Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 23

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 23
Körfuboltalið Keflavíkur gerir það gott í Bikarkeppni Evrópu (FIBA Europe Cup) Karlalið Keflavíkur tók þátt í Bikarkeppni Evrópu í körfubolta á síðasta ári og stóð sig vonum framar, unnu m.a. þrjá heima- leiki gegn frönskum og portúgölskum félaögum. Eftir frábært tímabil hér heima (íslands- og bik- armeistarar 2004) var ákveðið að taka aftur þátt í keppninni á þessu ári. Það eru alls 33 lið sem taka þátt og vegna þess hvernig liðin 33 raðast á deildir (Vestur, Mið, Norður og Suður) þá voru Vestur og Miðdeildir sameinaðar og þar léku 12 lið í þremur riðlum. Keflavík lék í A-riðli með eft- irtöldum liðum: * Reims Champagne, Frakklandi * Bakken Bears, Danmörku * CAB Madeira, Portúgal í hinum tveimur riðlunum léku átta lið frá Sviss, Portúgal, Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu. Af þessum 12 liðum komust 8 áfram í keppninni, tvö efstu liðin í hverjum riðli og þau tvö stigahæstu af þeim sem eftir voru. Leikdagar og úrslit í A-riðli voru sem hér segir: * 3. nóv. Keflavík - Reims 93 - 73 * 10. nóv. Keflavík - Madeira 114 -101 * 18. nóv. Keflavík - Bakken Bears 80 - 81 * 23. nóv. Reims - Keflavík 94 -106 * 7. des. Bakken Bears - Keflavík 104 - 90 * 9. des. Madeira - Keflavík 92 - 82 Áður en keppnin í riðlinum hófst mátti telja líkur Keflavíkur a.m.k. þokkalegar mið- að við árangurinn í fyrra. Vitað var að Reims var afar sterkt lið, ekki ósvipað Dijon sem var í keppninni í fyrra og einnig eru Bakken Be- ars sterkir en þeir hafa nánast verið einráðir í danska körfuboltanum á undanförnum árum. Árangur Keflvíkinga að þessu sinni hefur ver- ið stórkostlegur en þeir léku sex leiki og urðu í 2. sæti í riðlinum og eru komnir áfram í næstu umferð sem leikin verður í janúar n.k. og leika þeir þá gegn svissnesku liði. Verður gaman að fylgjast með þeirri viðureign. Köifiibolti á hœrra plani Ekki er fráleitt að fullyrða að með þátttöku sinni og frammistöðu í þessari keppni hafi Keflavík lyft grettistaki í íslenskum körfu- bolta. Við höfum fengið að sjá liðið kljást við sterk erlend atvinnumannalið sem eiga á að skipa mjög góðum leikmönnum. Keflvíkingar hafa mætt þeirri áskorun og hefur liðið á köfl- um leikið frábærlega og einstaka leikmenn hafa átt þvílíka stórleiki að jafna má við leik bestu manna í íþróttinni. T.d. hafa þeir Gunn- ar Einarsson og Magnús Gunnarsson verið nær óstöðvandi hvort sem það hefur verið í vörn eða sókn. Hafa þeir ekki látið sér nægja að skjóta á körfuna rétt utan þriggja stiga lín- unnar heldur hafa þeir komið andstæðingun- um í opna skjöldu með skotum langt þar fyrir utan, skotum sem hafa ratað rétta leið í körf- una. Þaö sem þó hefur einkennt leik liðsins framar öðru er geysiöflugur varnarleikur. Hafa andstæðingarnir oft á tíðum lent í óskaplegum vandræðum og tapað boltanum hvað eftir annað með þeim afleiðingum að Keflvíkingarnir hafa skorað auðveldar körfur. Þess má til gamans geta að rekstrarkostnaður sumra liða sem Keflavík hefur mætt er yfir 300 milljónir króna, en það mætti reka Kefla- víkurliðið