þeir kröfð-
ust þess að hœtt yrði að
nota arð af eignum fé-
lagsins til þess að veita
afslœtti af viðskiptum,
hann ætti
allur að ganga til
stofnfjáreigenda.
þriggja manna nefnd sem semji skýrslu
um kosti þess og galla að breyta Olíusam-
lagi Keflavíkur í hlutafélag.“ Tillaga þessi
var samþ. með þorra atkvæða gegn tveim-
ur. I nefndina voru svo kosnir Reynir
Ólafsson, Stefán Arnarson og Bergþór
Baldvinsson. Á fundi stjórnar 13. október
1996 var samþykkt að breyta kr. 500 þús.
af skuld SN í hlutafé. Hraðfrystihús Kefla-
víkur hét nú Stakksvík hf. Fyrir fundinum
lá beiðni þeirra um að OSK yfirtæki eign
þeirra í Samlaginu, ennfremur að hluta-
bréf Stakksvíkur í Skipaafgreiðslu Suður-
nesja og Fiskmarkaði Hafnarfjarðar yrðu
tekin upp í viðskipti, samtals kr. 32.5
milljónir. Stjórnin samþykkti að verða við
þessari ósk. Á stjórnarfundi, sem haldinn
var 22. apríl 1997, lá fyrir óformlegt álit
nefndarinnar sem kanna átti breytt félags-
form. í framhaldi af því samþykkti stjórn-
in að leggja eftirfarandi tillögur fyrir
næsta aðalfund: a) Stjórnin skal vinna að
því að fá heimild ríkisskattstjóra til þess
að breyta OSK í hlutafélag með þeim
hætti að félagið fái sömu skattalegu með-
ferð og önnur samlagsfélög sem breytt
hafa um form, svo sem SH, SÍF og fl. b)
Stjórnin skal fyrir næsta aðalfund útbúa
skipurit fyrir félagið, einnig samþykktir
og félagslög, sem lagt verði fyrir næsta að-
alfund. Miða skal við að félagið verði að
hlutafélagi um áramótin 1998/1999.
Aðalfundur fyrir árið 1996 var haldinn á
Glóðinni 28. apríl 1997. Aldrei höfðu fleiri
mætt. Áhugi fyrir Samlaginu hafði greini-
lega vaxið, dánarbúum hafði verið skipt
og við það fjölgaði eigendum, allir fengu
eitt atkvæði út á eign í stofnfjársjóði, og
skipti þá engu hversu lítill hann væri. Við-
skiptamenn höfðu atkvæðafjölda sem réð-
ist af viðskiptamagni liðins árs og gátu því
yfirleitt ráðið úrslitum mála. Ólafur B.
Ólafsson var kjörinn fundarstjóri. Hann
byrjaði á að minnast Jóns Erlingssonar
sem látist hafði á árinu. Formaður flutti
skýrslu stjórnar að vanda. Reksturinn
taldi hann hafa verið viðunandi. Hann
lagði áherslu á að afkoma Olíufélagsins
hf. skipti orðið mestu fyrir afkomu sam-
lagsins, þar hafði afkoman verið góð,
greiddur 10% arður og 15% í jöfnunar-
bréf. Eign OSK í Olíufélaginu var orðin
um kr. 117 milljónir að nafnverði. Rekst-
urinn í Helguvík hafði skilað góðum tekj-
um. Óskar Þórhallsson formaður lauk máli
sínu með þessum orðum: „Góðir fundar-
menn. Eg hefi verið í stjórn OSK í 13 ár.
Þetta hefur veríð skemmtilegur tími og ég
á margar góðar minningar frá honum. Af
persónulegum ástæðum mun ég ekki gefa
kost á mér til áframhaldandi stjórnarsetu.
í lokin vil ég færa samstarfsmönnum í
stjórn félagsins, framkvæmdastjóra og
starfsfólki OSK, bestu kveðjur og þakkir."
Reikningar gerðu ráð fyrir sama afslætti
og áður. Guðmundur Guðmundsson mót-
mælti og bar fram breytingatillögur sem
aðeins fengu atkvæði hans. Ólafur B.
Ólafsson var einróma kosinn í stjórn í stað
Óskars og varð form. Miklar umræður
urðu um tillögur stjórnar varðandi breyt-
ingu á félagsforminu. Að lokum var samþ.
svohl. tillaga: „Aðalfundur OSK haldinn á
Glóðinni 28/4.1997 samþykkir að stefnt
skuli að breytingu félagsins í hlutafélag
frá og með l.jan. 1998. Framhaldsaðal-
fundur, sem endanlega ákveður dagsetn-
ingu og fyrirkomulag, verði haldinn fyrir
árslok næstkomandi.“ Tillagan var sam-
þykkt með öllum greiddum atkvæðum. Að
lokum þakkaði Guðjón Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Óskari góð störf fyrir félag-
ið. Fundarstjóri tók undir þakkirnar og
sleit fundi. Stjórnin fól Jónasi Guðbjörns-
syni endurskoðanda, sem verið hafði með
mál félagsins hjá Endurskoðun Sigurðar
Stefánssonar seinni ár, að vinna að undir-
búningi breytiga á félagsforminu.
Þann 30. nóvember kom stjórnin saman
10 FAXI