Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 10

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 10
4 Á R M A N N Jens Magnússon fimleikameistari íslands og meistari i spjótkasti. 30. apríl fór glímuflokkur Ármanns til Grinda- víkur og sýndi ]?ar glímu vi8 góða aSsókn og bestu dóma. í lok aprílmánaðar skyldi halda flokkakepnina um Farandbikar OsloTurnforening, en aðeins flokk- ur Ármanns gaf sig fram. 7. maí var háð einmenningskepnin i fimleikum. 6 keptu; Jens Magnússon (Á.) sigraði og hlaut nafnbótina fimleikameistari íslands 1938, me'S 486.40 stigum. 14. inaí keptu úrvalsflokkur kvenna úr K. R. og Ármanni um það, hvor flokkurinn skyldi sendur á 13. landsmót Norðmanna i fimleikum í Oslo 1938. Kvenflokkur Ármanns sigra'ði. 18. mai sýndu úrvalsflokkur kvenna (Noregs- fararnir) og karla til ágóða fyrir Noregsferðina. 19. mai siglir kvenflokkur Ármanns til Oslo, og er sagt frá þeirri ferð á öðrum stað hér í blaðinu. Sigurður Norðdahl meistari í þrístökki. Jóhann Jóhannesson pieistari i 110 m. grindahl. 1. júní var íslandsglíman háð; keppendur voru 12, 6 Vestinannaeyjingar, 5 Ármenningar og 1 Ár- nesingur. Úrslit urðu þau, að Lárus Salómonsson (Á) varð glímukóngur íslands með öllum vinu. Ágúst Kristjánsson (Á) varð glímusnillingur ís- lands og var hann næstur að vinningum. Glíman þótti með afbrigðum góð. 6. júní (annan Hvítasunnudag) fóru 7 glímumenn úr Ármanni, 7 glímuinenn frá Vestmannaeyjum og drengjaflokkur Ármanns i sýningarferð að Stokks- eyri, Ölfusá og þriðja sýningin var hér i Reykjavík um kvöldið. 'Bændaglíma var að loknum sýningum milli Ármanns og Vestmannaeyinga, og unnu Ár- menningarnir í öll skiftin. Þótti glíma og fimleika- sýningar takast mjög vel. 19. júni tókum við þátt í Leikmótinu og þá sýndi ennfremur kvenflokkur Ármanns. Þá unnum við og Keflvikinga í reipdrætti. 19.—21. júní var sundmeistaramótið háð. Ármenn- ingar fengu þar 4 önnur verðlaun og 4 þriðju verð- laun. 3.—xr. júlí dvaldi hinn frægi sænski fimleika- flokkur K.F.U.M. frá Stokkhólmi á vegum Norræna félagsins, Ármanns, 1. R. og K. R., og hafði hér 3 sýningar við ágætan orðstír. • 10. júlí hófst Allsherjarmót í. S. í. Ármann hlaut lor stig á mótinu og fengu Ármenningar þrenn 1. verðlaun, níu 2. verðlaun og ellefu 3. verðlaun. 17. júlí var háð innanfélags-drengjamót í Jósefs- dal. 31. júli gengust Ártnann og K. K. fyrir skrúð- Karl Vilmundsson methafi og meistari í stangarstökki.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.