Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 20
mérflaug það í hug ...að vinna sér til húðar, streða og strita upp metorðastigann í leit að... Mér hefur stund- um flogið í hug að það hljóti að vera uppeldis- lega afar óhollt ef tungumál- inu er beitt á misvísandi hátt, jafnt meðvitað sem ómeðvit- að. Á sama hátt og börnum er óhollt að foreldrar segi eitt en geri annað. Það getur ekki verið hollt fyrir mannlegt samfélag að svart sé túlkað sem hvítt, oftúlkað já þýði í raun nei, slæmt sé gott, sið- laust siðlegt og svo mætti lengi telja. Skilaboðin sem þegnar slíks samfélags fá gegnum tungumálið eru þá oft á skjön við upplifun og skynjun þeirra sjálfra á raun- veruleikanum. Sé slík misvís- un viðvarandi er hætta á að þegnarnir ruglist í ríminu og að þeir taki jafnvel að efast um eigin dómgreind. Ef okk- ur er t.d. sagt nógu oft að engin fátækt sé til á íslandi, að hér séu allir jafnir, að hér sé engin stéttaskipting, að við séum að stuðla að upp- byggingu og betra þjóðskipu- lagi í Irak með því að vera á lista hinna staðföstu þjóða þá er auðvelt að fara að trúa því og taka að efast um eigin veruleikaskynjun Dóm- greindin víkur, þrátt fyrir að sagt sé frá fjölda fólks sem leitar til mæðrastyrksnefnd- ar um aðstoð fyiir jólin, þrátt fyrir fréttir um stöðugt fleira fólk sem virðist ekki bara vaða í milljónum heldur milljörðum, þrátt fyrir að maður bæði heyri, sjái og lesi um hörmulegar afleiðingar innrásarinnar í írak. Ég var við námsdvöl í Frakklandi í að- draganda innrásarinnar í írak. Frakkar tóku strax afstöðu gegn innrásinni en í frönskum fjölmiðlum fór fram athygli- verð og þróttmikil umræða um þessa op- inberu afstöðu. Að málum komu bæði stjórnmálamenn, fræðimenn úr ýmsum greinum, sérfræðingar á ýmsum sviðum, fjölmiðlamenn og almúginn sjálfur. Fólk skiptist á skoðunum á vitrænan hátt, leitaðist við að setja málið í alþjóðlegt samhengi og reyndi að sjá fyrir afleið- ingarnar. Þetta voru engir tíu mínúta Kastljósþættir þar sem viðmælendur tala hver ofan í annan og sjónvarpsá- horfandinn er engu nær þegar upp er staðið. Ég kom heim nokkrum dögum eftir innrásina og ég verð að játa að ég fór hálfpartinn hjá mér þegar ég ég varð vitni að umræðunni hér. Og enn þann dag í dag fyllist ég ónotakennd þegar ég sé vel haldna stjómmála- menn, sem búa sem betur fer við öryggi og fjárhagslegt áhyggjuleysi, verja með áhersluþrungnu augnliti og ábyrgðar- fullum andlitsdráttum stuðning okkar við morð, eyðileggingu, mannlegar hörmungar og þjáningar í írak. Mér flýgur oft í hug hvort þeir trúi virkilega sjálfir því sem þeir em að segja. Ég hef líka oft velt því fyrir mér hvers vegna vestrænar leyniþjónustur þóttu trúverð- ugri en t.d. Hans Blix og samstarfsmenn hans. Einnig hefur það angrað mig nokkuð að við skyldum láta það yfir okkur ganga sem þjóð að ákvörðunin um stuðning okkar íslendinga við in'n- rásina hafi verið tekin á tveggja manni tali. Enginn hefur a.m.k. mótmælt því að sú hafi verið raunin. Lýðræðislegu uppeldi á Islandi er greinilega afar ábótavant og lýðræðisleg umræða gjar- na í formi skítkasts og orðhengla. Það er auðvitað fráleitt að halda því fram að sé maður á móli innrásinni í írak sé maður fylgimaður Saddam Hussein! Veröldin er ekki bara svört og hvít, til allrar ham- ingju Nú eru grunnskólakennarar nýkomnir úr löngu, ströngu og erfiðu verkfalli. Þegar alþýða fólks fer fram á bætt launakjör er alltaf reynt að fá okkur til að trúa því að þá muni efnahagskerfið hrynja, verðbólgan aukast og lífskjör versna til muna. Það er ótrúlega erfitt að kyngja þessu einkum í ljósi allra þeirra peninga sem virðast vera í um- ferð á f jármálamarkaðinum. Við vitum að til er fólk sem er með árslaun grunn- skólakennara á mánuði, fólk sem snarar tugmilljónum króna ofan í budduna vegna starfslokasamninga, fyrirtæki sem þenjast út í allar áttir, peningar sem flæða óheft út úr vissum gáttum ofan í vissa vasa. Þar sem hagfræðin og tölur eru ekki mín sterkasta hlið hef ég oft velt því fyrir mér hvort allir þessir nýríku milljarðamæringar og stóraukin 20 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.