Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 42
Afsláttarkort og hámarksgreiðslur
Hámarksgreiðslur gegn fullu gjaldi fyrir
læknis- og heilsugæsluþjónustu á árinu
Hámarksgreiðslur gegn fullu gjaldi fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu á hverju almanaksári eru :
Fyrir einstaklinga, kr. 18.000 á ári. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega sem greiða lægra gjald fyrir
læknis- og heilsugæsluþjónustu, kr. 4.500 á ári. Fyrir öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu,
kr. 6.000 á ári.
Þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði greiða eftir gjaldskrá fyrir lífeyrisþega.
Framvísa þarf staðfestingu frá Vinnumálastofnun / vinnumiðlun.
DÆMI: Einstaklingur hefur verið atvinnulaus í meira en sex mánuði og þarf að leita læknis.
Viðkomandi á ekki afsláttarkorten á rétt á að greiða sama gjald og samið hefur verið um fyrir
lífeyrisþega. Athugið að hámarksupphæð fyrir atvinnulausan einstakling vegna afsláttar-
skírteinis er kr. 18.000.
Eftir að hámarksgreiðslum er náð á viðkomandi rétt á afsláttarkorti.
Þeir sem sækja um afsláttarkort eftir að hafa verið búnir að borga meira en sem nemur
hámarksgreiðslunni, geta fengið 2/3 hluta af mismuninum endurgreiddan. *Frá apríl 1999.
Afsláttarkort afgreidd gegn framvísun greiðslukvittana
Þegar hámarksgreiðslu er náð fæst afsláttarkort gegn framvísun kvittana í þjónustumiðstöð
Tryggingastofnunar á Laugavegi 114 og umboðum hennar utan Reykjavíkur.
Athugið að ekki er unnt að afgreiða afsláttarkort nema gegn framvísun greiðslukvittana frá
lækni. Gætið þess að halda saman greiðslukvittununum sem þið fáið afhentar þegar greitt er
fyrir læknisþjónustu. Ef greiðsla hefur verið innt af hendi í gegnum heimabanka þarf að koma
með staðfestingu (útprentun, kvittun) á greiðslunni. Gegn framvísun afsláttarkorts greiðist
lægra gjald fyrir ofangreinda þjónustu. Afsláttarkortin gilda út almanaksárið.
Kostnaður sem sjúkratryggður einstaklingur greiðir vegna heimsóknar til lækna án samnings
við Tryggingastofnun telst ekki með þegar hámarksupphæðin er reiknuð saman. Kostnaður
vegna flutnings með sjúkrabíl og tannlæknareikningar eru ekki heldur teknir með inn I há-
marksupphæðina.
Þótt hámarki vegna afsláttarkorts sé náð þarf áfram að halda saman kvittunum vegna læknis-
þjónustu og heilsugæslu. Fari kostnaður vegna læknisþjónustu, heilsugæslu og lyfja yfir
ákveðið mark getur fólk átt rétt á endurgeiðslu.
Endurgreiðslur vegna mikils læknis-,lyfja og þjálfunarkostnaðar
Endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar (sjúkra-, iðju- og talþjálfun) eru
háðar árstekjum (sjá upphæðir kafla 3 í handbók TR). Endurgreitt er fyrir þrjá mánuði í senn,
þ.e. fyrir hvern ársfjórðung. Tekjur fjölskyldu og samanlagður læknis-, lyfja- og þjálfunarkostn-
aður miðast við einstaklinga með sama fjölskyldunúmer, þ.e. einstakling, hjón eða sambýlis-
fólk og börn þeirra undir 18 ára aldri. Miðað er við árstekjur árið áður en sótt er um endur-
greiðslu. Eyðublaðið má finna undir krækjunni Umsóknareyðublöðá forsíðu og þá hlekknum
Sjúkratryggingar.
Athugið að þegar sækja þarf endurgreiðslur til Tryggingastofnunar er óþarfi að koma.
Nóg er að senda allar kvittanir og hægt er að fá afsláttarkort send í pósti og endur-
greiðslur greiddar á bankareikninga. Þess þarf að gæta að reikningar séu rétt útfylltir og
að fram komi banki, reikningsnúmer og kennitala þess sem við greiðslunni tekur. Einnig
er hægt að nýta sér umslög hraðþjónustu og sleppa allri bið í þjónustumiðstöð. Allar
nánari upplýsingar fást í 3. kafla í handbók TR.
Umboð sjúkratrygginga
Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sími 420 2400
Aalborg Portland
gæðasement se
kröfur san
-segir Bjarni O B
Eitt þeirra fyrirtækja sem
hreiðrað hafa um sig í Helguvík
er Aalborg Portland sem sérhæ-
fir sig í innflutningi á dönsku sementi
sem er meginstarfsemi fyrirtækisins, en
þetta danska sement hefur að sögn
reynst vel við íslenskar aðstæður. Faxi
náði tali af Bjarna Ó. Halldórssyni sem
segir að fyrirtækið dafni vel og hafi náð
að festa rótum hér á svæðinu. Hann
svaraði nokkrum spurningum okkar
góðfúslega.
Hvemig stóð á því að þið
stofhuðuð þetta fyrirtœki?
Nú, þess má geta hér í upphafi að
sement frá Aalborg Portland er
íslendingum að góðu kunnugt og var selt
hér á íslandi allt frá aldamótunum 1900
til um það bil 1958 eða fram til þess að
Sementsverksmiðjan var stofnuð uppi á
Akranesi. Þegar svo kom að því að selja
átti Sementsverksmiðjuna fyrir nokkr-
um árum var Aalborg Portland boðið til
viðræðna um hugsanleg kaup á
Sementsverksmiðjunni. Af þessum
kaupum varð ekki, en í ljósi þess að
fyrirhugað var að selja Sementsverk-
smiðjuna, sem og að á íslandi var álit-
legur markaður fyrir sement, var
ákveðið að hefjast handa og verða á
undan öðrum erlendum aðilum til ís-
lands. Og ekki spillti fyrir ákvörðuninni
að margir meðal hinna eldri á íslandi
höfðu mjög jákvæða reynslu af sementi
frá Danmörku.
En hvemig stóð á þvi að þið völduð Helguvik?
Hafnaraðstaðan er frábær í Helguvík
auk þess sem lóð var til staðar, sem gerði
það mögulegt að hefjast handa við upp-
byggingu. En einnig voru viðbrögð
bæjaryfirvalda mjög jákvæð gagnvart
okkar starfsemi og það hafði vitanlega
sín áhrif.
Hvað starfa margir hjá ykkur?
í dag eru 8 starfsmenn fastráðnir, en á
sumrin og fram á haust, erum við með
um 10 starfsmenn.
42 FAXI