Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 11
Fyrsta stjóm olíustöðvarinnar t Helguvík frá vinstri: Ólafur Bjömsson formaöur, Óskar Þórhallsson meðstjmandfrá OSK, frá Keflavtkurbœ Hannes Einarsson varaformaður, Ingólfur Falsson meðstjómandi og Guðjón Ólafsson framkvœmdastjóri. og lá þá fyrir bréf frá ríkisskattstjóra þar sem heimilað var að breyta félagsforminu í hlutafélag án þess að til sérstakrar skatt- lagningar kæmi. Upplýst var að Hæstirétt- ur hafði vísað frá öllum kröfum Guðmund- ar Guðmundssonar. Stjórnin samþykkti að fela endurskoðanda og lögmanni OSK, Ás- geiri Jónssyni, að útbúa tillögu að stofnun hlutafélags sem lögð yrði fyrir framhalds- aðalfund 2. desember. Fundurinn var svo haldinn 2. desember. Formaður, Ólafur B. Ólafsson, setti fundinn og skipaði Ásgeir Jónsson lögmann fundarstjóra. Mæting var mjög góð. Eitt mál var á dagskrá, til- laga stjórnar um breytt félagsform svo- hljóðandi: „Stofnfjáreigendur OSK samþykkja á fundi sínum, sem haldinn er 2. desember 1997, að breyta samlagsfélaginu í hlutafé- lag. Skal samlagsfélaginu slitið í samræmi við 57. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt. Eigendur samlagsfélagsins fá eingöngu hlutafé í hlutafélaginu sem gagngjald fyrir eignarhlut sinn í samlags- félaginu en séreign í stofnsjóði skal greidd út.“ Margar fyrirspurnir komu fram og þeim svöruðu Ólafur B. Ólafsson og Jónas endurskoðandi. Að lokum var tillagan samþykkt samhljóða. Stjórnin kom saman 9. desember og ræddi framkvæmd tillög- unnar. Formaður, Ólafur B.Ólafsson, hafði boðið til fundarins, Pétri Guðmundssyni hrl. en hann hafði verið aðalráðunautur við samskonar breytingar á SH, SÍF og SAS. Ólafur hafði verið í stjórn þeirra fé- laga þegar þeim var breytt í hlutafélög. Pétur gaf góð ráð um framhaldið hjá OSK. Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund 30. desember og boða hann með ábyrgðar- bréfi. Þar skyldi koma fram: 1) Tillaga um útborgun stofnsjóðs. 2) Tillaga um breytingar á samþykkt- um félagsins. 3) Tillaga varðandi slit félagsins. Tillaga um skilanefnd OSK, Ólafur Bald- ur Ólafsson formaður, Jónas Guðbjörnsson endurskoðandi og Benedikt Jónsson fyrir minni eigendur. Framhaldsfundur var haldinn 30. des- ember Óafur B. Ólafsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum. Hann gaf Pétri Guðmundssyni orðið til þess að skýra tillögumar. Hann skýrði þær lið fyr- ir lið. Engar umræður urðu um tillögurnar og voru þær samþykktar með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Þá var tekin fyrir tillaga stjórnar um slit á félag- inu: „Framhaldsaðalfundur Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis, haldinn 30. des. 1997, samþykkir með vísan til 15. og 16. gr. laga félagsins eins og þeirri gein hefir verið breytt á fundi þessum, að slíta félag- inu. Félagsslit fari eftir ákvæðum 16. greinar félagslaga og miðast við 1. janúar 1998. Fram til þess tíma verði félagið rek- ið áfram af skilanefnd sem kosin verður á þessum fundi. Stjórn OSK gegnir starfs- skyldum og annast ársreikning og skýrslu stjórnar fyrir árið 1997. Fari slitin jafn- framt fram skv. 57. gr. laga 75/1981 sbr. bréf ríkisskattstjóra dags. 7. nóv.1997. Við endanleg slit félagsins verði eignum þess, sem þá verða einungis bundnar í hlutafé í einkahlutafélagi því sem yfirtekur starf- semi Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis hinn 1. jan. 1998, skipt milli eigenda í hlutfalli við eignarhlut þeirra í Olíusam- laginu.“ Engar umræður urðu um tillög- FAXI 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.