Borgin - 01.01.1933, Síða 38

Borgin - 01.01.1933, Síða 38
hreifingar skjótar og öruggar): Annie! Er ritstjórinn inni? (Ællar beint af augum inn til ritstjórans). ANNIE (heí'ur fylgt Árna með augunum): Nei, — æ, mjer varð svo bylt við------llann sagðst koma kl. hálf tólf. Hann bað yður að bíða. ÁRNI (lítur á úrið): Hálf tólf —- liún er fimm minútur yfir. llann er ekki vanur að láta standa á sjer. (Sesl. Tekur handrit úr vas- anum). Hver hefur vakt? ANNIE (gengur að ritvjelarborðinu): Sigfús. ÁRNI (liripar nokkrar linur á blað, gengur að veggsima): Halló — Sigfús — Árni lijer — Fullsett? — Fjórða siða? — Gott. — Greinin um rafmagnseklu fer út. — Jeg þarf 60 línur. Ný grein. Já, eftir fimm minútur. (Hengir lieyrnartólið upp, við Annie, Við skrifum grein i blaðið á síðustu stundu. Til? ANNIE (tekur handritið úr vjehnni) : Já — (Fleygir handritinu frá sjer). Þetla röfl um sláturhús og pylsur. (Setur tvöfaldan papp- ír í vjelina). ÁRNI: Það þarf ekki afrit af þessari gi'ein. ANNIE (býst til að taka það úr): Þá get jeg tekið það úr. ÁRNI: Það gerir ekkert. Takið þjer aírit af öllum greinum, sem þjer skrifið? Jeg liefi tekið eítir, að þjer takið afrit af minum greinum ? ANNIE (lágt): Nei, ekki öllum. Jeg skal hætta þvi, ef þjer viljið það ekki. ÁRNI: Mjer stendur á sama. (Svolitið nær) Hvað gerið þjer ann- ars við afritin? ANNIE (lágt): Jeg geymi þau. ÁRNI (undrandi) : Greinarnar minar? ANNIE (lítur á liann): Greinarnar okkar! ÁRNI Okkar ? (Hlær). Jeg veit ekki livort jeg á að taka þetta alvarlega? ANNIE: Jeg vissi að þjer munduð hæðast að mjer. ÁRNI: Alls ekki! Þetta kom mjer bara dálítið á óvart —• (nær) Og svo sje jeg að þjer hafið ljóst liár, Annie! ANNIE: Hafið þjer ekki tekið eftir þvi fyr? ÁRNI (snýr sjer frá henni): Nei. — Og svo byrjum við: Fjár- svik. Spurningarmerki. ANNIE (verður fyrir vonbrigðum, skrifar): Fjársvik. Spurningar- merki. ÁRNI: Nei, — Hlutafjelagabrask — ekkert spurningarmerki. ANNIE (skrifar aftur): Hlutafjelagabrask! 36

x

Borgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.