Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 13

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 13
ÁRMANN 7 stíginn. fram eftir nóttu, og þegar viS komum heim á hóteliS, þá var búi'ö að loka okkur úti, en loksins, eftir langa mæSu, hepnaðist það nú samt, að kom- ast inn. Frá Bergen var svo haldið með aukalest rnorgun- inn eftir, og slógumst við þar í för með öðru fim- leikafólki norsku, sem var um 700 manns. Ferðin var öll hin dásamlegasta, enda veðrið sér- staklega gott, á miðri leið var 15 mínútna stopp, og sýndu þá ílokkar karla grínleikfimi i kvenbún- ingum frá því fyrir aldamót. Svo var brunað áfram til Oslo, og þegar lestin rann inn á stöðina, barst á móti okkur dynjandi hornamúsik, og var það skemti - egt augnablik, þegar allur þessi hópur gekk fylktu liði út af brautarstöðinni, hver með sinn fána. Var þar þá fyrir framkvæmdanefnd fimleikamótsins: Torleif Torkildsen formaður. Realf Robach ritari og Carl Alfred Petersen gjaldkeri, ásamt tveimur stúlk - um, frk. Ellen D. Grande og frk. Synnöve Lie, sem ákveðið var að yrðu okkur til, aðstoðar á meðan við dveldum í Oslo. Vorum við þá drifnar upp í 1)íla og keyrt með okkur 1)eina leið þangað sem við átturn að búa; var það á Missiöns-skóla, sem liggur dálítið fyrir utan borgina. Vorum við fyrst í stað hálf óánægðar yfir að búa svo langt frá miðjum bænum, en brátt urðum við ánægðar með verustað okkar, enda lá hann i dásam- legu umhverfi. Vilhjálmur Finsen sendisveitar- fulltrúi. Daginn 26. maí, sem var fyrsti dagur mótsins, byrjuðum við með því að æfa kl. 8 um morguninn. Um hádegisbilið komu frk. Ellen Grande og frk. Synnöve Lie og fylgxlu þær okkur út að Akerhus- vígi þar sem mótið hófst með guðsþjónustu og þaðan var gengið undir dynjandi hornamúsik út að Bislet-íþróttavelli. Er konungur hafði tekið sér sæti i stúku sinni, var gengið inn á völlinn á mörgtim stöðum og fylkt liði á vellinum, hver flokkur á sínum reit. Að því búnu voru haldnar nokkrar ræður, og töluðu þar meðal annara borgarstjóri Osloborgar og fleiri; að Noregsfarar Ármanns, frá vinstri: Guðný Jónsd., Rósa Níclsd., Diana Einarsd., Dídí Hermannsd., Guðrún Úlfarsd., Þórný Þórðard., Gyða Thorlacius, Vigdís Jónsd., Sigriður Þórðard., Sigriður Björnsd., Gróa Ólafsd., Stella Árnad., Ingunn Krisi- insd. og Ragnheiður Þorkelsd.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.