Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 16
18. nóvember var haldið
upp á 50 ára afmceli
Heilbrigðistofnunar
Suðurnesja við hátíðlega
athöfn.
Margt gesta var mætt
til að samfagna við þessi
merkilegu tímamót í sögu
sjúkrahússins.
Hér á eftirfara ávörp
Sigríðar Snæbjömsdóttur
framkvœmdastjóra og
Sigurbjargar Sigfúsdóttur
sem flutti ávarp jyrír hönd
starfsmanna.
50 ára afmæli HSS
Við lifum á tímum
bekkingarbvltingar
s .
Eg vil bjóöa ykkur öll hjartanlega velkomin til þess
að minnast þess með okkur að í dag eru 50 ár liðin
frá því að Sjúkrahús Keflavíkur tók til starfa þann
18. nóvember 1954. Ýmislegt fleira merkilegt gerðist á
því ári, m.a. voru AA samtökin stofnuð, hornsteinn var
lagður að dvalarheimili sjómanna í Reykjavík og kvik-
myndin Salka Valka eftir sögu Halldórs Laxness var frum-
sýnd. I Heilbrigðisskýrslum frá þessu ári segir líka undir
fyrirsögninni Dagheimili fyrir fávita. „Mikil vandræði eru
á ýmsum heimilum í Reykjavík vegna fávita. Væri þeim
mikill léttir, ef til væri eins konar dagheimili eða leikskóli
fyrir fávita, t.d. í sambandi við fávitahælið í Kópavogi.
Gætu foreldrar og forráðamenn fávita barna komið þeim
þar fyrir dagstund til kennslu og leikja við þeirra hæfi.
Margir foreidrar vilja gjarnan og geta hugsað um böm sín,
sem eru fávitar og geta haft þau heima hjá sér. Slíkt hæli
eða heimili ætti að vera mun ódýrara í byggingu og rekstri
en venjuleg hæli. Það ætti einnig að vera betra fyrir alla
aðila, ef fávitar þurfa að fara á hæli síðar, að þeir séu þá
orðnir hagvanir og foreldrar þekki staðinn vel.“
Þessi orð eru lesin hér til að leggja áherslu á hversu
mikil breyting hefur orðið á viðhorfum til þjónustu við þá
Systkinin Davíð og Ester Ólafsböm skemmtu gestum.
16 FAXI