Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 70
GUÐMUNDUR í ÓSLÓ
Rafvirkinn sem
vildi spennu
Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Einarsson hjá Tandberg Data í Noregi hefur
vakið milda athygh í norskum ijölmiðlum að undanfórnu og rætt er um hann
sem kraftaverkamann sem snúi tapi í gróða. En hver er þessi Guðmundur?
Eftir Gísla Krisq'ánsson, Ósló
Inorskum blöðunum eru notuð um hann orð eins og „Sigur-
vegarinn í kauphöllinni landar aflanum". Fullyrt er að hann
sé maður með langa reynslu í að snúa tapi í gróða. Það ku
vera sérgrein hans. Og það er sagt að hann nái alltaf árangri
þar sem honum er falin stjórn.
Sá sem hér er um rætt er Guðmundur Einarsson, Reykvík-
ingur, fæddur árið 1955 og lærður rafvirki af verkstæði föður
síns, Einars Guðmundssonar á Bragagötunni. Núna er hann
forstjóri Tandberg Data í Noregi. Hann tók þar við stjórn fyrir
þremur árum þegar þetta gamla iðnaðarstórveldi var enn á ný
að komast í þrot.
Gamla Tandberg, sem áður bjó til útvörp, sjónvörp, plötu-
spilara og segulbönd fyrir hvert heimili í Noregi, var orðið um
það bil einskis virði. Nema eins og Guðmundur bendir á í
þessu viðtali: Nafnið Tandberg var enn verðmætt.
Furðufréttir Saga Tandberg var nær samfelld hörmungar-
saga frá því fyrirtækið lenti í vanda á áttunda áratugnum. Það
var lýst gjaldþrota árið 1978 og endurreist sem Tandberg Data
en náði aldrei þeirri stöðu í tölvuheiminum sem vonast var
eftir.
En nú tóku furðuleg tíðindi að berast frá Tandberg. Aften-
posten birti fyrr á þessu ári frétt með fyrirsögninni: „Gleði og
bjartsýni hjá Tandberg". Var þetta grín? Eða að þeir
hluthafar í Tandberg, sem enn ættu hlutabréf, væru
orðnir 300 prósent ríkari. Og að hlutabréf í Tandberg
hækkuðu meira en öll önnur bréf í kauphöllinni í Ósló.
Hver er þessi Guðmundur Einarsson sem sérhæfir
sig í að snúa tapi í gróða? Maðurinn sem Frjáls verslun
hitti fyrir á skrifstofunni Tandberg við Lyttervegen -
Hlustendagötu - í Ósló ber með sér einfalda fágun og
hógværð. Hann hellir kaffi í pappaglas og hefur skýr svör á
reiðum höndum þegar spurt er.
Rafvirki á móti Straumnum Ferffl hans er sérstakur. Það
fýrsta er að hann er upphaflega lærður iðnarmaður og vann
fyrst við rafvirkjun. Nú ber hann ábyrgð á fyrirtæki sem veltir
um 10 milljörðum íslenskra króna og hefur 220 menn í vinnu
heima í Ósló, auk þess framleiðslu- og söludeildir víða um
heim, verksmiðju í Kína og útibú í Indlandi.
Guðmundur fór í Tækniskólann i Reykjavík og þaðan í
Tækniháskólann í Lindkjöping í Sviþjóð og lærði iðntækni-
fræði og stjórnun. Þaðan lá leiðin til Elektrisk Byrá í Noregi þar
sem framleiddir voru símar.
Guðmundur var við framleiðslustjórn hjá síma- og tölvu-
fyrirtækjum í Noregi þangað til Norsk Hydro réði hann árið
1991 til að koma lagi á rekstur Hydro Aluminium Fundo AS í
Höyanger í Noregi. Þetta var arðlaus verksmiðja sem fram-
leiddi bílfelgur. Guðmundur snéri þarna tapi í gróða með
endurskipulagningu sem meðal annars fólst í umdeildri
fækkun starfsfólks.
Ylirmaður hjá Elkem En árangur Guðmundar hjá Norsk
Hydro varð til þess að annað norskt stóriðjufyrirtæki - Elkem -
réði hann til sín árið 1995. Þar var
Guðmundi falið að endurskipuleggja
kísilmálmvinnsluna á vegum fyrir-
tækisins og snúa þar tapi í gróða.
Verksmiðjan á Grundartanga heyrði
undir deild Guðmundar. Einnig hjá
Eikem skilaði Guðmundur árangri
sem var eigendunum að skapi.
Aftenposten birti
fyrr á þessu ári frétt
með fyrirsögninni:
„Gleði og bjartsýni
hjá Tandberg“.
70