Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 92
FYRIRTÆKIN A NETINU
Bókamerkin mín
Sigurborg Arnarsdóttir, formaður Félags um fjár-
festatengsl, bendir á vefinn www.huginonline.com
sem er góður vefur til að fylgjast með því sem er að
gerast hjá skráðum félögum í Skandinavíu.
Mynd: Geir Ólafsson
Sigurborg Arnarsdóttir, formaður Félags um f]ár-
festatengsl, kynnir nokkrar áhugaverðar vefsíður.
WWW.ironthenet.com Vefsíða Investor Relations
Magazine. Ég fer inn á þessa síðu bæði til þess að lesa
greinar en einnig til að nálgast upplýsingar um það
sem er að gerast í IR-málum í kringum okkur. Einnig
er þar að finna tengla inn á margar síður sem tengjast
þessum málum.
WWW.huginonline.com Góður vefur tll að fylgast
með því sem er að gerast hjá skráðum félögum í
Skandinavíu. Yfirgnæfandi meirihluti skráðra félaga í
Skandinavíu notar Hugin til að dreifa tilkynningum og
því er hægt að nálgast mikið af upplýsingum á sama
stað - nauðsynlegt til að fylgjast með því hvernig staðið
er að upplýsingagjöf í nágrannalöndum okkar.
WWW.0andp.C0m Þetta er síða sem Jjallar um það
sem er að gerast í stoð- og stuðningstækjageiranum
(Orthotics and Prostetics). Nauðsynlegt til að vita
hvar við (Össur hf.) stöndum og til að fylgjast með
nýjungum á okkar sviði.
WWW.mS.ÍS Mjög fín síða þar sem er að finna fullt af
góðum uppskriftum. Kemur sér vel þegar halda skal
veislu.
www.prnewswire.com Ég nota þessa síðu til þess
að fylgjast með því sem er sagt um fyrirtækið erlendis.
Ég get farið inn á mitt svæði þar sem ég sé fréttir og
hvers konar umfjöllun fyrirtækið fær. Œj
www.sindri.is ★★★
Stórglæsilegur, einfaldur
en smart vefur hjá Sindra.
Virkar líflegur, hressilegur
og vel við haldið, meira að
segja myndir af starfs-
mönnum og starfsstöðvum
fyrirtækisins. Eina sem
virkar illa eru gulu og
svörtu auglýsingarnar til
hægri. Vefur sem hægt er
að mæla með. SH
www.flytjandi.is ★★★
Smart vefur, fýllir upp í
upplýsingaþörf um fyrir-
tækið og starfsemi þess og
útlitið er létt og skemmti-
legt. Fínn vefur. H3
www.dynjandi.is ★★★
Dynjandi er með hörku-
góðan vef, mjög léttan og
skemmtilegan þó að útlitið
mætti vera aðeins betur
hugsað. Plássið er ekkert
sérstaklega vel nýtt, t.d.
þar sem lógóið er. Vefurinn
virðist þó fullnægja upplýs-
ingaþörf undirritaðrar svo
að ekki verður yfir því
klagað. S9
tAt Lélegur
★ ★ Sæmilegur
★★★ Góður
★★★★ Frábær
Miðað er við framsetningu og útlit,
upplýsinga- og fræðslugildi,
myndefni og þjónustu.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
ghs@heimur.is
92