Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 33

Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 33
íris Ósk Kristín Hansen hann góður. Einn daginn dó hann og það komu mjög margir í jarð- arförina hans og margir sögðu að þeir hefðu átt að leika við hann. Birkir Fullkomna jólagjöfin Einu sinni voru tvö systkini sem hétu Sandra og Ari. Þau voru 8 og 10 ára. Það var 23. desember og þau hlakkaði rosalega til að- fangadags. Þau voru að fara í Kringluna með mömmu sinni og pabba til að kaupa jólagjafir. Pabbi og mamma hétu Jóhann og Eva. Sandra og Ari áttu 2500 kr. saman og þau ætluðu að kaupa fulllcomna gjöf. Þegar þau voru búin að leita og leita að gjöf þurftu þau að fara heim. Sandra og Ari voru vonsvikin en Sandra sá í búð- arglugga fallegan lampa sem var á útsölu og kostaði aðeins 2000 kr. Hún sagði bróður sínum það og hann samþykkti að þetta væri fullkomna gjöfin. Þau plötuðu mömmu sinn og pabba til að vera aðeins lengur og svo hlupu þau í búðina og keyptu lampann. Svo fóru þau heim og pökkuðu gjöfinni inn. Þegar þau vöknuðu hlupu þau fram og fengu sér að borða. Klukkan var orðin sex um kvöld- ið og þau borðuðu kalkún. Þegar þau voru búin að borða fóru þau að opna pakkana. Þegar Eva og Jóhann opnuðu pakkann frá Söndru og Ara voru þau rosa ánægð og sögðu að þetta væri full- komin gjöf. Erna Jólasveinninn Einu sinni var jólasveinn sem hét Kertasníkir. Kertasníkir borð- aði kerti og hann var seinasti jólasveinninn. Hann á tólf bræður og mömmu og pabba og þau heita Grýla og Leppalúði. Grýla borðaði óþekk börn. Jólasveinar nota hreindýr til að draga sleðana og þessi hreindýr geta flogið. Jólasveinninn lætur eitthvað í skóinn sem er út í glugga. Besta hreindýr jólasveinsins heitir Rúdolf. Bragi Jólasagan mín Einu sinni var jólasveiim sem var búinn að vera jólasveinn í 200 ár. Hann þurfti að finna nýjan jólasvein. Ef hann fyndi ekki nýjan jólasvein myndu jólasveinarnir ekki koma til krakkanna. Hann átti skínandi jólahúfu. Hjá þeim sem trúa á jólasvein af öllu hjarta mun húfan skína. Loks fann hann jólasvein en gall- inn var að það var kona en ekki karlmaður. Og það byrjaði að snjóa í L.A., Hollywood og á íslandi og í öllum löndum. Karen Björk Jól hjá Önnu Það var einu sinni stelpa sem hér Anna. Það Petra Ruth * » * .;f Petra Ruth Æg3 iKI m WB á L i WSm voru að koma jól og hún var mjög spennt. Anna og mamma henn- ar og pabbi voru búin að setja upp jólaseríurnar. Þau voru nú byrj- uð að setja upp jólaskrautið. Anna var búin að skreyta herbergið sitt. Hún vissi að jólasveinarnir færu bráðum að gefa í skóinn. Þeg- ar það var búið að skreyta fór Anna að skrifa óskalista. Hana lang- aði í svo mikið, hana langaði t.d. í hund, tölvuleik, bolta o.fl., o.fl. Það var kominn aðfangadagur. Mamma hennar Önnu var að búa til matinn. Eftir tvo klukkutíma var maturinn tilbúinn. Þau byrj- uðu að borða um leið og maturinn var til. Það var hamborgara- hryggur í matinn. Þegar þau voru búin að borða fóru þau að opna pakkana. Anna fékk tölvuleik, bolta og margt fleira. Hún geymdi pakkann frá mömmu og pabba þar til síðast. Þegar hún sá pakk- ann var hún svolítið spennt. Pabbi hennar kom með stóran kassa. Þegar hún opnaði kassann kom hundur stökkvandi út úr kassan- um. Anna skýrði hann Seppa. Anna, mamma hennar og pabbi voru alltaf glöð eftir þetta. Gleðileg jól. Kristín Hansen Hjaltalín Jólarósin í gulu húsi á horninu bjó gömul kona. Hún hét Pálína. Krakkarn- ir í hverfinu kölluðu hana Ömmu Pálu. Hún gaf þeim oft konfekt og kandís. Jóhanna litla sem bjó rétt hjá gömlu konunni kom oft til hennar og sagði henni sögur af leikskólanum. Einn daginn var Pálína veik. Þegar Jóhanna frétti það fór hún strax til hennar. „Amma, af hverju ertu veik“, sagði hún þegar hún kom inn. Pálína var inni í eldhúsi að laga kakó. „Það er bara Guðs vilji rúsínan mín. Langar þig í kakó?“ Jóhanna varð yfir sig glöð. „Já, já endi- lega.“ Allt í einu fékk Pálína hóstakast. Hún ætlaði að standa upp aftur en lippaðist niður aftur. „Viltu sækja fyrir mig símann hróið mitt.“ Jóhanna varð hrædd. „Ætlar þú að deyja, amma?“ „Nei, það held ég ekki en réttu mér nú símann.“ Jóhanna kom með sím- ann og settist hjá Pálínu. Eftir svolitla stund var Pálína komin á spítala. Jóhann hafði farið heim þegar Pálína fór í sjúkrabílinn en nú var hún komin í heimsókn á sjúkrahúsið. Pálína sá hurðina opnast og lítið andlit koma í ljós og sá strax að þetta var Jóhanna. Hún kom að rúminu og tók upp fallega rauða rós. „Þetta var síð- asta jólarósin og hún er handa þér svo þér batni.“ Pálína tók við rósinni. „Mikið er hún falleg.“ Þær spjölluðu saman smá stund og hjúkrunarkonan setti rósina í vatn. Þegar Jóhanna var farin horfði Pálína lengi á rósina og lítið tár læddist hljóðlega niöur kinnina. Á Þorláksmessu kom Pálína heim og á aðfangadag var allt orðið eins og áður. En allt var það litlu rósinni að þakka. Dagbjört Katrín FAXI 33

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.