Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 15
Íþróttaakademía tekur til starfa i Reykjanesbæ
Merkilegt spor var nýlega stigið í mennta- og
skólasögu landsins er það gerðist að stofnuð
var í Reykjanesbær skólastofnun er hlotið hef-
ur nafnið Iþróttaakademían. Þrátt fyrir að ekki
sé liðið nema um eitt ár síðan sú hugmynd
kviknaði sem nú hefur orðið að veruleika þá
hafa eftirfarandi skref verið stigin:
* stofnud hefur verið sjálfseignarstofnun um
akademíuna (10. nóvember 2004)
* unnið hefur verið að því að gera samstarfs-
samning við Háskólann í Reykjavík en gert
er ráð fyrir að kennsla í íþróttafrœðum hjá
Íþróttaakademíunni verður undir stjóm HR
* Hafin er bygging húsnœðis við Flugvallarveg
sem mun hýsa akademíuna og verður bygg-
ingin alls um 2.700. m2 og á hún að verða
tilbúin næsta haust
* Akademían mun taka til starfa haustið 2005
* Geir Sveinsson hefur tekið til starfa sem
framkvæmdastjóri
Afsprengi stefhumótunarvinnu
Á vegum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er
stöðugt verið að huga að stefnumótun til fram-
tíðar. Skoðun á atvinnutækifærum í tengslum
við háskólamenntun hefur staðið yfir hjá bæj-
arstjórn allt frá því nýr meirihluti tók við sum-
arið 2002. Formleg skoðun á tækifærum til há-
skólastarfsemi í íþróttum kom í kjölfar skoðun-
ar á styrkleikum bæjarins og þeim miklu
íþróttamannvirkjum sem eru í Reykjanesbæ á
tiltölulega litlu svæði, þ.e. um 800 metra
gönguradíus frá svæðinu framan við Reykja-
neshöllina. í framhaldi af þessum athugunum
leitaði bæjarstjóri til Hrannrs Hólm, bæði sem
áhrifamanns á íþrottasviðinu, rekstrarráðgjafa,
íþrottafræðings og ekki síst heimamanns. Þar
skipti einnig miklu máli að fyrirtækið KPMG
þar sem Hrannar starfar hafði unnið gæðaút-
tektir í íslensku háskólaumhverfi og fyrirtækið
því öllum hnútum kunnugt á því sviði.
Athugun Hrannars og KPMG leiddi í ljós að
fjárhagslega gæti slík starfsemi borið sig ef
hún væri tvíþætt, þ.e. annars vegar háskóli og
hins vega almenn fræðsla um íþróttir og
íþróttatengd málefni. Á þessu stigi málsins var
því orðið ljóst að þetta var áhugaverður kostur
og var Hrannari þá falið að þróa málið áfram
með Reykjanesbæ. Mikilvægustu skrefin á
þeirri leið voru eftirfarandi:
* viðræður við lxugsanlega fjárfesta
* viðrœöur við Menntamálaráðuneyti og ÍSÍ
um stuðnig við máleþtið
* viðrœður við Háskólann í Reykjavík um
hið akademíska nám við stofnunina
* undirbúningur að stofnun sjálfseignarfé-
lags
* undirbúningur vegna byggingar fyrir aka-
demíuna
* leit að þamkvœmdastjóra fyrir akademí-
una
Viðbrögð fyrirtækja á svæðinu voru mjög
góð, sérstaklega Sparisjóðsins í Keflavík, Is-
landsbanka hf, Eignahaldsfélags Suðurnesja og
á seinni stigum Sjóvá-Almenna. Þessir jákvæðu
straumar gerðu í raun framhaldið mögulegt. Til
að gera síðan langa sögu stutta þá tók bæjar-
stjórn Reykjanesbæjar ákvörðun um að gera
þetta magnaða verkefni að veruleika. Eins og
áður sagði var þann 10. nóvember s.l. gengið frá
stofnun sjálfseignarstofnunar um íþróttaaka-
demíuna. Og til að ljúka þessari umfjöllun Faxa
þá birtum við eftirfarandi frásögn sem finna
má á heimasíðu akademíunnar:
Geir Sveinsson fyrrverandi atvinnumaður og
fyrirliði landsliðsins í liandbolta hefur veriö
ráðinn framkvæmdastjóri Íþróttaakademíunn-
ar ses., sem staðsett er í Reykjanesbæ. Geir hef-
ur nýlokið MBA námi frá Háskóla íslands.
Sjálfseignarstofhun
Þann 10. nóvember 2004 var gengið frá stofn-
un sjálfseignarstofnunar um Iþróttaakademíu.
Stofnendur Iþróttaakademíunnar eru
Reykjanesbær, Sparisjóðurinn í Keflavík, Eign-
arhaldsfélag Suðurnesja, Sjóvá Almennar og ís-
landsbanki. I fulltrúaráði er gert ráð fyrir full-
trúum 16 félagasamtaka, fyrirtækja og stofn-
ana sem tengjast íþróttum og heilsueflingu. Þá
er unnið að skipun sérstaks ráðgjafaráðs þar
sem þjóðkunnir einstaklingar og fræðimenn á
sviði íþrótta, heilsueflingar og viðskipta munu
eiga sæti.
í fyrstu stjórn Íþróttaakademíunnar var Árni
Sigfússon kjörinn formaður,
Hrannar Hólm, varaformaður, Una Steins-
dóttir, ritari, Geirmundur Kristinsson og Sig-
urður Valur Ásbjarnarson meðstjórnendur. í
varastjórn eru Geir Newman og Böðvar Jóns-
son. Síðan varð sú breyting á að Árni Sigfússon
verður ekki í stjórn heldur formaður fulltrúa-
ráðs. í hans stað kemur sem formaður Hrannar
Hólm og Böðvar Jónsson kemur úr varastjórn í
stjórn. Stefán Bjarkason tekur sæti sem vara-
maður í stjórn.
Þríþœtt verkefhi
Verkefni Íþróttaakademíunnar, sem Geir
mun stjórna, eru þríþætt: Háskólanám í
íþróttafræðum sem stjórnað er af Háskólanum
í Reykjavík og hefst haustið 2005, funda- og
námskeiðahald um íþrótta- og heilsutengt efni
í samstarfi við íþróttahreyfinguna, HR og heil-
brigðisstofnanir, og aðstaða fyrir fjarkennslu í
ýmsum námsgreinum en yfir 100 nemendur
stunda nú fjarnám á vegum Miðstöðvar sí-
menntunar á Suðurnesjum.
Fyrsta skóflustungan að húsnæði íþróttaaka-
demíunnar sem staðsett verður við Reykjanes-
höllina í Reykjanesbæ var tekin laugardaginn
13. nóvember. HH
FAXI 15