Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 21

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 21
Á R M A N N 15 huggandi fyrir þá. Eftir að lagt var af staS frá Eyjum, fór aS skapast meiri heimilisbragur á skip- inu. ÞaS var stofnaður kór, sem æfSi af kappi eftir því sem raddbönd og sjóguöinn leyfSu. Sá hinn sami kór söng líka i flestum þeim veislum, sem okk- ur voru haldnar, og hafSi eitt sinn sjálfan krón- prinsinn fyrir stjórnanda og Pál ísólfsson vi'S hljóSfæriS. Einnig var fariS í leiki, spilaS á spil og jafnvel haldin kvöldvaka, þegar alt lék í lyndi, en sumir voru frekar framlágir mest af sjóferSinni. Einnig hafSi Dagbjartur þaS virSulega embætti, aS kenna austurrískum prófessor glimu, og var ávalt vel skipaS áhorfendum, þegar kenslustundir voru, og fékk Dagbjartur mikiS hól sem kennari og pró- fessorinn sem lærisveinn. AS morgni þ. 12. sept. komum viS til Kaup- mannahafnar. Ritari Norrænafélagsins þar var á hafnarbakkanum • og tók á móti okkur. í Kaup- mannahÖfn dvöldum viS í 2 daga í góSu yfirlæti. Annan daginn bauS Sveinn Björnsson sendiherra okkur heim á sitt ágæta heimili, og fengum við þar aS njóta gestrisni hans í ríkum mæli, eins og fleiri sem þar hafa komiS. Okkur fannst þessir 2 dagar undarlega fljótir aS líSa, en ekki fanst okkur þeir lengri, sem á eftir komu. Þ. 14. sept. komum viS til Stokkhólms. Fram- kvæmdanefnd „íslensku vikunnar“ var á járnbraut- arstöSinni og tók á móti okkur. Nú strax vorum viS komnir i „eldinn“ ef svo mætti segja. Sam- dægurs birtu blöSin samtöl viS Jón Þorsteinsson, stjórnanda og kennara flokksins, og viS Benedikt G. Waage, forseta í. S. í. Um kvöldiS var móttöku- hátíS á Skansen, og likaSi okkur vel. Brátt fengum viS aS vita hvernig sýningunum skvldi hagaS, og voru þær þannig eftir röS : Gávle, Uppsala, Stock- holm, Örebro, Linköping, Lund, Hálsingborg og Göteborg. 16. sept. byrjaSi svo sýningarferSalagiS og hélst þaS óslitiS meSan viS vorum í SvíþjóS. — í Gávle var framúrskarandi vel tekiS á móti okkur. Margir iSjuhöldar borgarinnar voru mættir á járnbrautar- stöSinni ásamt landshöfSingjanum Lúbeck til aS taka á móti okkur. SíSan keyrSu þeir okkur í sín- um einkabifreiSum um borgina, og sýndu okkur alt þaS markverSasta, t. d. verksmiSju tóbakseinka- sölunnar, Slottet, þar sem landshöfSinginn bjó, og bauS hann okkur þar í te. Um kvöldiS var okkur svo haldin veisla og þar á eftir var dansaS. Var öll framkoma þeirra svo heilsteypt og bróSurleg, eins og værum viS þeirra eigin börn, sem nú kæmu heim eftir langa fjarveru. Kl. 8 um kvöldiS var sýningin og gátum viS glaSst yfir fullskipuSu húsi frá fremstu bekkjum til aftasta sætis. Hér hélt landshöfSinginn ræSu og bauS okkur velkomna. SiSan hófst sýningin og tókst vel. Svo segir i Gevle Dagblad : ,,ÞaS var sannarlega tilkomumikil sýning og betri ,,amatör“-flokkur hefir tæplega sést hér í Gávle. Æska íslands vann hreinan sigur, og unnu þeir landi sínu og þjóÖ meira gagn heldur en þeir sjálfir gera sér í hugarlund.“ Næsta morgun var svo lagt af staS til Uppsala. Hér voru móttökurnar einnig hinar ágætustu. Okk- ur var sýnt þaS helsta og allir boSnir og búnir aS gera eitthvaS fyrir okkur. Sýningin hófst kl. 8 í ágætu húsi viS góSa aSsókn. — „Þessi litli flokkur af velvöxnum, ungum mönnum útfærÖi tímaseÖil- inn með aðdáanlegum frískleika, með þögulli en tindrandi gleði og meÖ þeinr léttleika, sem aÖeins hin óskeikula vissa getur gefiS“. (Uppsala Nya Tidn- ing). — Um kvöldiS sátum viS veislu, sem okkur var haldin, og skemtu menn sér viS ræSur og söng. Nokkrir af hinum sænsku boSsgestum mæltu á ís- lensku og þótti okkur mikiS til koma. Benedikt G. Waage, sem var meS flokknum í þessum borgum, þakkaSi fyrir og mæltist vel. En dvölin var ekki löng og næsta morgun var haldiS áfram til Stokk- hólms. Þar dvöldum viS nú í 3 daga og var okkur þaS mikil gleSi. Þessir 3 dagar liSu fljótt og vor- um viÖ í óslitnu kapphlaupi viÖ tímann til þess aÖ geta mætt á réttum tíma i öllum þeim boSum og veislum, sem viS vorum boSnir i. Einn daginn vor- um viÖ boÖnir í konungshöllina til te-drykkju og tók Gustav konungur V. sjálfur á móti okkur. — í annaS sinn vorum viS í veislu í RáShúsinu, ein- hverri frægustu byggingu NorSurlanda, svo og í Óperunni, svo nefnt sé þaS helsta. Sunnudaginn 18. sept. var sýningin á Skansen. VeÖriÖ var leiÖinlegt framan af deginum og vor- um viÖ þvi í hálfþungu skapi, því aÖ allir vildu standa sig á þessari stærstu og vandasömustu sýn- ingu. VeSriS batnaSi er á daginn leiö og þar meS skapiö hjá okkur. Þúsundir manna voru saman- kontnir á Skansen þegar sýningin hófst í viSurvist

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.