Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 43
ÁRAMÓTAVIÐTÖL
Tryggvi Jónsson,
forstjóri Heklu:
Góð heilsa og
fjölskyldan
IfyrstB lagi jákvæðar skipulagsbreytingar sem munu skila
sér í öflugra og betra fyrirtæki. í öðru lagi vil ég nefna
mikla söluaukningu og aukin umsvif okkar á öllum
sviðum. í þriðja lagi opnuðum við nýja mjög fullkomna
þjónustumiðstöð Vélasviðsins við Klettagarða. Loks vil ég
nefna einn stærsta viðskiptasamning sem gerður hefur verið
hérlendis, sem var samningur Heklu um sölu á stórvirkum
vinnuvélum til ítalska fyrirtækisins Impregilo.
Það eru bjartar horfur í rekstri Heklu. Margir spennandi
hlutir eru í farvatninu hjá framleiðendum okkar sem allir
koma með nýja bíla 2004. í mars kynnum við nýjan VW Golf
sem hlaut „Gullna stýrið“ á dögunum. í okkar rekstri skiptir
það þó höfuðmáli, eins og annarra, hvernig stjórnvöldum
tekst að halda verðbólgu í skeljum.
Spáð er um 15-20% söluaukningu á nýjum bílum, sem telst
vera eðlileg endurnýjun bílaflotans sem hefur verið að eldast.
Nú færist rekstrarleiga mjög í vöxt og við teljum að það muni
draga úr sveiflum í bílasölu, en þær hafa verið greininni
erfiðar í gegnum tíðina.
Fyrir mig sjálfan hefur starf mitt sem forstjóri Heklu átt hug
minn allan. Þetta er fyrsta árið mitt hjá fyrirtækinu og hefur
verið sérstaklega ánægjulegt að kynnast frábæru samstarfs-
fólki og þeim góða starfsanda sem ríkir innan Heklu. En þó
vinnan göfgi manninn þá er ekki síður mikilvægt að eiga góða
og samhenta flölskyldu og vera heilsuhraustur. Því láni hef ég
átt að fagna og er afar þakklátur fyrir. B!j
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja:
Hrjóstrugar
og suðrænar
minningar
Arið hefur verið skemmtilegt baráttuár, þar sem við
höfum náð sterkri stöðu með vörum frá nýjum aðilum,
svo sem Cisco og Sony, og áframhaldandi sókn með
lausnum IBM og SAP þrátt fyrir harða samkeppni og
hrjóstrugt rekstrarumhverfi.
Ég tel að áfram verði hægur bati fyrirtækja í framleiðslu-
greinum og verslun, þannig að fyrri hluti næsta árs verði í
takt við þetta ár. Talsverð uppstokkun hefur orðið í íslensku
atvinnulífi, og því munu næstu mánuðir fara í hagræðingar-
aðgerðir og að vinna úr þeim breytingum í ýmsum atvinnu-
geirum.
Fjnirtæki í upplýsingatækni hafa átt á brattann að sækja á
undanförnum misserum, og hafa fyrirtæki í greininni gengið
í gegnum uppstokkun og breytingar á eignarhaldi á árinu. Ég
geri því ráð fyrir meira jafnvægi á markaðnum og betri
afkomu, samhliða því að viðskiptavinir horfi til ijárfestinga í
frekari uppbyggingu á upplýsingakerfum sínum. Ymis tæki-
færi eru því á komandi ári.
Sjálfum eru mér minnisstæð skemmtileg ferðalög með
góðum vinum, annars vegar
eftir Gæsavatnaleið um
hálendið norðan
Vatnajökuls og þaðan
yfir á Kárahnjúka-
svæðið, og hins
vegar stutt ferð um
stórkostleg lands-
svæði á Norður-Italíu.
Góð blanda af hijóstr-
ugum og suðrænum
minningum. SD
Þórður Sverrisson,
forstjóri Nýherja.