Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 53
UM ÁRAMÓT
Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi á Alþingi um
ákefð bankanna sem flárfesta og sagði þá komna út á hála
braut. Þar átti hann augljóslega við hvað þeir væru orðnir
ákafir og hvassir ijárfestar og um leið ráðandi og drottnandi
sem hluthafar í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins.
Eftir á sagði hann að sér virtist sem mörgum hefðu þótt orð
hans í tíma töluð. Fólk hefur líka spurt sig að því hvers vegna
bankarnir láti ekki duga að lána athafnamönnum fé til að
kaupa fyrirtæki í stað þess að þeir fara sjálfir inn í þau með
gassagangi í nafni „umbreytinga"?
Hreyfiaflið... Bankarnir hafa sjálfir skilgreint sig sem
umbreytingaafl, hreyfiaflið í íslensku viðskiptalífi; aflið sem
komi fyrirtækjum almennilega í gang og á skrið; aflið sem
standi á bak við útrás íslenskra fyrirtækja. Þetta viðhorf kom
einkar vel í ljós á morgunverðarfundi Verslunarráðs í haust þar
sem Siguijón Þ. Arnason, bankastjóri Landsbankans, hafði
framsögu ásamt Þórði Má Jóhannessyni, forstjóra Straums. I
máli Siguijóns kom fram að bankarnir líta á það sem sögulegt
hlutverk sitt að leiða umbreytingarferlið í atvinnulífinu. Hann
sagði að löggjafinn gerði beinlinis ráð fyrir þessari þróun þar
sem bankar væru bæði fjárfestinga- og viðskiptabankar og að
hún væri í takt við það sem gerst hefði erlendis.
Skömmu áður hafði Félag viðskipta- og hagfræðinga haldið
fund um þessi mál og þar kom fram hjá Erlendi Magnússyni,
framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Islandsbanka, að hann teldi
að bankarnir ættu aðeins að vera stefnuráðandi Jjárfestar í fjár-
málafyrirtækjum, annað gæti leitt til hagsmunaárekstra. Jafet
Olafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, sagði á þessum sama
fundi að reynslan í Þýskalandi, þar sem bankarnir hefðu farið
inn í fyrirtækjarekstur af miklu afli, væri slæm og að
bankarnir væru núna á hraðri leið út úr þeim fyrirtækjum sem
þeir gætu ekki selt. Vilhjálmur Bjarnason sagði á sama fundi
að margumtalaðir Kínamúrar á milli einstakra deilda innan
bankanna væru býsna þunnir og frekar í ætt við japönsk þil“.
Kínamúrar eða „japönsh pil“? Flestir eru á því að hversu
traustir sem Kínamúrarnir eru (gefum okkur að þeir séu það)
þá muni ætíð gæta tortryggni um hversu vel þeir halda á
meðan bankarnir eru bæði fjárfestinga- og viðskiptabankar
og þjóna tveimur herrum samtímis. Hins vegar verður
fróðlegt að sjá hvað taki við eftir að „umbreytingunum lýkur“
og hveijir kaupi fyrirtækin af bönkunum. „Nú get ég,“ var
einhveiju sinni sagt. Verða það athafnamennirnir sem þá
mega og geta? HD
BANKARNIR
• Fjárfestingabankar og viðskiptabankar.
• Stærstu hluthafar í stærstu fyrirtækjunum.
• Telja hlutverk sitt að „umbreyta" fyrirtækjum og vera
hreyfiaflið í viðskiptalífinu og útrás íslenskra fyrirtækja.
• Er traustið farið? Þora forstjórar ekki lengur að segja frá
áætlunum sínum?
• Eiga bankar að láta það duga að lána athafnamönnum
til að kaupa í fyrirtækjum?
KINAMÚRAR - TIL UMHUGSUNAR
• Gengur það upp að viðskiptabanki fyrirtækis A, sem
býr yfir öllum upplýsingum og áætlunum þess og hefur
lánað því stórfé, taki sig til og verði stærsti eigandi B,
helsta samkeppnisfyrirtækis A?
• Geta bankar verið með ráðgjöf um hlutabréfakaup
(greiningardeildirnar) þegar þeir eiga sjálfir í mörgum
fyrirtækjum á markaði, eða eiga mikið undir í sumum
þeirra vegna lánsviðskipta?
• Getur verið að í einu herbergi banka sé unnið að fjár-
mögnun á kaupum einhvers tjárfestis á fyrirtæki og í
næsta herbergi sé unnið að kaupum einhvers annars á
sama fyrirtæki?
Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Árnason og Halldór Jón Kristjánsson, greina frá uppstokkuninni
á Eimskipafélaginu á milli Landsbankans og íslandsbanka.
53