Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 44

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 44
AD FLYTJA AÐ HE Margir foreldrar sem komnir eru yfir fertugt búa við þær aðstæður í dag að hafa ungt fólk búandi inná sér. Það er af sem áður var því þá var ekki óalgengt að ungt fólk flytti að heiman um 16 ára aldur. Ef ekki til að stunda nám utan heimabyggðar þá til að stofna heimili eða fara að búa. Það þótti ekki gott að búa inni á foreldrum sín- um og algengt var að unga fólkið greiddi heim ef það bjó enn heima þegar það komst á sjálfræðisaldur. í þaö minnsta kostaði unga fólkið neyslu sína sem stundum var nefnt að sóa peningum í óþarfa. Að eiga sérherbergi var lúxus og alls ekki á allra unglinga færi. Uppeldið miðaðist oftast við að fólk lærði að standa á eigin fótum og gæti séð um sig sjálft. Þetta var fyrir tíma lífeyrissjóða, skattkorta og staðgreiðslu skatta. Margir unglingar stunduðu vinnu með skóla. Erfitt var fyrir ungt fólk að fá lán og ekki þekktist að unglingar væru með yfirdrátt eða mikil bankaviðskipti. Flestir reyndu að leggja eitthvað fyrir og sparimerkin hjálpuðu til við að byggja upp framtíðina. Unga parið fékk þó stundum að búa hjá foreldrum sínum á meðan safnað var fyrir útborgun í íbúð. Skólaskyldu lauk eftir tveggja ára nám í gagnfræðaskóla eða árið eftir fermingu. Sumir voru komnir út á vinnumark- aðinn strax að loknu skyldunámi. Unglingar 14 -16 ára úr smærri byggðalögum hér á Suðurnesjum leigðu sumir her- bergi í Keflavík þar sem eini gagnfræðaskólinn á svæðinu var. Langskólanám var fyrir sérstaklega „vel gefiö fólk“, 44 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.