Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.11.2003, Blaðsíða 64
fjörðum og var jafnframt nátengdur rekstri Ottós á Akureyri og víðar á Norðurlandi. Upphaf kaupskipaútgerðar - Thorefélagið Ekki leið á löngu uns verslunarreksturinn kallaði á önnur og meiri umsvif. Um 1890, þegar Þórarinn hóf eigin atvinnurekstur, var venjan sú að hinar stærri verslanir á Islandi höfðu eigin skip eða leiguskip í förum á milli landa en minni verslanir fluttu sínar vörur að mestu með skipum Sameinaða gufuskipafélagsins danska (DFDS) og öðrum skipum eftir því sem færi gafst og þörf var á. Sameinaða, eins og það var oftast kallað, var á þessum árum næsta einrátt í áætiunarsiglingum hingað til lands frá Kaupmannahöfn og strandferðum og naut til þeirra ijárstyrks úr ríkissjóði Dana og landssjóði. Því fór þó íjarri að Islendingar væru sáttir við þjón- ustu félagsins. Ferðir voru stijálar, einkum strandferðir, skipin sigldu tíðum framhjá viðkomustöðum, héldu illa áætlun og fram- koma skipveija við landsmenn vakti löngum mikla óánægju. Þá þóttu fargjöld og farmgjöld félagsins afar há og það hélt ekki uppi siglingum til annarra landa en Danmerkur að neinu marki. Hér var augsýnilega mikil þörf á samkeppni. Þórarinn Tulinius hugðist fyrst í stað flytja vörur til verslana sinna með skipum Sameinaða og kaupa farmiými í öðrum skipum eftir þörfum. Efiir kaupin á Papósverslun varð honum þó brátt ljóst, að það myndi ekki duga. Þá hóf hann útgerð eigin kaupskipa og tók á leigu lítið gufuskip sem Bremnæs hét. Það sigldi á milli landa og hélt jafnframt uppi reglulegum strandferðum á milli Sauðárkróks og Hornaijarðar sumarið 1896 og hafði við- komu á flestum höfnum á leiðinni. Árið 1896 festi Þórarinn svo kaup á gufuskipi, sem Hjálmar hét og var skráð á Seyðisfirði. Það dugði honum þó ekki lengi og 1899 keypti hann annað skip, Viking, en það strandaði og eyðilagðist hér við land sama ár. Þá brá Þórarinn á það ráð að selja Hjálmar og keypti í staðinn tvö gufu- skip, Ingu og Mjölni. Inga fórst í ís undan Melrakkasléttu árið 1902 og þá festi Þórarinn kaup á stærra skipi, sem Perwie hét. Öll sigldu þessi skip reglu- lega á milli útlanda og hafna á Norður- landi og Austfjörðum og þótti að þeim mikil og góð samgöngubót. Þá varð það enn til að auka vinsældir fyrirtækis- ins að það þótti áreiðanlegt, flutnings- gjöld sanngjörn og framkoma skipveija miklum mun betri en þeirra á skipum Sameinaða. Þessar siglingar voru reknar í nafni verslunar Þórarins og áttu fyrst og fremst að þjóna þörfum þeirra, þótt einnig væri flutt fyrir aðra. Reksturinn mun hafa gengið þokkalega, þrátt fyrir ýmis áföll, og þegar kom fram yfir aldamótin 1900 afréð Þórarinn að færa út kvíarnar og hefla umfangs- mikla kaupskipaútgerð. Var öllum ljóst, að þar gengi hann á hólm við Sameinaða gufuskipafélagið. Nýtt hlutafélag var stofnað um þessa útgerð. Það hlaut nafhið A/S Dampskibsselskabet THORE, en var jafnan kallað Thorefélagið hér á landi. Stofnfundur félagsins var haldinn í Kaupmannahöfn 7. febrúar 1903 og var meginhlut- verk þess að halda uppi siglingum á milli íslands og annarra landa. Þórarinn var forstjóri og langstærsti hluthafi í félaginu og lagði í það í upphafi skipin Mjölni og Perwie. Jaihiramt voru keypt tvö gufuskip til viðbótar, Kong Inge og Scotland. Þessi Jjögur skip héldu uppi áætlunarferðum til hafna á Norður- og Austurlandi allan ársins hring og tóku brátt að sigla einnig á hafnir í öðrum landshlutum. Vetrarsiglingar voru hrein nýlunda og mæltust vel Jyrir. Árið 1904 fórst Scotland en í stað þess var keypt skip sem hlaut nafnið KongTrygve. Tveimur árum síðar bættust tvö ný skip í flotann, Kong Helge og Sterling. Hið síðar- nefnda var liðlega 1000 rúmlestir að stærð og betur búið en önnur skip sem hingað sigldu. Það gat flutt 86 farþega og þótti góður farkostur. Skipstjóri á Sterling var lengi Emil Nielsen, Jyrsti forstjóri Eimskipafélags Islands. En vetrarsiglingarnar voru erfiðar og reyndust félaginu dýrkeyptar. Kong Inge fórst á strandi við Flatey á Skjálfanda í febrúar 1906 og veturinn eftir fórst Kong Trygve í hafís rið Langanes. í stað þeirra var keypt skip sem Ingolf hét og gerði félagið það út það sem eftir var for- stjóratíðar Þórarins. Rekstur Thorefélagsins byggðist á öðrum forsendum en siglingar Sameinaða hingað til lands. Það naut engra opinberra styrkja en varð að treysta á að standa sig í samkeppni við keppi- naut sem naut opinberrar íyrirgreiðslu. Það tókst, félagið naut vinsælda landsmanna og margir íslenskir stjórnmálamenn höfðu á þvi velþóknun. Átti það ekki síst við um dr. Valtý Sveinn Björnsson, síðar forseti, var einn helsti samstarfsmaður Þórarins við gerð tilboðsins til Alþingis 1909. Björn Jónson tók við ráðherra- embætti af Hannesi. Björn hafði lengi verið dyggur stuðnings- maður Thorefélagsins og „vildi gera siglingarnar íslenskar“ líkt og Sveinn Björnsson. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.