Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 35

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 35
Arsskýrsla Faxa fyrir seinasta starfsár Ársskýrsla Málfundafélags Faxa fyrir starfsárið 10. október 2003 til 10. október 2004 Málfundafélagið Faxi var stofnað 10. október 1939 af 12 Keflvíkingum og hefur starfað óslitið síðan, með afarlitlum breytingum og er elsta starfandi málfundafélag á Islandi. Fundir eru 12 til 15 á ári og í flestum tilfellum haldnir á heimilum félag- anna. Hér á eftir er upptalning á þeim er- indum sem flutt voru á seinasta starf- sári. 1. I hvernig samfélagi viljum við búa? Hilmar Pétursson 2. Heima eða heiman Hjálmar Stefánsson 3. Árangurstengd laun Geirmundur Kristinsson 4. Framtíðarsýn í sjávarútvegi Þorsteinn Erlingsson 5. Bæjarmál og norsk hús á íslandi Hannes Einarsson 6. Sambúð eða sambúðarform Hilmar Pétursson 7. Glæpur og refsing Helgi Hólm 8. Hjátrú og hindurvitni Kristján A. Jónsson 9. Þjóðfélag mikilla breytinga Karl Steinar Guðnason Auk þessa voru Faxafélagar virkir þátttakendur í hátíðarfundi á vegum Menningarnefndar Reykjanesbæjar, til minningar um listamanninn Krist- inn Reyr og til heiðurs listamannin- um Erlingi Jónssyni. Að venju var síðasti fundur starf- sársins haldinn 10. október, en þá er eiginkonum boðið til einhverra breyt- inga. Að þessu sinni var kvöldveðrur og gisting að Rrummshólum í Borgar- firði. Meðaltalsfundarmæting starfsárs- ins var um 80%. Keflavík, desember 2004- Hjálmar Stefánsson Tímabundið leyfi til sölu skotelda Lögreglan í Keflavtk Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, frá og með 28. desember 2004 til og með 6. janúar 2005. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda ísmásólu i Reykjanesbæ, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir dramót 2004 - 2005, ber að sækja um slikt leyfi til lögreglunnar i Keflavik/Grindavík fyrir 17. desember 2004. Hægt er að nálgast umsóknirnar á vef Sýslumannsins í Keflavík, á lögreglustöðinni (Keflavík að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Vtk- urbraut 25. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gUdandi reglugerðar um skotelda. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veittfyrir sölu skotelda aðfyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaða. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða hús- félags ef umsækjandi er ekki umráðamaðúr lóðar eða húsnæðis þar sem sala á aðfarafram og stað- festing tryggingafclags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá sltkum sölustöðumfyr- ir kl. 16:00, 28. desember 2004 svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 m2 og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags. 3. Upplýsingar um geymslustað og meðhöndlun skotelda, samþykktan aflögreglu aðfenginni umsögn viðkomandi slökkviliðs fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja um- sókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmannfyrir sölustað. Hann á að mæta á lögreglustöðina íKeflavík eða í Grindavík laugardaginn 27. desember 2004, kl. 13:00 og taka við leyfisbréfinu ogfrekari kynningu Að gefyu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímábilinu frá og með 28. desember - til og með 06. janúar. Gjaldfyrir sölustað er kr. 3.000 - og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Keflavfk 9. desember 2004 Sýslumaðurinn í Keflavík. Geymslustæði og geymslugámar til leigu. Einnig 150m2 verk- stæðisaðstaða með mikilli lofthæð, hentar vel til breytinga og viðhalds plastbáta. Húsnæðið er leigt til lengri eða skemmri tíma og staðsett í nágrenni við smábátahöfnina í Keflavík. Höfum einnig til leigu 90m2 atvinnu-eða geymsluhúsnæði í Iðngörðum í Grófinni. Upplýsingar veittar í BG Bíiakringlunni ehf á skrifstofutíma í síma 421-4242 eða 897-5246. FAXI 35

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.