í tvo áratugi fyrir þá f járhæð! Körfuboltaáhugamenn hafa tekið þessari þátttöku Keflvíkinga með miklum áhuga og hefur félagið sinnt því með sóma að koma upplýsingum á framfæri. Þegar útileikirnir hafa staðið yfir má stöðugt fylgjast með gangi leikjanna á heimasíðu félagsins og eru þá heimsóknir á síðuna og flettingar svo þúsund- um skiptir. Sjónvarpið hefur síðan sýnt valda kafla úr heimaleikjunum að leik loknum. Ljóst er að fylgst er með keppninni af áhuga um land allt Þátttakan hefitr kostað mikla vinnu stjómar og leikmanna Okkur lék forvitni á að vita hvernig Kefla- vík hefur staðið að því að fjármagna þátttöku sína í þessu móti því ekki er vafi á að kostnað- urinn er mikill. Að sögn Hrannars Hólm sem verið hefur formaður körfuknattleiksdeildar- innar undanfarin ár þá má reikna með að heildarkostnaður við keppnina í ár verði ná- lægt fjórum milljónum. Ákveðið var að halda sérstaklega utan um þetta verkefni þannig að það kæmi ekki niður á öðrum rekstri deildar- innar. Hafa stjórnarmenn og leikmennirnir lagt fram mikla vinnu við ýmiskonar fjáröflun og er óhætt að segja að menn hafi verið óvenju hugmyndaríkir. Á næstunni mun m.a. koma út geisladiskur þar sem leikmenn Kefla- víkur flytja á stórskemmtilegan hátt nokkra af stuðningsmannasöngvum liðsins. Eru leik- mennirnir búnir að safna styrktarfé vegna út- gáfukostnaðarins þannig að andvirði hvers disks mun skila sér sem hreinar tekjur. Þá hafa leikmenn verið að taka að sér ýmis við- vik fyrir stofnanir og fyrirtæki og hafa greiðsl- ur fyrir þau verk runnið til félagsins. Ágæt að- sókn að sumum leikjanna hefur og skilað dá- góðum tekjum og framlög úr Afreksmanna- sjóði bæjarins hafa komið sér vel. Var Hrann- ar bjartsýnn á að þegar upp væri staðið og öll kurl komin til grafar að þá muni hafa tekist að fjármagna þetta ágæta og skemmtilega verkefni tvö ár í röð, en það hefur nú þegar aukið hróður íslands á sviði körfuknattleiks- ins. Við óskum liðinu góðrar framgöngu í framhaldinu. Keflvíkingar Norðurlandameistar - sigmðu á Nordic Challence - Norðurlandamót félagsliða i Osló í fyrsta skipti var í vetur haldið Norður- landamót félagsliða en slíkt hefur lengi verið á dagskránni hjá körfuknattleiksforystunni á Norðurlöndum. Mótið kallast Nordic Chal- lence eða Nordisk Klubb Mesterskap og var að þessu sinni leikið í Rykkinnhallen í Oslo dagana 23. til 26. sept. Keflavík var boðið á mótið fyrir hönd íslands og að sama skapi mættu til leiks meistarar Noregs, Bærum Verk Jets, meistarar Finnlands, Kouvot og Norrköp- ing Dolphins frá Svíþjóð, en þeir urðu í öðru sæti sænsku deildarinnar í fyrra. Dönsku meistararnir, Bakken Bears (mótherjar Kefl- víkinga í Evrópukeppninni í haust) boðuðu forföll sökum þess að þeir stóðu sjálfir fyrir eigin móti um þessa sömu helgi. Leikið var í tveimur riðlum í mótinu og komst Keflavík í úrslit og lék þá við finnsku meistarana Kou- vot. Þrátt fyrir að hafa tapað fyrir þeim í und- ankeppninni þá var allt annað upp á teningn- um í úrslitaleiknum sem Keflavík vann 109 - 89. Glæsilegur árangur það. HH FAXI 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.