Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 14

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 14
8 á R M A N N Ármann birtir hér myndir af þeim 4 Norðmönnum, sem báru mestan hita og þunga af 13. Fimleikamóti NorSmanna. Reyndust þeir allir flokki okkar framúrskarandi vel og stöndum við enn í óbættri þakkar- skuld við þá. síðustu talaði konungur og lýsti því yfir, að nú skyldi hefjast hiS 13. allsherjarfimleikamót Noregs. Því næst hlupu allir þátttakendur út af vellinum, að undanteknum flokki fimleikamanna, en það voru gamlir menn, flestir á aldinum 40—70 ára. Hófst nú sýning þeirra, undir stjórn Sverre Gröner; tókst hún ágætlega. Því næst sýndu 1800 karlmenn leik- fimi; tókst sýningin framúrskarandi vel. Þá sýndu 2500 stúlkur, undir stjórn frk. Platau, og var þaS tilþrifamikil sýning. Fleiri sýningar voru ekki þenn- an dag. Fórum viS snennna aS sofa um kvöldiS, því viS áttum aS sýna daginn eftir. Þann morgun æfS- um viS á vellinum, ásamt öllum úrvalsflokkum, sem sýndu á mótinu. — Kl. 11 hófust sýningar og héld- ust óslitiS allan daginn, og þar á meSal sýndu hinir frægu flokkar Svía, og sýndum viS á eftir þeim, og var þaS siSasti liSurinn á dagskránni. Á meSal áhorfenda var krónprinsinn. Gekk sýn- ing okkar vel, og aS henni lokinni komu margir Is- lendingar og íslands vinir og þökkuSu okkur fyrir frammistöSuna. —■ Næsta dag horfSum viS á allar sýningar, sem fram fóru. Um kvöldiS var mikil veisla i „Turnhallen" ; sóttu hana um 500 manns, voru þar margar ræSur haldnar, en aS loknu borS- haldi dansaS fram á nótt. Þann 20. maí til 4. júní vorum viS í Oslo. Vorum viS þar í boSum og í íerSa- lögum og skoSuSum merka staSi og söfn. Oslo Turnforening hafði boðiS okkur aS dvelja yfir' hvítasunnuna á ferSamannahóteli uppi í sveit, sem er gamall herragarSur og nefndur Klækken. En áSur en viS fórum frá Oslo var okkur haldiS samsæti, ásamt 15 piltum, sem áttu aS fara á fim- leikamót í Finnlandi. Laugardaginn 4. júní ókum við til Klækken og í fylgd meS okkur var Vilhjálm- ur Finsen ásamt nokkum NorSmönnum, og kvödd- um viS þessa góSu kunningja þegar þangaS kom. Á Klækken vorum viS í 4 daga, ásamt ritara Oslo Turnforening, Robach og konu hans. Var það fyrir tilstilli Robachs, aS viS fórum þangaS ; reyndust þau hjón okkur sem bestu félagar og munum viS seint gleyma þeim ánægjustundum, sem viS áttum meS þeim. HóteliS var fult af gestum frá Oslo. Á hvitasunnudag sýndum viS fyrir gestina og tókst sú sýning ágætlega, þó sláin væri hálfgert galdraverk, samansett úr plönkm, því okkar var komin til Bergen. Eins og gefur aS skilja, þar sem svo margt fólk er saman komiS, var mikiS um glaSværS og skemt- anir; dönsuSum viS á hverju kvöldi og fórum í gónguferSir um nágrenniS á daginn. Einn daginn gengum viS á Ringkollen, sem er allhátt fjall þar í nágrenninu. Fengum viS þar hress- ingu á hóteli, sem stendur utan í fjallshliSinni. SíS- an gengum viS upp á háfjalliS, tókum þar sólbaS; urSum viS þá varar viS höggorm, sem hafSi þau áhrif á okkur, aS viS hröSuSum okkur niSur! Þegar heim á hóteliS kom um kvöldiS, voru þar komnir nokkrir piltar frá Oslo Turnforening, til að skemta okkur, þvi aS þetta var síSasti dagurinn okkar á Klækken. Daginn eftir lögSum viS af staS niSur til Bergen. Robach og frú fylgdu okkur á næstu járnbrautar- stöS sem er viS Hönefoss, og skildu þar meS leiSir okkar. Þegar til iBergen kom, tóku þar á móti okk- ur kunningjar okkar, sem viS höfSum kynst í Oslo. Næsti dagur var síSasti dagurinn sem viS dvöldum

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.