Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 28

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 28
Konrád Lúðvíksson, lœkningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðumesja Huglelilng flutt í tilefni gjafar Iðnaðarm éiags Suðumesja ótt Ásatrúin leiti hugmynda í norr- ræna goðafræði þá er varla hægt að telja sagnir um heimsmynd- ina og goðin til trúarlegra texta. Miklu frekar er sú heimsmynd sem um getur vafin skáldlegum blæ. Mið- aldarskáldin þurftu að til- einka sér góða þekkingu á þessu umhverfi til að geta ort í samræmi við ráðandi skáld- skaparstíl. Þegar Snorri Sturluson tók að raða niður gömlum frásögnum um heimsmyndina og færa þær í einn stað í Eddu sinni var það einmitt til að skáldin mættu leita í þennan gnægt- arbrunn að yrkisefni. Þess er getið að Ásgarður, helgistað- ur guðanna, var í miðjum heimi. Margir helgistaðir voru í Ásgarði en helgast af öllu var tréð Yggdrasill, eða Askur Yggdrasils, sem var mest allra trjáa. Greinar hans breiðast um allan heim og himininn líka. Askurinn hef- ur þrjár afar víðfeðmar ræt- ur, ein er í Ásgarði, önnur í jötunheimum og hin þriðja nær allt til Niflungaheims. Undir hverri rót er brunnur, þar á meðal Mímisbrunnur sem er í jötunheimum, fullur af speki. Jötunninn Mímir sem á brunninn er sjálfur full- ur af visku og hyggindum því hann drekkur úr brunninum. Við brunninn búa líka Urð- ur, Verðandi og Skuld, gyðjur fortíðar, nútíðar og framtíðar, nomir sem skapa mönnum ör- lög. Þegar barn fæðist eru nornirnar viðstaddar og ákveða ævikjör þess, líf og stríð. Heimstréð, AskurYgg- drasils, hefur einnig verið kall- að tré lífsins en goðsagan um heimstréð er þungamiðja í lífsskoðun Norður-Germana. Goðsagan um tréð sem vex í miðjum heimi og nær til him- ins með greinum sínum og til undirheima með rótum viröist þróast frá hinum ævafornu hugmyndum um hinn geysi- mikla stólpa möndulheimsins sem heldur himninum uppi og kemur í veg fyrir að hann hrynji á sama hátt og súla ber uppi þak mannabústaða. Hug- myndin um heimstréð er út- breidd um hinn indóevrópska heim og víðar og Norðurlönd eru ekki heldur ein um hin merkilegu dýr sem tegjast því, þau má finna víða en ekki alls staðar sömu dýrategund- irnar. Heimstré Erlings Jónssonar tengist stofnun okkar á marg- an hátt. Hann kaus að skreyta greinar þess með þrastapari sem bíður eftir að lífið birtist því úr innviðum fimm eggja sem snyrtilega eru lögð í fag- urlega tilsniðið hreiður. Talan fimm er tákn þeirra skilning- arvita sem dýrmætust eru manninum. Hreiðurgerðin og þessi sérstöku tengsl sem myndast milli fuglanna er skírskotun til þeirrar eftir- væntingar sem verðandi for- eldrar á fæðingardeildinni finna fyrir. Krónan umvefur stofnunina og er tákn þess mannkærleika sem í stofn- uninni á að ríkja, hér er upphaf lífs og hér endar fólkið lífið og hér eru allir einstaklingar jafnir. Tilurð þessa trés hefði aldrei orðið ef það væri ekki vegna góðs hugar til stofnunarinnar sem því fylg- ir. Án þess að á nokkur sé hallað ber hæst að nefna gjöf Iðnaðarfélags Suður- nesja sem gerir okkur kleift að gróðursetja þetta tré lífs- ins. Mímisbrunnur er skap- aður vegna framlags nýs fyrirtækis sem er að koma sér fyrir í þessum bæ, Kent- ucky Fried Chicken, og verktakinn Nesprýði og Pípulagnir Benna Jóns hafa gert okkur kleift að upplifa þessa stund. Það er með slíkum velvilja fólksins, fyr- irtækja og stofnana hér í kring aö við fáum að þróast og þroskast og þar með skapa samheldni sem tengir bæjarbúa saman. Auðvitað koma upp aðstæður þar sem tekist er á um hlutina enda eru tilfinningar manna hvergi eins strengdar eins og einmitt í gegnum slíkan stað sem heilbrigðisstofnun er. Minnisvarði þessi tengist störfum iðnaðarmanna hér á svæðinu sem rutt hafa braut- ina og komið að þessari stofn- un með einum og öðrum hætti. Ekki síöur tengist þessi minnisvarði minningu allra þeirra velunnara sem hlúð hafa að þessari stofnun gegn- um árin. Án starfa og hugsun- ar þeirra væri þessi stofnun ekki stödd þar sem hún er í dag. Megi guðs blessun fylgja störfum okkar allra. 28 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.