Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 38

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 38
Á fjölskyldan einhver sameiginleg áhugamál? Viö höfum gaman af tónlist og svo er alltaf gaman að hitt- ast og ræða málin! En hvað með þig sjálfan, áttu sjálfur eitthvert eitt áhugamál um fram annað? Það verður að segjast eins og er að Reykjanesbær á hug minn allan. Við stöndum hér í kröftugri uppbyggingu til að styrkja undirstöðurnar fyrir öflugra samfélag. Það tekur á en ég er einnig gríðarlega ánægður með þessa undirbún- ingsvinnu og tel að hún muni mjög vel skila sér til framtíðar. Þetta er mitt áhugamál! Og þá yfir í pólitíkina? Nú er það svo að í kosningabarátt- um almennt að þá er mörgu lofað. Finnst þér sem þið hafið náð að efna það sem þið lofuðuð fyrir kos- ningar? Eins og menn muna, settum við sjálfstæðismenn fram skýr loforð í síðustu kostningum. Við fengum tækifæri til að setja þessi loforð í enn skýrari aðgerðaáætlun í bæjarstjórn og þar er hverju verkefni mjög vel fylgt eftir. Eg legg mikla áherslu á það. Hvað hafið þið helst verið að fram- kvœma á kjörtímabilinu? Við höfum gert Iðnaðar- svæðið í Helguvík tilbúið und- ir hverskonar iðnaðarstarf- semi. Við höfum unnið vel með Hitaveitu Suðumesja að næsta verkefni sem er Reykjanes- virkjun. Við höfum styrkt versl- unar- og þjónustulínuna við Hafnargötu verulega svo nú fjölgar ört fyrirtækjum þar. Við höfum staðið vel að baki Heilbrigðisstofnun Suðumesja í þeirri spennandi uppbygg- ingu sem þar er um að verða. Við höfum undirbúið þjón- ustusvæði fyrir eldri borgara og fengið í gegn að byggt verð- ur nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Við stofnuðum sérstakan Manngildissjóð sem veitir stuðning til hverskonar menningar- og manngildismála og hefur nýst mjög vel til slíkr- ar uppbyggingar hér. Við höf- um lagt áherslu á að bæta um- ferðaröryggi í bænum um leið stundaskólinn vekur gríðar- lega athygli því hér er sam- ræmt íþróttastarf, vísinda- kennsla, listir og leikur á mjög hagkvæman hátt. Við höfum eflt háskólastarf hér gríðarlega með tilkomu Íþróttaakademí- unnar, sem hefur starf næsta haust. Þá hefur Fjölbrautaskól- inn verið efldur og stækkaður og ég bind miklar vonir við gott uppbyggingarstarf þar. í umhverfismálum höfum við unnið að hreinsun umhverfis með þeim árangri að þúsundir tonna af járnarusli hefur verið fjarlægt úr jarðveginum og úr fjörum hér í kring. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta og fegra umhverfið. Jafnframt höfum við grjótklætt alla ströndina til sjóvarna, sem við sömdum við ríkið um en efnið kemur allt úr Helguvík. Þá höf- um við hafist handa við bygg- ingu nýs hverfis í Innri Njarð- vík, Tjarnahverfis, en þar verða 530 íbúðir, nýr grunn- skóli og stækkaður leikskóli. Þetta hefur verið að gerast á s.l. 2 árum og þannig mætti áfram telja. Eitthvað hefur þetta kostað. Sagt er að bœrinn sé að safha miklum skuldum. Efsvo er, er það áhyggju- efhi? Nei, þessi uppbygging okkar Slappað afí faðmi fjölskyldunnar. og ýmis forvarnarverkefni með börnum og unglingum hafa verið styrkt. Við höfum reist nýja félagsmiðstöð fyrir eldri hóp unglinga í 88-húsinu. Við vinnum að margvíslegum um- bótaverkefnum í grunnskólun- um og ætlum þeim að verða til fyrirmyndar á öllum sviðum. Við höfum komið á Frí- stundaskóla sem er framhald á þjónustu við yngstu grunn- skólabörnin eftir að hefð- bundnum skóladegi lýkur. Frí- llélguvíkin er besta iðnaðarsvœði landsins tilframtíðar litíð. 38 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.