Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 7

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 7
Eigum við Islendingar að senda fimleika- flokka til Lingiaden í Stokkhólmi 1939? HvaS er Lingiaden? Gjört er ráö fyrir aö það veröi eitthvert merkasta fimleikamót, sem haldiö hefir verið. Er það haldið i minningu um ioo ára dánardægur hins heimsfræga sænska fimleikafröm- uðs Per Henrik Ling. Það er „Svenska Gymnastiks- förbundet“ í félagi við „Féderation Internationale de Gymnastique Ling“, sem gangast fyrir hátíða- höldunum, sem munu hefjast 20. ji'ilí og standa yfir til 4. ágúst. Það eru nokkur ár síðan undirbúningur undir þetta mót hófst og er sá viðbúnaður að ná hámarki sínu nú, þar sem flestar þjóðir eru að ákveða þátt- töku sína. Aðalritari mótsins, Agne Holmström, Gymnastikdirektör, hefir í septembermánuði ferðast um í 10 löndum Evrópu, meðal annars í Rúmeníu, Ungverjalandi, Grikklandi og ítalíu, til þess að vita um hug þessara þjóða til mótsins. Allstaðar j?ar sem hann kont var ríkur áhugi fyrir jiátttöku og full- yrða má, að allar þessar þjóðir verði jiátttakendur. Norsku og dönsku fimleikasamböndin hafa á- kveðið að senda 1000 manns hvort. Verður það frá hvoru landi 500 manna hópar, karla og kvenna. -- Hollendingar eru búnir að ákveða sig og England sendir sérstakt skip, sem fer frá London 17 .júlí með þátttakendum jnaðan. Ennfremur er komin )?átt- taka frá Indlandi. — Það er sama sagan alls- staðar, allir eru i óða önn að undirbúa þátttöku sína í þessu stórmerka heimsmóti. Eg set hér til fróðleiks dagskrá Lingiaden, eins og undirbúningsnefndin hefir sent hana út. Generalprogram för Lingiaden: Torsdagen 20. juli kl. 18,30: Lingiadens högtidliga öppnande med defilering av alle deltagande gym- naster. Fredagen 21.—söndagen 23. juli: Várldsgymna- stikfest. Mándagen 24.—torsdagen 27. juli: Várldskongress för fysisk fostran. Fredagen 28. juli: Utflykter. Lördagen 29. juli—fredagen 4. aug.: Internationelt gymnastikláger á Malmahed (Malmköping 100 km. S. V. fr. Stockholm). Það er nú orðið alllangt síðan að menn hér heima fengu áhuga fyrir því, að íslenskir fimleikaflokkar kæmu fram þarna undir þjóðarfána vorum, ásamt hinum mörgu fánum annara þjóða, er þarna munu verða samankomnar. Áhuginn fyrir þessu máli hefir aukist og er nú svo komið, að stjórn Glimufélags- ins Ármann hefir ákveðið að senda úrvalsflokka karla og kvenna úr félaginu á Lingiaden.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.