Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 67
Sérsviðshóparnir drífa
faglega starfið innan skrif-
stofunnar áfram og eru
ábyrgir fyrir því að alltaf
séu til staðar nýjustu upp-
lýsingar á hverju sviði. Pá
búa hóparnir til og upp-
færa skjöl sem algengt er að nýtist viðskiptavinum.
„í hverjum þjónustuhópi er verkstjóri og framkvæmdastjóri
LOGOS situr fundi allra hópanna til að samræma starfið innan stof-
unnar," segir Sigríður Þorgeirsdóttir, skrifstofu- og starfsmannastjóri
LOGOS. „Hér er einnig 24 tíma vakt ef svo má segja. Hugmyndin er
að viðskiptavinir skrifstofunnar geti gengið að
þjónustu hvenær sem þeir þarfnast hennar."
í húsinu er einnig einkaleyfa- og vöru-
merkjastofan A&P Árnason. „Það styrkir okkur
mjög á hugverkaréttarsviði að hafa A&P Árna-
son innandyra," segir Sigríður. „Þetta er 10
manna fyrirtæki og þar sem þarna er fólk
með mjög fjölbreytta menntun, verður úr
þessu skemmtileg flóra mannlegra sam-
skipta. Hér er gott starfsumhverfi og góður
starfsandi. Við leggjum mikið upp úr því að
starfsfólk eigi sér líf utan vinnu og það er
gaman að geta þess að á síðasta ári voru
9 starfsmenn f fæðingarorlofi, bæði karlar
og konur."
Gunnar Sturluson, hrl., fag- Sigríður Þorgeirsdóttir,
legur framkvæmdastjóri skrifstofu- og starfsmanna-
LOGOS. stjóri LOGOS.
LOGOS hefur fengist við mörg stór verk-
efni en eitt hið stærsta var í tengslum við
Smáralind. „Við fylgdum Smáralind eftir allt
frá því að hún var aðeins hugmynd í möppu og
á meðan á byggingu hússins stóð var fulltrúi
okkar á staðnum í nokkra mánuði. Þetta var
gríðarlega spennandi verkefni. Núna erum við
með nokkur stór verkefni í vinnslu, m.a. vegna
fjárfestinga íslenskra fyrirtækja í útlöndum." Á
síðustu tveimur árum hefur samkeppnis-
rétturinn verið fyrirferðamestur hjá okkur, en nú
virðist sem áherslan sé að færast meira yfir á
kauphallarréttinn.
Starfandi sersi/iðshópar LOGOS
Almenn Idgfræði, EES-réttur
Félagaréttur, fjármagnsmarkaðir
Flutningaréttur, fs/ó- og flugrétturj
Kröfu- og eignarréttur
IMalflutningur og réttarfar
Shaðabóta- o9 vðtryggj^aréttw
Stjórnsýsluréttur
Verktakaréttur, útboð og opinber innkaup
Vinnuréttur
Alþjóðleg samtök
LOGOS er aðili að alþjóðlegum samtökum, Lex Mundi og TerraLex,
og er eina stofan hér á landi sem er aðili að þessum tveim sam-
tökum sem leggja áherslu á að hafa aðeins framúrskarandi lög-
fræðistofur innan sinna raða.
„Hagur viðskiptavina okkar af þessu samstarfi felst fyrst og
fremst í aðgangi að fyrsta flokks þjónustu um allan heim," segir
Gunnar. „Við getum sent mál til útlanda og verið viss um að góðar
stofur taka við þeim. Það er valið í þessi samtök og þvi ákveðið
gæðamerki að vera innan þeirra og óneitanlega myndast góð
persónuleg tengsl á milli aðila innan samtakanna því þeir hittast
reglulega á fundum."
( krafti stærðarinnar getur LOGOS verið með öflugan búnað,
gott bókasafn og tölvuupplýsingakerfi sem starfsmenn geta notað
hvar í heiminum sem þeir eru staddir. Tengingin við Lex Mundi og
TerraLex býður svo frekari hagræðingu og auknar leiðir til upplýs-
ingaöflunar og þjálfunar starfsmanna.
Menntun
„Innan LOGOS er lögð áhersla á menntun og þá ekki síst endurmenntun
starfsmanna sem fara á námskeið innan lands og utan til að halda
þekkingu sinni við. Þar fyrir utan heldur LOGOS gjarnan námskeið og ráð-
stefnur um lögfræðileg efni s.s. samkeppnisrétt, útboðsmál og kaup-
hallarrétt, og hefur það mælst vel fyrir," segir Sigríður.
Hvað framtíðina varðar segir Gunnar myndina vera skýra. „Mál
málanna nú er gæðastarf og við erum að skipuleggja vinnu okkar þannig
að hún sé unnin eftir skil-
greindum ferlum eftir því
sem við verður komið. Við
getum þannig haft eftirlit
með því að sú þjónusta,
sem við veitum viðskipta-
vinum okkar, sé ávallt sú
besta sem völ er á.“ ffij
LOGOS
LÖGMANNSÞJÓNUSTA
s í ð a n 19 0 7
Efstaleiti 5 • 103 Reykjavík
Sími 5 400 300 • Bréfasími 5 400 301
KYNNING
67