Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 25
skili ekki tilætluðum árangri. Börnin hafa
alltaf verið dugleg að mæta og það er
gaman að leika fyrir böm. Þau lifa sig svo
inn í þetta. Við vonum allavega að bæjar-
búar og aðrir gestir verði duglegir að
koma með börnin sín þegar sýningar
hefjast.
llvaö með önnur verkefni?
Það er verið að undirbúa vinnu aö upp-
setningu revíu í minningu Ómars Jó-
hannssonar revíuhöfundar, sem lést langt
um aldur fram á árinu. Sú sýning verður
þó ekki fyrr en haustið 2005.
Finnið þið fyrir miklum áhuga meðal hins
almenna borgara á leiklist?
Já, því er ekki að neita. Fólk er oft að
spyrja, en færri mæta þegar á reynir. Ég
vil hinsvegar fá að nota tækifærið hér og
bjóða alla velkomna á fundi hjá okkur
sem auglýstir em í bæjarblöðunum. Við
tökum voða vel á móti öllum ungum sem
öldnum. Breiddin er best í þessum efnum.
Þá eru unglingar mjög áhugasamir og
hafa líka mikinn metnað fyrir því sem
þau eru að gera.
En hvemig gerðist það að þú gekkst í leikfé-
lagið?
Ja, þetta var þegar ég var að vinna á
Leikskólanum Vesturbergi hér í Keflavík,
þegar Hulda Ólafsdóttir, sem var þá að
leikstýra hjá Leikfélagi Keflavíkur og
Guðný Kristjánsdóttir, forveri minn í
þessu starfi sem formaður LK, að þær
plötuöu mig í að kíkja á einn fund og eft-
ir það var ekki aftur snúið. Þetta er bara
svo rosalega gaman.
En er hœgt að víkka starfsemi félagsins út í
skólanna eða til fyrirtœkja með stuttum leik-
þáttum sem sýndirgœtu verið t.d. í hádeg-
inu?
Já eflaust væri það hægt en ég held að
það yrði ferkar erfitt í okkar tilviki þar
sem við erum öll þarna í sjálfboðavinnu
og erum öll í skóla eða vinnu. Málið er að
það fer rosalega mikill tími í það að æfa
og setja upp verk, hvort sem þau eru stór
eða lítill. Hinsvegar ef við fengjum ein-
hverja til að sponsora okkur eða styrk í
þetta verkefni, væri hægt að skoða málið.
í
Eitthvað að lokum Anna Þóra?
Ég vil bara þakka öllum þeim sem hafa
sýnt okkur stuðning og mætt á sýnigar á
liðnum árum. Án þeirra væri leiklistar-
starfið dapurt hér. Þá vil ég einnig þakka
Guðnýju Kristjánsdóttur fyrrverandi for-
manni fyrir ómælda hjálp og stuðning.
Svo vil ég náttúrulega óska öllum bæjar-
búum og LI< félögum gleðilegra jóla og
farsæls nýs árs og hlakka til að sjá ykkur
öll á nýja árinu með bros á vör.
FAXI 25