Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 54
UM ÁRAMÓT Viðskipta- blokkirnar ráða ferðinni Viðskiptablokkunum hefur fjölgað og það eru eldheitar umræður um þær. Viðskiptablokkirnar eru núna einkennandi fyrir íslenskt viðskiptalíf. Með auknu frelsi í viðskiptum, aukinni sölu ríkisfyrirtækja og minni afskiptum stjórnmálamanna af viðskiptalífinu hefur viðskiptablokkunum ijölgað frá því haustið 1991 að Örnólfur Arnason rithöfundur gaf út bók sína, A slóðum kolkrabbans, og til varð nafn á frægustu viðskipta- blokk landsins síðustu árin. Núna er Kolkrabbinn allur; Lands- banki og Islandsbanki klufu hann niður og skiptu honum á milli sín. Landsbankinn fékk þó bróðurpartinn af honum, þ.e. Eimskipafélagið með Brim og Burðarás innanborðs. Það er óþarfi að dvelja lengi við þetta efni, svo mikið hefur verið skrifað um það í Frjálsri verslun undanfarna mánuði. Mörgum finnst þó nóg um völd viðskiptablokkanna en þar fara bankarnir og eigendur þeirra í fylkingarbrjósti. Viðskipta- blokkirnar eru ráðandi í flestum af stærstu fyrirtækjum lands- ins. Þær snúast um kerfisbundin eignatengsl á milli fyrirtækja. Þetta eru viðskiptablokkirnar núna 1 Félagarnir í Samson. Björgólfsfeðgar og Magnús Þor- steinsson. Ríkustu menn þjóðarinnar sem stýra Lands- bankanum. 2 Baugsveldið með Baugsfeðgana, Jón Ásgeir og Jóhannes, í fararbroddi. 3 S-hópurinn með Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson í stafni. 4 Samherji og Kaldbakur með Þorstein Má Baldvinsson og Eirík S. Jóhannsson fremsta í flokki. 5 Kaupþing Búnaðarbanki með Sigurð Einarsson í leið- togasætinu. S-hópurinn og bræðurnir í Bakkavör tengjast þessari blokk. 6 Islandsbanki með Bjarna Armannsson í stafni og lífeyris- sjóðina sem traust bakland. 7 Iifeyrissjóðirnir eru viðskiptablokk þótt allir séu ekki á eitt sáttir við þá skilgreiningu. Þeir standa saman þegar á reynir og mynda þá blokk sín á milli eins og í íslands- banka. Það segir sig sjálft að leiðtogar þessara viðskiptablokka eru um leið áhrifamestu menn viðskiptalífsins. Alger breyting hefur orðið á listanum yfir 10 áhrifamestu menn landsins, sem Fijáls verslun gerði árið 1998. Allir eru dottnir út af honum.SD VIÐSKIPTABLOKKIRNAR • Með auknu frelsi í viðskiptum, aukinni sölu ríkisfyrir- tækja og minni afskiptum stjórnmálamanna af við- skiptalífinu hefur viðskiptablokkunum tjölgað. 3Áberandi Excel- kynslóð Kynslóðabilið hefur aldrei verið eins mikið innan viðskiptalífsins. Yngsta kynslóðin er sérlega áberandi í hinu nýja lands- lagi. Þetta er sú kynslóð sem sumir kalla Excel-kyn- slóðina. Þetta er fólk á aldrinum 25 til 40 ára sem ólst upp við tækninýjungar, tækifæri og mjög svo vaxandi ríki- dæmi þjóðarinnar. Þetta er kynslóðin sem spilar matador og gerir samninga fyrir yfir 40 milljarða á einni nóttu án þess að depla augum. Hún er mjög áberandi og fyrirferðamikil innan bankanna en þrír af fimm forstjórum þeirra eru á þessum aldri. Til að hægt sé leggja mat á hinn mikla hraða og ákefð bankanna á hlutabréfamarkaði sem og útrás þeirra er nauð- synlegt að átta sig á hugsunarhætti þessarar kynslóðar sem horfir mjög til verðmætasköpunar peninga og pappíra á meðan eldri kynslóðirnar eru fastari í gömlum kreddum um verðmætasköpun vinnuafls og ijármagns. Nefnt hefur verið að yngsta kynslóðin líti meira á árangur í starfi en viðveru á vinnustað og unnar klukkustundir. Reyndar er þetta býsna mikil fulfyrðing og einföldun, auðvitað hafa eldri kynslóðir horft til dugnaðar og árangurs í starfi. Kynslóðabilið í atvinnulífinu hefur aldrei verið eins mikið. Fólk um sjötugt hugsar allt öðru vísi og er nánast á annarri bylgjulengd en þeir stjórnendur á framabraut sem tilheyra yngstu kynslóðinni. Munurinn felst fyrst og fremst í við- horfinu til verðmætasköpunarinnar. Elsta kynslóðin í viðskiptalífinu, 65 til 70 ára, ólst upp við það að þjóðin var bláfátæk. Hún ólst upp við skort, kreppu og höft - þegar vinna var ekki vís og biti á borðið ekki sjálfgefinn. Ég hef sagt að þetta sé svonefnd framleiðslukynslóð sem ólst upp á tímum þegar að kveldi dags var spurt í hve margar tunnur hefði verið saltað fremur en „hvað græddum við mikið í dag?“. Hún er mjög bundin við verðmætasköpun vinnuafls; flölda handa og unnar klukkustundir. Stjórnendur á aldrinum 45 til 60 ára ólust upp við skort á lífsnauðsynjum en þó hratt vaxandi 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.