Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 23

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 23
Á R M A N N sem hafSi eríiöa þraut, aö koma fram á eftir ís- lensku „praktpojkarna“ og þótt „programmet“ heíö' veriö stytt, hefði enginn tapað neinu.“ -Östgöten). Næsta morgun tókum við enn saman pjönkur okkar og héldum til Lund. Einnig hér var okkur vel tekið, og fengum við tíma til þess að ganga svolítið um háskólabæinn og bar þar margt fag- urt fyrir auga. Einnig skoðum við kirkjuna í Lundi mjög nákvæmlega. Þessi kirkja var bygð á 11. öld og ber ótvirætt vitni hinni háu byggingarlist á þeim tíma. Um kvöldið var sýningin við ágæta aðsókn og hinar bestu undirtektir áhorfenda. Sömu- leiðis voru blaðaummælin daginn eftir. Um kvöldið hafði Norrænafélagið boð fyrir okkur; gengum við svo glaðir til hvílu um kvöldið. En ekki fengum við að sofa út, og í bíti næsta morgun vorum við komnir í járnbrautina og rúlluðum af stað til Hálsingborg. Framan af deginum sko'ðuðum við borgina, en um eftirmiðdaginn fórum við aö búa okkur undir sýninguna. Hún var eins og áður kl. 8 um kvöldið, og var aðsókn góð. — „Alt var útíært með hinni frábæru mýkt og nákvæmni". — (Syd- svenska Dagbladet). — Um kvöldið var okkur svo haldin ein af þessum góðu sænsku veislmn, og voru þar margar ræður fluttar. Fyrir okkar hönd þakk- aði cand. fil. Jón Magnússon, sem var með flokkn- um frá því í Stokkhólmi, og var þar ekki á okk- ur hallað. Næsta dag var enn haldið áfram og var Göte- borg takmarkið. Var þar okkar síðasta sýning í Svíþjóð. Við vorum keyrðir um borgina í stór- um bíl, sem var svo vel útbúinn, að hann var eins og setustofa á hjólum. Við íórum um alla borg- ina í þessum luxus-bíl, og skemtum okkur hið besta. Sýningin var í stórum Cirkus, og sýndi fyrst sænsk- ur kvenflokkur, og fanst okkur ilt að geta ekki fengið að skoða svolítið hinar sænsku meyjar, en við urðum að pilla okkur úr íötunum og vera til- búnir, þegar þær voru 1>únar. Sýningin íékk hinar bestu undirtektir, bæði hjá áhorfendum og í blöð- unum. Á eftir var boð fyrir okkur á einu hóteli borgarinnar og færðist nú heldur en ekki stemning yfir mannskapinn, þegar við sáum að allar leik- fimismeyjarnar voru ]>ar mættar og skyldu sitja til borðs með okkur og ekki leið á löngu þar til þær voru allar komnar með herra við hlið, en þó var nú svo óheppilegt, að ekki gátu allir náð í borðdömu, því þær hrukku ekki til. Þarna var svo sungið, spilað og dansað fram eftir nóttu, því nú var engin sýning að morgni. Guðlaugur Rósinkranz sem nú var með flokknum, þakkaði fyrir okkar hönd þessar prýðilegu viðtökur. Þetta ánægjulega kvöld endaði svo með því, að stúlkurnar fylgdu okkur á járnbrautarstöðina, þar sem við stungum okkur beint í svefnvagnana, þvi um nóttina var haldið til Osló. í Osló horfðum við á landskappleik í knattspyrnu milli Noregs og Danmerkur, sem lauk með sigri Dana. Við héldum með báðum og létum okkur því úrslitin vel líka. I Oslo skoðuðum við Skíðasafriið, Holmenkollen, þjóðminjasafnið, víkingaskipin og margt fleira. Þ. 28. sept. fórum við með háfjallabrautinni til Bérgen og nutum hinnar dásamlegu leiðar í góðu veðri og sólskini. 1 Bergen var rigning eins og oft vill verða, og var því bærinn og umhverfið hálí grátt á að líta. Frá Bergen lögðum við af stað með e.s. Lyru að kvöldi hins 29. sept. áleiðis til Reykja- víkur, með viðkomu í Færeyjum og Vestmannaeyj- um. Þótt tíminn væri ekki langur frá þvi að við kom- um til meginlandsins og þar til viö fórum þaðan aftur, þá liafði svo margt borið fyrir augu, svo víða verið farið og svo margar endurminningar, að allir virtust vera ánægðir og hlakka til að koma heim. Það voru fáir á hafnarbakkanum, þegar við fórum frá Bergen, en þeim mun fleiri voru þeir, þegar Lyra lagði að í Reykjavík. — Lífið á skip- inu tók á sig sama form og á útleiðinni. Þegar til Færeyja kom, fóru allir i land til að kíkja svolítið á Þórshöfn, en viðstaðan var stutt og því ekki tími til að skoða mikið. Mánudaginn 3. okt. komum við til Reykjavíkur, þar sem frændur og vinir biðu á hafnarbakkanum eftir okkur. Þannig endaði þessi ánægjulega för í innilegri móttöku af vinum og ættingjum. Sigurður Norðdahl. Skíðaferðir félagsins verða í vetur, er snjóa festir, hvert laugardags- kvöld og sunnudagsmorgun að skála félagsins í Jósepsdal. Skrifstofa félagsins er í íþróttahúsinu niðri, sími 3356, og er hún opin á hverju kvöldi frá kl. 8—10 síðd.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.