Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 39

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 39
Ámi í Akurskóla. Tjamarsvœðið svokallaða í baksýn er nánast tilbúið og þar verða götur tilbúnar innan fárra mánaða. er alls ekki áhyggjuefni. Hún er fagnaðarefni vegna þess að Reykjanesbær mun hagnast á henni, ekki tapa, og hitt er að Reykjanesbær er í hópi sveit- arfélaga sem á mjög vel fyrir skuldum sínum. Ef við berum saman eignir bæjarsjóðs á móti skuldum, sem er mjög raunsær samanburður, sjáum við að hver íbúi á um 267 þús- und krónur umfram skuldir í lok þessa árs. Hafnarjörður á t.d. um 81 þúsund krónur á íbúa við lok þessa árs. Sterk eignastaða okkar leyfir að við byggjum hratt og öflugt upp samkvæmt okkar áætlun og í kjölfar hennar fara tekjur sveitarfélagsins að aukast aft- ur þegar íbúum fjölgar. Þetta hefur gerst í Kópavogi, og er nú að gerast í Hafnarfirði. Eg spái því að þar sem við erum búin undir þessa aukningu munum við sjá sömu þróun hér á næstu 5-10 árum. Eitt afþví sem mér finnst hafa ein- kennt stjómunarstíl þinn er sókn í stað vamar. Þ.e. að þú viljir frekar framkvœmdir, í stað þess að sitja með hendur í skauti og spara. Er þetta rétt? Það að sitja með hendur í skauti er ekki að spara fyrir sveitarfélag eins og Reykjanes- bæ. Það er leiðin til að tapa peningum, því þá fara íbúarnir og tekjugrunnurinn hrynur. Ég finn að mikill meirihluti íbúa hér er mér mjög sammála og vill að hér sé tekið til hendi. Það geri ég með góðum hópi samstarfsfólks af því að við stöndum sterkum fótum hvað eignir varðar og getum því fjárfest til framtíðar án þess að ógna stöðu Reykjanesbæj- ar. Nú ert þú sjálfur skólamaður. Hvað fannst þér um þá hörðu kjaradeilu kennara sem nú er nýlokið. Verður dregið úr framkvœmdum í kjölfar samningsins? I samanburði við aðrar þjóð- ir hafa kennarar á íslandi ekk- ert sérstaklega góð laun. En þegar mikill kostnaður kemur á okkur þarf auðvitað að leita leiða til hagræðingar. Við mun- um gera það án þess að það komi niður á kennslu, en í skólunum eins og annars stað- ar má vel hagræða og það munum við áfram leitast við að gera. Nú er verið að reisa íþróttaakadem- íu sem m.a. vargagnrýnd af sumum alþingismönnum. Hvað finnst þér um þá gagnrýni? Sumir alþingismenn eru skammsýnni en aðrir alþingis- menn! Hver er okkar akkur með þessari aka- demíu og hvað þarf marga nemendur til að þetta dœmi geti farið af stað? Við höfum samkomulag í gegnum ríkið og Háskólann í Reykjavík um að byrja með 30 nemendur á 1. ári næsta haust. Íþróttaakademían byggir á því gríðarlega mikla íþróttastarfi sem hér er og þeim miklu mannvirkjum sem við höfum þegar byggt. Þannig fullnýtum við f járfestingar fortíðarinnar og sköpum hér framtíð fyrir áhugavert háskólaumhverfi, líkt og gerst hefur á Akureyri. Ég trúi því að þetta geti verið mikilvægari hornsteinn til framtíðar en flest annað sem við erum að byggja hér upp. Er eitthvað að frétta af stdlsmiðj- unni í Helguvik, Vtkingaþorpinu og fleiri verkefhum sem þið hafid haft á prjónunum? IPT fyrirtækið hefur í skoð- un tvo áfanga , tvær pípuverk- smiðjur. Við höfum verið þolin- móð að veita þeim fresti til að ljúka sínum málum, en við höf- um aldrei vísað öðrum frá vegna þeirra. Það eru mörg tækifæri í Helguvík og ég finn að viðurkenning á þessu svæði sem besta iðnaðarsvæði lands- ins til framtíðar, er orðin mun almennari. Þá er landmótun í fullum gangi varðandi Víkinga- heiminn og ég vonast til að við náum aðilum að frekari upp- byggingu á næsta ári. Þá hafa menn skoðað möguleika á „samgöngumiðstöð“ ofan Iða- valla og þau tækifæri skýrast einnig á næsta ári. Og að lokum Ámi. Hvemig líst þér á atvinnumálin? Hvemig hafa bœj- aryfirvöld bmgðist við þeim upp- sögnum sem orðið hafa á Vellinum? „Allt það sem ég hef nefnt hér að framan sýnir svart á hvítu mikla uppbyggingu í at- vinnumálum, hvort heldur er í verslun og þjónustu, iðnaði, flugþjónustu, ferðaþjónuslu, heilbrigðisþjónustu eða menntastörfum. Þess vegna er ekki annað mögulegt en að líta með björtum augum á atvinnu- málin. Biðstaðan með Varnar- liðið hefur verið mjög erfið. Við megum ekki sitja og bíða eftir niðurstöðunni þar þótt menn séu í dag bjartsýnir á að áfram verði sinnt varnarhlut- verki okkar frá Miðnesheiði. Við eigum að nýta öll þau tækifæri sem við erum að byg- gja upp og skapa þannig fleiri stoðir undir atvinnumálin. Þar með er engu að kvíða“ sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri að lokum um leið og við hjá Faxa óskum lionum og fjölskyldunni hans gleðilegra jóla. FAXI 39 L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.